Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 37 bls. 90-bls. 91 gr. 1
  • Jehóva talar við Samúel

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva talar við Samúel
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Samúel hélt áfram að breyta rétt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Samúel gerði það sem var rétt
    Kenndu börnunum
  • Lítill drengur þjónar Guði
    Biblíusögubókin mín
  • Það sem má læra af ævi Samúels
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 37 bls. 90-bls. 91 gr. 1
Samúel opnar dyrnar á tjaldbúðinni.

SAGA 37

Jehóva talar við Samúel

Elí æðstiprestur átti tvo syni sem voru prestar í tjaldbúðinni. Þeir hétu Hofní og Pínehas. Þeir hlýddu ekki lögum Jehóva og komu mjög illa fram við fólkið. Þegar Ísraelsmennirnir komu með fórnir handa Jehóva tóku Hofní og Pínehas bestu kjötbitana fyrir sig sjálfa. Elí frétti hvað synir hans voru að gera en hann gerði ekkert í málinu. Myndi Jehóva leyfa þessu að vera svona áfram?

Samúel var mikið yngri en Hofní og Pínehas en hann gerði samt ekki eins og þeir. Jehóva var ánægður með Samúel. Eina nóttina þegar Samúel var sofandi heyrði hann rödd kalla á sig. Hann fór á fætur, hljóp til Elí og sagði: „Hér er ég.“ En Elí sagði: ‚Ég kallaði ekki á þig. Farðu aftur að sofa.‘ Samúel fór aftur að sofa. Þá gerðist þetta aftur. Þegar Samúel heyrði röddina í þriðja sinn fattaði Elí að það var Jehóva sem var að kalla á hann. Hann sagði Samúel að ef hann myndi heyra röddina aftur ætti hann að segja: ‚Talaðu Jehóva. Þjónn þinn er að hlusta.‘

Samúel segir Elí hvað Jehóva sagði honum.

Samúel fór aftur að sofa. Þá heyrði hann: ‚Samúel! Samúel!‘ Hann svaraði: ‚Talaðu. Þjónn þinn er að hlusta.‘ Jehóva sagði við hann: ‚Segðu Elí að ég ætli að refsa honum og fjölskyldu hans. Hann veit að synir hans gera slæma hluti í tjaldbúðinni minni. En hann gerir ekkert í málinu.‘ Morguninn eftir opnaði Samúel dyrnar á tjaldbúðinni eins og hann var vanur. Hann þorði ekki að segja Elí hvað Jehóva hafði sagt. En Elí kallaði á hann og spurði: ‚Samúel minn. Hvað sagði Jehóva við þig? Segðu mér allt.‘ Þá sagði Samúel Elí frá öllu sem Jehóva hafði sagt.

Jehóva hélt áfram að vera með Samúel þegar hann stækkaði og varð fullorðinn. Ísraelsmenn um allt landið vissu að Jehóva hafði valið Samúel til að vera spámaður og dómari.

„Mundu eftir þínum mikla skapara á unglingsárunum.“ – Prédikarinn 12:1.

Spurningar: Hvernig var Samúel ólíkur Hofní og Pínehasi? Hvað sagði Jehóva við Samúel?

1. Samúelsbók 2:12–17, 22–26; 3:1–21; 7:6

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila