Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 73 bls. 172-bls. 173 gr. 2
  • Jóhannes gerir fólk tilbúið fyrir Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jóhannes gerir fólk tilbúið fyrir Jesú
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jesús verður Messías
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Jóhannes undirbýr veginn
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Skorti Jóhannes trú?
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Hver var Jóhannes skírari?
    Biblíuspurningar og svör
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 73 bls. 172-bls. 173 gr. 2
Jóhannes skírari kennir fólki við Jórdanána.

SAGA 73

Jóhannes gerir fólk tilbúið fyrir Jesú

Jóhannes, sonur Sakaría og Elísabetar, varð spámaður þegar hann varð fullorðinn. Jehóva lét Jóhannes segja fólkinu að Messías væri að koma. En hann boðaði ekki í samkunduhúsunum eða í bæjunum heldur í óbyggðunum. Fólk kom frá Jerúsalem og allri Júdeu til að læra af Jóhannesi. Hann kenndi fólkinu að til að gera vilja Guðs þyrfti það að hætta að gera það sem var slæmt. Eftir að hafa hlustað á Jóhannes sáu margir eftir því að hafa syndgað og Jóhannes skírði þá í Jórdanánni.

Jóhannes lifði einföldu lífi. Hann var í fötum úr úlfaldahári og borðaði engisprettur og villihunang. Fólk var forvitið um Jóhannes. Meira að segja farísearnir og saddúkearnir, sem voru stoltir, komu til að hitta hann. Jóhannes sagði við þá: ‚Þið þurfið að breyta um hegðun og iðrast. Ekki halda að þið séuð eitthvað sérstakir bara af því að þið segið að þið séuð börn Abrahams. Það þýðir ekki að þið séuð börn Guðs.‘

Margir komu til Jóhannesar og spurðu: ‚Hvað þurfum við að gera til að Guð sé ánægður með okkur?‘ Jóhannes svaraði: ‚Ef þið eigið aukaföt skuluð þið gefa þau einhverjum sem vantar þau.‘ Veistu af hverju hann sagði það? Hann vildi að þeir skildu að þeir þyrftu að elska fólk til að gleðja Guð.

Jóhannes sagði við skattheimtumennina: ‚Verið heiðarlegir og ekki svindla á neinum.‘ Hann sagði við hermennina: ‚Ekki ljúga eða taka við mútum.‘

Prestar og Levítar komu líka til Jóhannesar og spurðu: ‚Hver ertu? Það vilja allir fá að vita það.‘ Jóhannes sagði: ‚Ég er rödd í óbyggðunum og leiði fólk til Jehóva, alveg eins og Jesaja sagði.‘

Fólkið var ánægt með það sem Jóhannes kenndi því. Margir voru að hugsa um hvort Jóhannes væri Messías. En hann sagði þeim: ‚Það kemur einhver sem er miklu betri en ég. Ég er ekki einu sinni nógu góður til að leysa reimarnar á sandölunum hans. Ég skíri í vatni en hann mun skíra með heilögum anda.‘

„Þessi maður kom sem vottur til að bera vitni um ljósið svo að alls kyns fólk gæti trúað fyrir atbeina hans.“ – Jóhannes 1:7.

Spurningar: Af hverju sendi Jehóva Jóhannes til fólksins? Hvað sagði og gerði fólkið sem hlustaði á Jóhannes?

Matteus 3:1–11; Markús 1:1–8; Lúkas 3:1–18; Jóhannes 1:19–28; Jesaja 40:3

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila