Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 84 bls. 196-bls. 197 gr. 4
  • Jesús gengur á vatni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jesús gengur á vatni
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Jesús getur verndað okkur
    Lærum af kennaranum mikla
  • Skipreka á eyju
    Biblíusögubókin mín
  • Ákjósanlegur stjórnandi
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Jesús gefur þúsundum að borða
    Lærum af sögum Biblíunnar
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 84 bls. 196-bls. 197 gr. 4
Jesús gengur á vatni og segir Pétri að koma til sín.

SAGA 84

Jesús gengur á vatni

Jesús gat ekki bara læknað veika og reist dána til lífs aftur. Hann gat líka stjórnað vindinum og rigningunni. Jesús var búinn að vera að biðja uppi á fjalli. Þá horfði hann niður á Galíleuvatn og sá að það var kominn stormur. Postularnir voru í bátnum og voru að reyna að róa á móti vindinum. Jesús kom niður af fjallinu og gekk út á vatnið á móti bátnum. Postularnir urðu hræddir þegar þeir sáu einhvern koma gangandi á vatninu. En Jesús sagði: ‚Ekki vera hræddir. Þetta er ég.‘

Jesús gengur á vatni og segir Pétri að koma til sín.

Pétur sagði: ‚Drottinn, ef þetta er í alvörunni þú, segðu mér þá að koma til þín.‘ Jesús sagði við Pétur: ‚Komdu til mín.‘ Pétur steig út úr bátnum og labbaði í áttina til Jesú í storminum. En þegar hann kom nær honum fór hann að hugsa um storminn og varð hræddur. Hann fann að hann var byrjaður að sökkva. Pétur hrópaði: „Drottinn, bjargaðu mér!“ Jesús greip í höndina á honum og sagði: ‚Af hverju fórstu að efast? Ertu með svona litla trú?‘

Um leið og Jesús og Pétur stigu upp í bátinn hætti stormurinn. Hvernig heldurðu að postulunum hafi liðið? Þeir sögðu: ‚Þú ert í alvöru sonur Guðs.‘

Þetta var ekki í eina skiptið sem Jesús stjórnaði veðrinu. Einu sinni þegar Jesús og postularnir voru að sigla yfir vatnið fór Jesús að sofa aftast í bátnum. Það kom mikill stormur á meðan hann var sofandi. Öldurnar skullu yfir bátinn og hann var að fyllast af vatni. Postularnir vöktu Jesú og hrópuðu: ‚Kennari! Við erum að deyja. Hjálpaðu okkur!‘ Jesús fór á fætur og sagði við vatnið: „Þegiðu!“ Vindurinn hætti strax og vatnið varð slétt. Jesús spurði postulana: ‚Hafið þið enga trú?‘ Þeir sögðu hver við annan: ‚Meira að segja vindurinn og vatnið hlýða honum.‘ Postularnir lærðu að þeir þyrftu ekki að vera hræddir við neitt ef þeir treystu Jesú algjörlega.

„Hvar væri ég ef ég tryði ekki að ég fengi að njóta góðvildar Jehóva eins lengi og ég lifi?“ – Sálmur 27:13.

Spurningar: Af hverju byrjaði Pétur að sökkva? Hvað lærðu postularnir af Jesú?

Matteus 8:23–27; 14:23–34; Markús 4:35–41; 6:45–52; Lúkas 8:22–25; Jóhannes 6:16–21

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila