SAGA 72
Þegar Jesús var ungur strákur
Jósef og María bjuggu í Nasaret með Jesú og hinum börnunum sínum. Jósef sá fyrir fjölskyldunni sinni með því að vinna sem smiður. Hann hjálpaði börnunum sínum líka að kynnast Jehóva og lögum hans. Fjölskyldan fór reglulega til að tilbiðja Jehóva í húsi sem var kallað samkunduhús og á hverju ári fór hún til Jerúsalem til að halda páska.
Þegar Jesús var 12 ára fór fjölskyldan í þetta langa ferðalag til Jerúsalem eins og hún var vön. Það var mjög margt fólk í borginni sem hafði komið til að halda upp á páskana. Eftir hátíðina héldu Jósef og María af stað heim. Þau héldu að Jesús væri með ættingjunum sem þau voru að ferðast með. En þegar þau leituðu að honum fundu þau hann ekki.
Þau fóru aftur til Jerúsalem og leituðu að honum í þrjá daga. Að lokum fóru þau í musterið. Og þar var Jesús. Hann sat og hlustaði vel á kennarana og spurði góðra spurninga. Kennararnir voru svo hrifnir af því hvað Jesús vissi mikið að þeir fóru að spyrja hann spurninga. Og þeir voru steinhissa á svörunum hans. Þeir sáu að hann skildi lög Jehóva.
Jósef og María voru búin að hafa miklar áhyggjur. María sagði: ‚Barnið mitt, hvar hefurðu verið? Við erum búin að leita að þér úti um allt!‘ Jesús sagði: ‚Vissuð þið ekki að ég myndi vera í húsi föður míns?‘
Jesús fór heim til Nasaret með foreldrum sínum. Jósef kenndi Jesú að vera smiður. Hvernig heldurðu að Jesús hafi verið sem ungur maður? Í Biblíunni segir að bæði Guði og mönnum hafi þótt vænna um Jesú eftir því sem hann stækkaði og fékk meiri visku.
„Ég hef yndi af að gera vilja þinn, Guð minn, og lög þín eru innst í hjarta mínu.“ – Sálmur 40:8.