Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 77 bls. 182-bls. 183 gr. 2
  • Konan við brunninn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Konan við brunninn
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jesús kennir samverskri konu
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Konan við brunninn
    Biblíusögubókin mín
  • Hvað merkir að vera „miskunnsamur Samverji“?
    Biblíuspurningar og svör
  • Tilbeiðslu hverra viðurkennir Guð?
    Þekking sem leiðir til eilífs lífs
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 77 bls. 182-bls. 183 gr. 2
Jesús talar við samverska konu við Jakobsbrunn.

SAGA 77

Konan við brunninn

Einhvern tíma eftir páskana lögðu Jesús og lærisveinarnir aftur af stað til Galíleu. Þeir fóru í gegnum Samaríu á leiðinni og stoppuðu nálægt borginni Síkar á stað sem hét Jakobsbrunnur. Jesús hvíldi sig þar og lærisveinarnir fóru inn í borgina til að kaupa mat.

Kona kom að brunninum til að sækja vatn. Jesús sagði við hana: „Gefðu mér að drekka.“ Hún sagði: ‚Af hverju ertu að tala við mig? Ég er samversk kona. Gyðingar tala ekki við Samverja.‘ En Jesús sagði við hana: ‚Ef þú vissir hver ég er myndir þú biðja mig um að gefa þér að drekka og ég myndi gefa þér lifandi vatn.‘ ‚Hvað meinarðu?‘ spurði konan. „Þú ert ekki einu sinni með fötu.“ Jesús sagði: ‚Sá sem drekkur vatnið sem ég gef honum verður aldrei aftur þyrstur.‘ Konan sagði: „Herra, gefðu mér þetta vatn.“

Þá sagði Jesús við hana: ‚Náðu í manninn þinn.‘ Hún sagði: „Ég á engan mann.“ Hann sagði: ‚Það er rétt hjá þér. Þú hefur verið gift fimm sinnum og núna býrðu með manni sem þú ert ekki gift.‘ Konan sagði: ‚Ég sé að þú ert spámaður. Fólkið mitt segir að við getum tilbeðið Guð á þessu fjalli en Gyðingarnir segja að það sé bara hægt að tilbiðja hann í Jerúsalem. Ég trúi að þegar Messías kemur muni hann kenna okkur hvernig við eigum að tilbiðja.‘ Þá sagði Jesús svolítið við hana sem hann hafði ekki sagt við neinn áður: ‚Ég er Messías.‘

Jesús talar við Samverja.

Konan flýtti sér til borgarinnar og sagði við Samverjana: ‚Ég held að ég hafi fundið Messías. Hann veit allt um mig. Komið og sjáið!‘ Þeir fóru með henni til brunnsins og hlustuðu á Jesú kenna.

Samverjarnir buðu Jesú að stoppa hjá sér í borginni. Hann kenndi fólkinu þar í tvo daga og margir fóru að trúa á hann. Þeir sögðu við samversku konuna: ‚Við erum búnir að hlusta á manninn og núna vitum við að hann er í alvörunni frelsari heimsins.‘

„‚Komið!‘ Allir sem eru þyrstir komi og allir sem vilja drekki ókeypis af vatni lífsins.“ – Opinberunarbókin 22:17.

Spurningar: Af hverju var samverska konan hissa á að Jesús skyldi tala við hana? Hvað sagði hann við hana?

Jóhannes 4:1–42

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila