Inngangur að 13. hluta
Jesús kom til jarðar til að gefa líf sitt fyrir ófullkomið fólk. Hann sigraði heiminn þó að hann hafi dáið. Jehóva var trúr syni sínum og reisti hann aftur til lífs. Jesús var auðmjúkur og þjónaði öðrum alveg þangað til hann dó. Og hann fyrirgaf þeim þegar þeir gerðu mistök. Jesús birtist lærisveinum sínum eftir að hann reis upp. Hann kenndi þeim að sinna mikilvæga verkefninu sem hann gaf þeim. Ef þú átt börn skaltu hjálpa þeim að skilja að við tökum þátt í sama verkefni núna.