Inngangur að 11. hluta
Í þessum hluta kynnumst við grísku ritningunum. Jesús fæddist inn í lágt setta fjölskyldu sem bjó í litlum bæ. Hann vann með pabba sínum sem var smiður. Jesús var sá sem átti eftir að bjarga mannkyninu. Jehóva hafði valið hann sem konung í ríkinu á himnum. Ef þú átt börn skaltu hjálpa þeim að skilja hversu vandlega Jehóva valdi fjölskylduna og þær aðstæður sem Jesús myndi alast upp við. Leggðu áherslu á hvernig Jehóva verndaði Jesú með því að koma í veg fyrir að Heródes myrti hann og að ekkert getur hindrað fyrirætlun Jehóva. Takið eftir hvernig Jehóva valdi Jóhannes til að ryðja brautina fyrir Jesú. Leggðu áherslu á hvernig Jesús sýndi að hann elskaði lög Jehóva, meira að segja þegar hann var ungur.