Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 67 bls. 158-bls. 159 gr. 1
  • Múrar Jerúsalem

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Múrar Jerúsalem
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Múrar Jerúsalemborgar
    Biblíusögubókin mín
  • Höfuðþættir Nehemíabókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • „Sigra þú illt með góðu“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Jerúsalem — er hún ‚allra besta yndið þitt‘?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 67 bls. 158-bls. 159 gr. 1
Nehemía stjórnar endurreisn múra Jerúsalem og setur varðmenn.

SAGA 67

Múrar Jerúsalem

Förum núna nokkur ár aftur í tímann og kynnumst Ísraelsmanninum Nehemía. Hann bjó í borginni Súsa í Persíu og var þjónn Artaxerxesar konungs. Bróðir Nehemía kom frá Júda og var með slæmar fréttir: ‚Fólkið sem fór aftur til Jerúsalem er ekki öruggt. Það er ekki búið að laga borgarmúrana og hliðin sem Babýloníumenn eyðilögðu.‘ Nehemía varð mjög leiður þegar hann heyrði þetta. Hann langaði að fara til Jerúsalem til að hjálpa þannig að hann bað til Jehóva um að konungurinn myndi leyfa honum að fara.

Einn daginn tók konungurinn eftir að Nehemía var leiður. Hann sagði: ‚Hvað er að? Ég hef aldrei séð þig svona áður.‘ Nehemía sagði: ‚Ég er leiður af því að Jerúsalem, borgin mín, er í rúst.‘ Konungurinn spurði: ‚Hvað get ég gert fyrir þig?‘ Nehemía fór strax með bæn í hljóði. Síðan sagði hann: ‚Viltu leyfa mér að fara til Jerúsalem til að endurreisa múrana?‘ Artaxerxes konungur sagði Nehemía að hann mætti fara og passaði upp á að hann yrði öruggur á þessari löngu ferð. Konungurinn gerði Nehemía líka að landstjóra í Júda og gaf honum timbur til að gera borgarhliðin.

Nehemía skoðaði borgarmúrana þegar hann kom til Jerúsalem. Síðan safnaði hann saman prestunum og stjórnendunum og sagði: ‚Þetta er hræðilegt. Við þurfum strax að byrja að vinna.‘ Fólkið var sammála og byrjaði að endurreisa múrana.

En sumir óvinir Ísraelsmanna gerðu grín að þeim og sögðu: ‚Ef refur stigi á þennan múr sem þið eruð að byggja myndi hann hrynja.‘ Vinnumennirnir hlustuðu ekki á þá heldur héldu bara áfram að byggja. Múrinn varð hærri og sterkari.

Óvinirnir ákváðu að koma úr mismunandi áttum og gera óvænta árás á Jerúsalem. Þegar Gyðingarnir heyrðu um það urðu þeir hræddir. En Nehemía sagði: ‚Ekki vera hræddir. Jehóva er með okkur.‘ Hann lét verði passa vinnumennina og óvinirnir gátu ekki gert árás.

Það tók bara 52 daga að endurreisa múrana og hliðin. Nehemía safnaði öllum Levítunum til Jerúsalem til að halda upp á að múrarnir voru tilbúnir. Hann skipti þeim niður í tvo kóra. Þeir fóru upp tröppurnar við Lindarhliðið og löbbuðu uppi á múrnum hvor í sína áttina í kringum borgina. Þeir spiluðu á lúðra, málmgjöll og hörpur og sungu fyrir Jehóva. Esra fór með öðrum kórnum og Nehemía með hinum og svo mættust þeir við musterið. Allir – karlar, konur og börn – færðu Jehóva fórnir og fögnuðu. Fagnaðarlætin heyrðust langar leiðir.

„Ekkert vopn sem smíðað verður gegn þér reynist sigursælt.“ – Jesaja 54:17.

Spurningar: Af hverju fór Nehemía til Jerúsalem? Hvað tók langan tíma að endurreisa múra Jerúsalem?

Nehemíabók 1:1–11; 2:1–20; 4:1–23; 5:14; 6:1–19; 12:27–43

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila