Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 75 bls. 178-bls. 179 gr. 4
  • Djöfullinn freistar Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Djöfullinn freistar Jesú
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Við verðum að standast freistingar
    Lærum af kennaranum mikla
  • „Standið gegn djöflinum“ eins og Jesús gerði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Lærum af freistingum Jesú
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Óvinur eilífs lífs
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 75 bls. 178-bls. 179 gr. 4
Jesús neitar að hoppa fram af efstu brún musterisins.

SAGA 75

Djöfullinn freistar Jesú

Jesús neitar að breyta steinum í brauð.

Þegar Jesús var búinn að láta skírast leiddi heilagur andi hann út í óbyggðirnar. Jesús borðaði ekki neitt í 40 daga og varð mjög svangur. Þá kom Djöfullinn til að freista hans og sagði við hann: ‚Ef þú ert í alvörunni sonur Guðs segðu þá þessum steinum að breytast í brauð.‘ En Jesús svaraði með því að vitna í Ritningarnar. Hann sagði: ‚Það er skrifað að maður þarf meira en mat til að lifa. Maður þarf að hlusta á allt sem Jehóva segir.‘

Næst skoraði Djöfullinn á Jesú og sagði: ‚Ef þú ert í alvörunni sonur Guðs skaltu hoppa fram af efstu brún musterisins. Það er skrifað að Guð muni senda engla til að grípa þig.‘ En Jesús vitnaði aftur í Ritningarnar og sagði: ‚Það er skrifað að maður á ekki að ögra Jehóva.‘

Jesús hafnar boði Satans um öll ríki heimsins.

Síðan sýndi Satan Jesú öll ríkin í heiminum og hversu stór og mikil þau voru. Hann sagði: ‚Ég skal gefa þér öll þessi ríki og allt sem er í þeim ef þú tilbiður mig bara einu sinni.‘ En Jesús svaraði: ‚Farðu burt Satan! Það er skrifað að maður á bara að tilbiðja Jehóva.‘

Þá fór Djöfullinn og það komu englar og gáfu Jesú að borða. Eftir það byrjaði Jesús að boða fagnaðarboðskapinn um ríki Guðs. Hann var sendur til jarðarinnar til að gera það. Fólki fannst gaman að læra af Jesú og það fylgdi honum hvert sem hann fór.

„Þegar [Djöfullinn] lýgur fer hann að eðli sínu því að hann er lygari og faðir lyginnar.“ – Jóhannes 8:44.

Spurningar: Hvernig freistaði Djöfullinn Jesú þrisvar sinnum? Hvernig svaraði Jesús honum?

Matteus 4:1–11; Markús 1:12, 13; Lúkas 4:1–15; 5. Mósebók 6:13, 16; 8:3; Jakobsbréfið 4:7

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila