Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 89 bls. 208-bls. 209 gr. 1
  • Pétur segist ekki þekkja Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Pétur segist ekki þekkja Jesú
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Lasarus reistur upp frá dauðum
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Leiddur fyrir Annas og Kaífas
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Hvernig getum við sigrast á ótta?
    Lærum af kennaranum mikla
  • Pétur afneitar Jesú
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 89 bls. 208-bls. 209 gr. 1
Pétur segist ekki þekkja Jesú þegar hann er í garðinum við hús Kaífasar.

SAGA 89

Pétur segist ekki þekkja Jesú

Þegar Jesús var í herberginu uppi á efri hæðinni með postulunum sagði hann við þá: ‚Þið eigið allir eftir að yfirgefa mig í nótt.‘ Pétur sagði: ‚Ekki ég! Þó að allir hinir yfirgefi þig mun ég aldrei gera það.‘ En Jesús sagði við Pétur: ‚Áður en hani galar muntu segja þrisvar sinnum að þú þekkir mig ekki.‘

Þegar hermennirnir fóru með Jesú til Kaífasar flúðu flestir postularnir. En tveir þeirra fóru á eftir honum með hópnum. Annar þeirra var Pétur. Hann fór inn í garðinn við hús Kaífasar og hlýjaði sé við eldinn. Þjónustustúlka sá andlit Péturs í birtunni frá eldinum og hún sagði: ‚Ég veit hver þú ert! Þú varst með Jesú!‘

Pétur sagði: ‚Nei! Ég veit ekki um hvað þú ert að tala!‘ Hann fór í áttina að hliðinu. En fljótlega sá önnur þjónustustúlka hann og sagði við fólkið: „Þessi maður var með Jesú!“ Pétur sagði: ‚Ég þekki ekki einu sinni Jesú!‘ Annar maður sagði: ‚Þú ert einn af þeim! Þú talar eins og Galíleumaður, þaðan sem Jesús er.‘ En Pétur sagði: ‚Ég sver! Ég þekki hann ekki!‘

Þá galaði hani. Pétur sá að Jesús sneri sér við og horfði á hann. Þá mundi hann eftir því sem Jesús hafði sagt og hann fór út og hágrét.

Á sama tíma komu mennirnir í æðstaráðinu saman í húsi Kaífasar til að dæma Jesú. Þeir voru búnir að ákveða að drepa Jesú og núna þurftu þeir bara að finna afsökun fyrir því. En þeir fundu ekkert til að dæma hann fyrir. Að lokum spurði Kaífas Jesú beint út: ‚Ertu sonur Guðs?‘ Jesús sagði: ‚Ég er það.‘ Kaífas sagði: ‚Við þurfum ekki meiri sannanir. Þetta er guðlast!‘ Dómararnir voru sammála og sögðu: ‚Þessi maður skal deyja.‘ Þeir börðu Jesú, hræktu á hann, bundu fyrir augun á honum, slógu hann og sögðu: ‚Ef þú ert spámaður, segðu okkur þá hver sló þig.‘

Þegar það var kominn dagur fóru þeir með Jesú í sal æðstaráðsins og spurðu aftur: ‚Ert þú sonur Guðs?‘ Jesús svaraði: „Þið segið að ég sé það.“ Þá dæmdu þeir hann fyrir guðlast og fóru með hann í höll Pontíusar Pílatusar, rómverska landstjórans. Hvað gerðist næst? Við skulum lesa um það í næstu sögu.

„Sú stund … er reyndar komin, að þið tvístrist. Þið farið hver og einn heim til ykkar og skiljið mig einan eftir. En ég er ekki einn því að faðirinn er með mér.“ – Jóhannes 16:32.

Spurningar: Hvað gerðist í garðinum við hús Kaífasar? Fyrir hvað var Jesús dæmdur til dauða?

Matteus 26:31–35, 57–27:2; Markús 14:27–31, 53–15:1; Lúkas 22:55–71; Jóhannes 13:36–38; 18:15–18, 25–28

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila