Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 85 bls. 198-bls. 199 gr. 1
  • Jesús læknar á hvíldardegi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús læknar á hvíldardegi
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Farísearnir vilja ekki trúa
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Jesús læknar mann sem er blindur frá fæðingu
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • „Lærið af mér“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Jesús fordæmir andstæðinga sína
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 85 bls. 198-bls. 199 gr. 1
Farísearnir yfirheyra mann sem hafði verið blindur.

SAGA 85

Jesús læknar á hvíldardegi

Farísearnir hötuðu Jesú og reyndu að finna leið til að geta handtekið hann. Þeir sögðu að hann ætti ekki að lækna fólk á hvíldardegi. Einn hvíldardag sá Jesús blindan mann vera að betla á götunni. Hann sagði við lærisveinana: ‚Sjáið hvernig kraftur Guðs hjálpar þessum manni.‘ Jesús blandaði munnvatninu sínu við mold og bjó til leðju og setti hana á augun á manninum. Jesús sagði við hann: ‚Farðu og þvoðu augun í Sílóamlaug.‘ Maðurinn gerði það og í fyrsta skipti á ævinni gat hann séð.

Fólkið var steinhissa og sagði: ‚Er þetta maðurinn sem var vanur að sitja og betla, eða er þetta bara einhver sem er líkur honum?‘ Maðurinn sagði: ‚Ég er sá sem fæddist blindur.‘ Fólkið spurði hann: ‚Af hverju ertu ekki blindur lengur?‘ Þegar hann sagði fólkinu hvað hafði gerst fór það með hann til faríseanna.

Maðurinn sagði við faríseana: ‚Jesús smurði leðju á augun á mér og sagði mér að fara og þvo hana af. Ég gerði það og núna sé ég.‘ Farísearnir sögðu: ‚Fyrst Jesús læknar á hvíldardegi getur ekki verið að hann fái kraft sinn frá Guði.‘ En aðrir sögðu: ‚Ef hann væri ekki með kraft frá Guði gæti hann ekkert læknað.‘

Farísearnir kölluðu á foreldra mannsins og spurðu: ‚Hvernig stendur á því að sonur ykkar getur séð núna?‘ Foreldrar hans voru hræddir af því að farísearnir voru búnir að segja að þeir myndu reka alla sem trúðu á Jesú út úr samkunduhúsinu. Þau sögðu þess vegna: ‚Við vitum það ekki. Spyrjið hann sjálfan.‘ Farísearnir spurðu manninn fleiri spurninga, þangað til hann sagði: ‚Ég er búinn að segja ykkur allt sem ég veit. Af hverju haldið þið áfram að spyrja?‘ Farísearnir urðu reiðir og ráku hann út.

Jesús fór til mannsins og spurði hann: ‚Trúir þú á Messías?‘ Maðurinn svaraði: ‚Ég myndi gera það ef ég vissi hver hann væri.‘ Jesús sagði: ‚Ég er Messías.‘ Jesús læknaði ekki bara manninn. Hann hjálpaði honum líka að trúa á Messías. Var það ekki fallegt af honum?

„Ykkur skjátlast því að þið þekkið hvorki Ritningarnar né mátt Guðs.“ – Matteus 22:29.

Spurningar: Hvernig hjálpaði Jesús blinda manninum? Af hverju hötuðu farísearnir Jesú?

Jóhannes 9:1–41

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila