Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • es20 bls. 78-88
  • Ágúst

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ágúst
  • Rannsökum daglega ritningarnar – 2020
  • Millifyrirsagnir
  • Laugardagur 1. ágúst
  • Sunnudagur 2. ágúst
  • Mánudagur 3. ágúst
  • Þriðjudagur 4. ágúst
  • Miðvikudagur 5. ágúst
  • Fimmtudagur 6. ágúst
  • Föstudagur 7. ágúst
  • Laugardagur 8. ágúst
  • Sunnudagur 9. ágúst
  • Mánudagur 10. ágúst
  • Þriðjudagur 11. ágúst
  • Miðvikudagur 12. ágúst
  • Fimmtudagur 13. ágúst
  • Föstudagur 14. ágúst
  • Laugardagur 15. ágúst
  • Sunnudagur 16. ágúst
  • Mánudagur 17. ágúst
  • Þriðjudagur 18. ágúst
  • Miðvikudagur 19. ágúst
  • Fimmtudagur 20. ágúst
  • Föstudagur 21. ágúst
  • Laugardagur 22. ágúst
  • Sunnudagur 23. ágúst
  • Mánudagur 24. ágúst
  • Þriðjudagur 25. ágúst
  • Miðvikudagur 26. ágúst
  • Fimmtudagur 27. ágúst
  • Föstudagur 28. ágúst
  • Laugardagur 29. ágúst
  • Sunnudagur 30. ágúst
  • Mánudagur 31. ágúst
Rannsökum daglega ritningarnar – 2020
es20 bls. 78-88

Ágúst

Laugardagur 1. ágúst

„Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar.“ – Rómv. 5:8.

Á samkomum erum við reglulega minnt á það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir okkur. Við reynum að líkja eftir Jesú alla daga þar sem við erum full þakklætis. (2. Kor. 5:14, 15) Auk þess finnum við okkur knúin til að lofa Jehóva fyrir að greiða lausnargjaldið í okkar þágu. Við getum meðal annars gert það með því að gefa einlæg svör á samkomum. Við getum sýnt hve mikið við elskum Jehóva og son hans með því að vera fús til að færa fórnir fyrir þá. Oft þurfum við að færa fórnir af ýmsu tagi til að geta sótt samkomur. Í mörgum söfnuðum eru samkomur haldnar eftir vinnudag þegar við erum mjög líklega þreytt. Einnig eru haldnar samkomur um helgar þegar fólk er að hvílast. Tekur Jehóva eftir því að við mætum á samkomur þrátt fyrir að vera þreytt? Það gerir hann svo sannarlega. Því meira sem við leggjum á okkur því betur kann Jehóva að meta kærleikann sem við sýnum honum. – Mark. 12:41–44. w19.01 29 gr. 12–13

Sunnudagur 2. ágúst

„Er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana.“ – Lúk. 7:13.

Jesús upplifði sjálfur suma af þeim erfiðleikum sem fólk almennt varð fyrir. Hann virðist til dæmis hafa alist upp í fátækri fjölskyldu. Hann lærði að vinna erfiðisvinnu af Jósef, fósturföður sínum. (Matt. 13:55; Mark. 6:3) Vera má að Jósef hafi dáið einhvern tíma áður en Jesús hóf þjónustu sína. Jesús þekkti því örugglega sársaukann sem fylgir ástvinamissi. Hann vissi líka hvernig það var að vera í fjölskyldu með ólíkar trúarskoðanir. (Jóh. 7:5) Þetta og fleira hefur auðveldað honum að skilja erfiðleika og tilfinningar ófullkominna manna. Umhyggja Jesú var sérstaklega augljós þegar hann gerði kraftaverk. Hann gerði þau ekki af illri nauðsyn heldur vegna þess að hann „kenndi í brjósti um þá“ sem þjáðust. (Matt. 20:29–34; Mark. 1:40–42) Jesús fann til með fólki og vildi hjálpa því. – Mark. 7:32–35; Lúk. 7:12–15. w19.03 16 gr. 10–11

Mánudagur 3. ágúst

„Umberið hvert annað.“ – Kól. 3:13.

Þetta var síðasta kvöld Jesú sem maður á jörðinni. Hugsaðu þér hvað Jesús var undir miklu álagi það kvöld. Myndi hann vera fullkomlega trúfastur allt til dauða? Líf milljarða manna var í húfi. (Rómv. 5:18, 19) Og það sem meira máli skipti var að orðspor föður hans var einnig í húfi. (Job. 2:4) Á meðan hann borðaði síðustu máltíðina með nánustu vinum sínum, postulunum, breyttust umræður þeirra og þeir „fóru að metast um hver þeirra væri talinn mestur“. Þótt ótrúlegt megi virðast varð Jesús ekki pirraður. Hann svaraði þeim öllu heldur mildilega. Jesús var vingjarnlegur en ákveðinn þegar hann útskýrði enn og aftur fyrir postulunum hvaða viðhorf þeir ættu að hafa. Hann hrósaði þeim síðan fyrir að standa trúfastir með sér. (Lúk. 22:24–28; Jóh. 13:1–5, 12–15) Við getum líkt eftir Jesú og haldið ró okkar, jafnvel þegar við erum undir álagi, ef við höfum í huga að við gerum og segjum öll eitthvað sem fer í taugarnar á öðrum. (Orðskv. 12:18; Jak. 3:2, 5) Og hrósaðu öðrum alltaf fyrir það góða í fari þeirra. – Ef. 4:29. w19.02 11–12 gr. 16–17

Þriðjudagur 4. ágúst

Drottinn hefur reist hásæti sitt til dóms. – Sálm. 9:8.

Móselögin drógu úr líkunum á að einhver yrði ranglega ákærður fyrir glæp. Sá sem var sakaður um glæp átti rétt á að vita hver ásakaði hann. (5. Mós. 19:16–19; 25:1) Einnig þurfti að leiða fram að minnsta kosti tvö vitni til að hægt væri að sakfella hann. (5. Mós. 17:6; 19:15) En hvað ef Ísraelsmaður framdi glæp sem aðeins einn varð vitni að? Hann gat ekki reiknað með því að komast upp með glæpinn því að Jehóva sá hvað hann gerði. Jehóva er okkur fullkomin fyrirmynd. Hann gerir aldrei neitt sem er ósanngjarnt. Hann umbunar þeim sem eru trúir meginreglum hans en refsar þeim sem misbeita valdi sínu. (2. Sam. 22:21–23; Esek. 9:9, 10) Sumir fremja kannski illskuverk og virðast komast upp með það. En Jehóva dregur þá til ábyrgðar þegar hann telur réttan tíma til þess. (Orðskv. 28:13) Og ef þeir iðrast ekki komast þeir brátt að raun um að „óttalegt er að falla í hendur lifanda Guðs“. – Hebr. 10:30, 31. w19.02 23–24 gr. 20–21

Miðvikudagur 5. ágúst

„Annar eins spámaður og Móse kom aldrei aftur fram í Ísrael. Drottinn umgekkst hann augliti til auglitis.“ – 5. Mós. 34:10.

Móse leitaði til Jehóva til að fá leiðsögn og ráð. Hann var staðfastur og „öruggur eins og hann sæi hinn ósýnilega“. (Hebr. 11:24–27) Innan við tveim mánuðum eftir að Ísraelsmenn fóru út úr Egyptalandi – jafnvel áður en þeir komu að Sínaífjalli – kom upp alvarlegt vandamál. Fólkið fór að kvarta undan vatnsleysi. Það fór að finna að Móse og ástandið varð svo alvarlegt að Móse hrópaði til Jehóva: „Hvað get ég gert við þetta fólk? Það er rétt að því komið að grýta mig.“ (2. Mós. 17:4) Jehóva svaraði Móse með því að gefa honum skýrar leiðbeiningar. Hann átti að taka staf sinn og slá á klettinn við Hóreb og þá myndi vatn spretta úr honum. Við lesum: „Þetta gerði Móse frammi fyrir augum öldunga Ísraels.“ Ísraelsmenn drukku nægju sína og málið var úr sögunni. – 2. Mós. 17:5, 6. w18.07 13 gr. 4–5

Fimmtudagur 6. ágúst

„Kærleikurinn byggir upp.“ – 1. Kor. 8:1.

Jehóva notar meðal annars söfnuðinn til að byggja okkur upp í kærleika. Við getum hvert og eitt endurgoldið kærleika Jehóva með því að elska trúsystkini okkar og byggja þau upp, ekki aðeins í trúnni heldur einnig tilfinningalega. (1. Jóh. 4:19–21) Páll postuli hvatti kristna menn: „Hvetjið því og uppbyggið hvert annað, eins og þið og gerið.“ (1. Þess. 5:11) Allir í söfnuðinum – ekki bara öldungarnir – geta líkt eftir Jehóva og Jesú með því að hughreysta trúsystkin sín og byggja þau upp. (Rómv. 15:1, 2) Sumir í söfnuðinum, sem eiga við andleg veikindi að stríða, gætu þurft að fá læknisaðstoð og lyf. (Lúk. 5:31) Öldungar og aðrir í söfnuðinum gera sér grein fyrir að þeir eru ekki læknar. En þeir gegna samt mikilvægu hlutverki – að ,hughreysta ístöðulitla, taka að sér óstyrka og vera þolinmóðir við alla‘. – 1. Þess. 5:14. w18.09 14 gr. 10–11

Föstudagur 7. ágúst

„Vertu ekki hræddur því að ég er þinn Guð.“ – Jes. 41:10.

Við styrkjum traust okkar á Jehóva með því að kynnast honum betur. Og eina leiðin til að kynnast honum vel er að lesa vandlega í Biblíunni og hugleiða það sem við lesum. Í Biblíunni má finna áreiðanlegar frásögur af því hvernig Jehóva verndaði þjóna sína til forna. Þessar frásögur fullvissa okkur um að Jehóva annist okkur líka. Skoðum myndmál sem Jesaja notar til að lýsa því hvernig Jehóva verndar okkur. Hann lýsir Jehóva sem hirði og þjónum hans sem sauðum. Jesaja segir að Jehóva ,taki unglömbin í faðm sér og beri þau í fangi sínu‘. (Jes. 40:11) Við finnum vernd og erum róleg í faðmi hans. Hugleiddu vers dagsins því að það hughreystir þig og hjálpar þér að halda ró þinni þegar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum. Það mun styrkja þig í þeim erfiðleikum sem þú átt eftir að standa frammi fyrir. w19.01 7 gr. 17–18

Laugardagur 8. ágúst

„Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi.“ – Sálm. 40:9.

Ertu að vinna að einu eða fleiri andlegum markmiðum? Kannski ertu að reyna að lesa í Biblíunni daglega. Eða kannski ertu að reyna að verða færari í að flytja ræður eða kenna. Hvernig líður þér þegar þú sérð árangur eða þegar einhver annar tekur eftir því sem þú leggur á þig og hrósar þér? Hvert sem markmiðið er finnst þér þú eflaust hafa áorkað einhverju og ert ánægður með það. Og þú ættir að vera ánægður vegna þess að þú líkir eftir Jesú og setur vilja Guðs framar þínum eigin. (Orðskv. 27:11) Að einbeita sér að þjónustunni við Jehóva er einnig mjög ánægjulegt vegna þess að það er alltaf tilgangur með því. Páll postuli skrifaði: „Verið staðföst, óbifanleg, síauðug í verki Drottins. Þið vitið að Drottinn lætur erfiði ykkar ekki verða til ónýtis.“ (1. Kor. 15:58) Aftur á móti er alltaf tilgangslaust að sækjast eftir frama í heiminum, jafnvel þó að það virðist í fyrstu bera árangur. – Lúk. 9:25. w18.12 22 gr. 12–13

Sunnudagur 9. ágúst

„Réttlátir fá landið til eignar.“ – Sálm. 37:29.

Davíð var að tala um tímann þegar fólk á jörðinni lifir í samræmi við réttláta vegi Guðs. (2. Pét. 3:13) Í spádóminum í Jesaja 65:22 segir: „Þjóð mín mun ná aldri trjánna.“ Það merkir að fólk muni lifa um þúsundir ára. Í Opinberunarbókinni 21:1–4 segir að Guð muni blessa mennina og ein blessunin verður sú að „dauðinn mun ekki framar til vera“. Adam og Eva misstu paradísina í Eden, en hún glataðist ekki að eilífu. Guð mun blessa fólk á jörðinni rétt eins og hann lofaði. Davíð var innblásið að skrifa að hinir hógværu og réttlátu myndu erfa jörðina og lifa á henni að eilífu. (Sálm. 37:11) Spádómarnir í bók Jesaja gefa okkur ærna ástæðu til að hlakka til þess dásamlega tíma sem er fram undan. (Jes. 11:6–9; 35:5–10; 65:21–23) Hvenær verður það? Þegar það sem Jesús lofaði glæpamanninum rætist. (Lúk. 23:43) Þú getur verið í þeirri paradís. w18.12 7 gr. 22–23

Mánudagur 10. ágúst

„Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru.“ – Orðskv. 4:23.

Getum við komist algerlega hjá hugmyndum heimsins? Nei, við getum ekki farið út úr heiminum. Einhver kynni af hugmyndum heimsins eru því óumflýjanleg. (1. Kor. 5:9, 10) Í boðuninni heyrum við fólk tala um rangar trúarkenningar. En þó að við getum ekki komist algerlega hjá röngum hugmyndum þurfum við alls ekki að hugleiða þær eða viðurkenna. Við ættum að vera fljót að hafna hugsunum sem þjóna tilgangi Satans, rétt eins og Jesús gerði. Þar að auki getum við verndað okkur gegn óþarfa áhrifum frá hugarfari heimsins. Við ættum til dæmis að vanda val okkar á nánum vinum. Biblían segir okkur til viðvörunar að við smitumst af hugarfari fólks sem þjónar ekki Jehóva ef við höfum náinn félagsskap við það. (Orðskv. 13:20; 1. Kor. 15:12, 32, 33) Og með því að hafna afþreyingarefni sem heldur þróunarkenningunni á lofti eða ýtir undir ofbeldi og siðleysi forðumst við að spilla hugarfari okkar með hugmyndum sem eru „gegn þekkingunni á Guði“. – 2. Kor. 10:5. w18.11 21 gr. 16–17

Þriðjudagur 11. ágúst

„Ég gangi í sannleika þínum.“ – Sálm. 86:11.

Hvernig getum við verið enn ákveðnari í að ganga í sannleikanum? Ein leið til þess er að gera sitt ýtrasta til að kenna öðrum sannleika Biblíunnar. Þannig höfum við gott tak á orði Guðs, andlegu sverði okkar. (Ef. 6:17) Öll viljum við ,fara rétt með orð sannleikans‘ og verða færari kennarar. (2. Tím. 2:15) Þegar við hjálpum öðrum að kaupa sannleika og hafna falskenningum festum við orð Guðs í huga okkar og hjarta og verðum enn ákveðnari í að ganga í sannleikanum. Sannleikurinn er verðmæt gjöf frá Jehóva. Vegna hennar höfum við eignast það dýrmætasta sem við eigum, náið samband við himneskan föður okkar. Það sem hann hefur kennt okkur hingað til er aðeins forsmekkurinn af því sem við eigum í vændum. Guð hefur lofað okkur eilífðinni til að bæta við þann sannleika sem við höfum þegar keypt. Láttu þér því annt um sannleikann eins og um fagra perlu. Haltu áfram að ,kaupa sannleika, og seldu hann ekki‘. – Orðskv. 23:23. w18.11 8 gr. 2; 12 gr. 15–17

Miðvikudagur 12. ágúst

Nói var boðberi réttlætisins. – 2. Pét. 2:5.

Boðun Nóa í aðdraganda flóðsins hlýtur að hafa falið í sér viðvörun um eyðinguna sem var í vændum. Tökum eftir því sem Jesús sagði: „Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki [„gáfu engan gaum að“, NW] fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.“ (Matt. 24:38, 39) Nói flutti ótrauður viðvörunarboðskap Jehóva þó að fólk léti sér fátt um finnast. Nú á dögum boðum við ríki Guðs til að gefa fólki tækifæri til að kynnast vilja hans með mannkynið. Rétt eins og Jehóva óskum við þess að fólk gefi boðskapnum gaum og haldi lífi. (Esek. 18:23) Þegar við boðum trúna hús úr húsi og á götum úti vörum við jafnframt eins marga og hægt er við því að ríki Guðs sé í þann mund að koma til að binda enda á þennan óguðlega heim. – Esek. 3:18, 19; Dan. 2:44; Opinb. 14:6, 7. w18.05 19 gr. 8–9

Fimmtudagur 13. ágúst

„Sannsögult vitni mælir það sem rétt er.“ – Orðskv. 12:17.

Hvað ættirðu að gera ef yfirvöld banna starfsemi safnaðarins í landinu þar sem þú býrð og þú ert kallaður í yfirheyrslu og spurður um trúsystkini þín? Þarftu að segja þeim allt sem þú veist? Hvað gerði Jesús þegar hann var yfirheyrður af rómverska landstjóranum? Stundum sagði hann ekki orð, enda segir meginregla Biblíunnar: „Að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma.“ (Préd. 3:1, 7; Matt. 27:11–14) Í slíkum aðstæðum er betra að þegja svo að við stofnum trúsystkinum okkar ekki í hættu. (Orðskv. 10:19; 11:12) Hvað gerirðu ef náinn vinur eða ættingi syndgar alvarlega og þú veist af því? Þú „mælir það sem rétt er“. Þú átt að segja öldungunum alveg eins og er og ekki draga neitt undan. Þeir eiga rétt á að fá að heyra alla söguna svo að þeir geti ákveðið hvernig best sé að hjálpa þeim sem syndgaði að endurheimta sambandið við Jehóva. – Jak. 5:14, 15. w18.10 10 gr. 17–18

Föstudagur 14. ágúst

„Hvetjið því og uppbyggið hvert annað.“ – 1. Þess. 5:11.

Hvernig getum við byggt aðra upp í kærleika? Ein leið er að vera góður hlustandi. (Jak. 1:19) Að hlusta með samúð er merki um kærleika. Til að geta sett þig í spor þess sem líður illa geturðu spurt hann spurninga af nærgætni. Þannig geturðu sýnt samúð og byggt trúsystkini þitt upp. Láttu í ljós einlæga umhyggju og kærleika með svipbrigðum þínum. Ef trúsystkini þitt finnur þörf á að útskýra málin í minnstu smáatriðum skaltu vera þolinmóður og hlusta án þess að grípa fram í. Þegar þú hlustar með þolinmæði er líklegra að þú skiljir tilfinningar bróður þíns eða systur. Það getur hjálpað þeim sem þjáist að treysta þér og vera opnari fyrir því að hlusta þegar þú reynir að byggja hann upp. Þegar aðrir finna að þér er annt um þá getur það verið þeim mikil huggun. w18.09 14 gr. 10; 15 gr. 13

Laugardagur 15. ágúst

„Kauptu sannleika.“ – Orðskv. 23:23.

Tími er gjald sem allir þurfa að greiða til að geta keypt sannleika. Það tekur tíma að hlusta á boðskapinn um ríkið, lesa í Biblíunni og biblíutengdum ritum, vera iðinn við biblíunám og búa sig undir samkomur og sækja þær. Við verðum að taka tíma frá öðru sem skiptir minna máli. (Ef. 5:15, 16) Hve mikinn tíma tekur það að afla sér nákvæmrar þekkingar á grundvallarsannindum Biblíunnar? Það fer eftir aðstæðum. Við getum endalaust lært meira um visku Jehóva, vegi hans og verk. (Rómv. 11:33) Í fyrsta tölublaði Varðturnsins var sannleikanum líkt við „látlaust, lítið blóm“. Þar stóð: „Láttu þér ekki nægja eitt sannleiksblóm. Ef eitt myndi nægja væru þau ekki fleiri. Haltu áfram að safna þeim og leitaðu að fleirum.“ Þótt við lifðum að eilífu getum við alltaf lært eitthvað nýtt um Jehóva. Það sem máli skiptir er að við notum skynsamlega þann tíma sem við höfum núna þannig að við getum keypt eins mikinn sannleika og aðstæður okkar leyfa. w18.11 4 gr. 7

Sunnudagur 16. ágúst

„Karlmenn, elskið konur ykkar.“ – Ef. 5:25.

Eiginmenn eru hvattir til að ,sýna eiginkonum sínum nærgætni‘, það er að segja skilning og tillitssemi. (1. Pét. 3:7) Að sýna skilning helst í hendur við að sýna tillitssemi. Skilningsríkur maður veit til dæmis að eiginkonan er honum alls ekki óæðri þótt hún sé ólík honum að mörgu leyti. (1. Mós. 2:18) Hann tekur tillit til tilfinninga hennar og sýnir henni virðingu. Umhyggjusamur eiginmaður tekur einnig tillit til eiginkonu sinnar í samskiptum við aðrar konur. Hann daðrar aldrei við þær eða sýnir þeim óviðeigandi áhuga. Hann notar ekki heldur samskiptamiðla eða netið til þess. (Job. 31:1) Hann er eiginkonu sinni trúr, ekki aðeins af því að hann elskar hana heldur af því að hann elskar Guð og hatar það sem er illt. – Sálm. 19:15; 97:10. w18.09 29 gr. 3–4

Mánudagur 17. ágúst

„Sá sem minnstur er meðal ykkar allra, hann er mestur.“ – Lúk. 9:48.

Hvers vegna er hægara sagt en gert að fara eftir því sem við lærum í orði Guðs? Ein ástæða er sú að það krefst auðmýktar að gera það sem er rétt. Á þessum „síðustu dögum“ reynir stöðugt á auðmýkt okkar því að margir eru „sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir“ og „taumlausir“. (2. Tím. 3:1–3) Við sem þjónum Guði vitum að þess konar hegðun er slæm. En stundum lítur út fyrir að þeim vegni vel sem hegða sér þannig og að þeir lifi góðu lífi. (Sálm. 37:1; 73:3) Við gætum jafnvel velt fyrir okkur hvort það sé þess virði að setja hag annarra framar okkar eigin. Við hugsum kannski með okkur að fólk missi virðingu fyrir okkur ef við sýnum auðmýkt. Ef við látum sjálfselsku heimsins hafa áhrif á okkur gæti það skaðað vináttuna við trúsystkini okkar og við gætum glatað því sem einkennir okkur sem kristna menn. En við hljótum umbun þegar við kynnum okkur þær góðu fyrirmyndir sem sagt er frá í Biblíunni og líkjum eftir þeim. w18.09 3 gr. 1

Þriðjudagur 18. ágúst

„Sælla er að gefa en þiggja.“ – Post. 20:35.

Í fyrstu var Jehóva aleinn. En þegar hann byrjaði að skapa hafði hann ekki aðeins sjálfan sig í huga. Öllu heldur gaf hann vitibornum verum, bæði andaverum og mönnum, lífið að gjöf. Jehóva, ,hinn sæli Guð‘, hefur yndi af að gefa góðar gjafir. (1. Tím. 1:11, Biblían 1912; Jak. 1:17) Hann vill líka að við séum hamingjusöm og kennir okkur þess vegna að vera örlát. (Rómv. 1:20) Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. (1. Mós. 1:27) Með öðrum orðum vorum við sköpuð til að endurspegla eiginleika hans. Til að geta verið hamingjusöm og lifað innihaldsríku lífi verðum við því að líkja eftir Jehóva með því að vera örlát og láta okkur umhugað um aðra. (Fil. 2:3, 4; Jak. 1:5) Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að Jehóva skapaði okkur þannig. Við getum líkt eftir örlæti hans þó að við séum ófullkomin. Jehóva vill að mennirnir líki eftir sér og þess vegna gleðjum við hann þegar við erum örlát. – Ef. 5:1. w18.08 18 gr. 1–2; 19 gr. 4

Miðvikudagur 19. ágúst

„Mínir sauðir heyra raust mína.“ – Jóh. 10:27.

Fylgjendur Krists sýna að þeir hlusta á hann með því að fara eftir því sem hann segir. Þeir láta „áhyggjur þessa lífs“ ekki trufla sig. (Lúk. 21:34) Öllu heldur einbeita þeir sér fyrst og fremst að því að hlýða boðum Jesú, líka við erfiðar aðstæður. Trúsystkini okkar eru Jehóva trúföst hvað sem það kostar. Önnur leið til að sýna að við hlustum á Jesú er að vinna vel með þeim sem hann hefur valið til að fara með forystuna. (Hebr. 13:7, 17) Gerðar hafa verið margar breytingar á síðustu árum í söfnuði Guðs. Við höfum meðal annars fengið ný hjálpargögn og notum nýjar aðferðir við boðunina. Dagskráin fyrir samkomuna í miðri viku hefur breyst og við höfum nýjan hátt á þegar við byggjum ríkissali, gerum þá upp og viðhöldum þeim. Við kunnum virkilega að meta þessa vandlega úthugsuðu leiðsögn sem endurspeglar kærleika safnaðar Guðs. Við getum verið viss um að Jehóva blessar það sem við leggjum á okkur til að fylgja tímabærum leiðbeiningum safnaðarins. w19.03 10–11 gr. 11–12

Fimmtudagur 20. ágúst

Við eigum ekki að berast fram og aftur tæld af slægum mönnum. – Ef. 4:14.

Saga, sem er aðeins 10 prósent sönn, er 100 prósent villandi. Við getum dregið lærdóm af Ísraelsmönnum sem bjuggu vestan við Jórdan á dögum Jósúa. (Jós. 22:9–34) Þeir fréttu að Ísraelsmenn austan árinnar hefðu reist stórt og mikið altari. Þessi hluti fréttarinnar átti við rök að styðjast. En þar með var ekki öll sagan sögð. Ísraelsmenn vestan árinnar drógu samt þá ályktun að bræður þeirra fyrir austan hefðu gert uppreisn gegn Jehóva. (Jós. 22:9–12) En áður en þeir létu til skarar skríða gegn þeim sendu þeir sem betur fer nokkra trausta menn til að afla upplýsinga. Að hverju komust þeir? Altarið var reist sem minnismerki en ekki til að færa fórnir á því. Það átti að minna komandi kynslóðir á að þeir hefðu líka verið trúir þjónar Jehóva. Ísraelsmenn vestan árinnar hljóta að hafa verið mjög ánægðir. Takmörkuð vitneskja hefði getað orðið til þess að þeir brytjuðu niður bræður sína en í staðinn gáfu þeir sér tíma til að afla sér réttra upplýsinga. w18.08 5 gr. 9–10

Föstudagur 21. ágúst

„Sá er hyggst standa gæti því vel að sér að hann falli ekki.“ – 1. Kor. 10:12.

Eins og Páll benti á geta jafnvel sannir tilbiðjendur Jehóva farið að gera það sem er rangt. Þeir sem láta undan þeirri freistingu gætu haldið að Jehóva hafi enn velþóknun á þeim. En það eitt að vilja vera vinur Jehóva eða að segjast vera honum trúr þýðir ekki endilega að hann hafi velþóknun á manni. (1. Kor. 10:1–5) Ísraelsmenn urðu óþreyjufullir þegar Móse kom ekki eins fljótt niður af Sínaífjalli og þeir bjuggust við. Eins gætum við orðið óþreyjufull ef okkur finnst endi þessa heimskerfis hafa seinkað og nýi heimurinn vera víðs fjarri. Við gætum farið að hugsa sem svo að það sé langt þangað til þessi loforð rætast eða að þau séu of góð til að vera sönn. Ef við gætum ekki að okkur getur slíkur hugsunarháttur orðið til þess að við förum að leggja meiri áherslu á eigin langanir en það sem Jehóva vill. Með tímanum gætum við fjarlægst Jehóva og að lokum farið að gera eitthvað sem okkur hafði ekki órað fyrir þegar við vorum sterk í trúnni. w18.07 21 gr. 17–18

Laugardagur 22. ágúst

„Einnig þetta, sem þú sagðir, mun ég gera því að þú hefur fundið náð fyrir augum mínum og ég þekki þig með nafni.“ – 2. Mós. 33:17.

Jehóva getur þekkt okkur persónulega og því fylgir dásamleg blessun. En hvað þurfum við að gera til að verða vinir hans? Við þurfum að elska hann og vígja líf okkar honum. (1. Kor. 8:3) Við þurfum líka að varðveita dýrmætt samband okkar við himneskan föður okkar. Rétt eins og kristnir menn í Galatíu, sem Páll skrifaði, verðum við að varast að þjóna ,veikum og fátæklegum vættum‘ þessa heims, þar með talið að sækjast eftir hylli hans. (Gal. 4:9) Þessi trúsystkini Páls höfðu kynnst Guði það vel að þau voru orðin vinir hans. En þessi sami hópur hafði síðan „snúið aftur“ til þessara einskisnýtu vætta, það er að segja hluta sem heimurinn sækist eftir. Páll var efnislega að segja: „Fyrst þið hafið náð svona langt af hverju snúið þið ykkur þá aftur að þessum heimskulegu og einskisverðu hlutum sem þið höfðuð snúið baki við?“ w18.07 8 gr. 5–6

Sunnudagur 23. ágúst

„Hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn.“ – Orðskv. 1:5.

Sem betur fer þurfum við ekki að læra í hörðum skóla reynslunnar hvaða afleiðingar það hefur að brjóta lög Guðs. Við getum lært af mistökum annarra sem sagt er frá í Biblíunni. Við fáum fyrsta flokks kennslu hjá Jehóva, til dæmis þegar við lesum frásögur Biblíunnar og hugleiðum þær. Hugsaðu þér kvöl Davíðs konungs eftir að hann óhlýðnaðist fyrirmælum Jehóva og framdi hjúskaparbrot með Batsebu. (2. Sam. 12:7–14) Þegar við lesum og hugleiðum þessa frásögu er gott að velta fyrir sér hvernig Davíð hefði getað umflúið sársaukann sem hlaust af því sem hann gerði. Hvað myndir þú gera ef þú stæðir í svipuðum sporum og hann? Myndirðu flýja eins og Jósef eða láta undan eins og Davíð? (1. Mós. 39:11–15) Við verðum enn staðráðnari í að ,hata hið illa‘ ef við hugleiðum hve slæmar afleiðingar það hefur að syndga. – Amos 5:15. w18.06 17 gr. 5, 7

Mánudagur 24. ágúst

Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. – Matt. 22:21.

Óréttlæti ýtir oft undir að fólk blandi sér í stjórnmál. Skattlagning var hitamál á dögum Jesú. Þegnar Rómaveldis, þeirra á meðal áheyrendur Jesú, þurftu að borga skatta af vörum, landi og húsum svo fátt eitt sé nefnt. Og ekki bætti úr skák að skattheimtumenn voru spilltir. Stundum gátu menn keypt sér slíka valdastöðu á opinberu uppboði og grætt síðan á skattheimtunni. Sakkeus var yfirtollheimtumaður í Jeríkó sem varð ríkur á því að kúga fé af fólki. (Lúk. 19:2, 8) Sömu sögu var eflaust að segja um marga aðra skattheimtumenn. Óvinir Jesú lögðu gildru fyrir hann með því að reyna að fá hann til að taka afstöðu í skattamáli. Um var að ræða skatt upp á einn denar sem allir þegnar Rómaveldis áttu að greiða. (Matt. 22:16–18) Gyðingum var sérstaklega í nöp við þennan skatt því að hann minnti þá á að Rómverjar réðu yfir þeim. w18.06 5–6 gr. 8–10

Þriðjudagur 25. ágúst

„Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.“ – Gal. 6:7.

Þeir sem velja að standa Satans megin fórna alltaf meiru en þeir fá. (Job. 21:7–17; Gal. 6:8) Af hverju er gott fyrir okkur að vita hve víðtæk áhrif Satan hefur? Það hjálpar okkur að sjá veraldleg yfirvöld í réttu ljósi og er okkur hvatning til að boða fagnaðarerindið. Við vitum að Jehóva vill að við virðum yfirvöld. (1. Pét. 2:17) Hann ætlast til að við hlýðum lögum yfirvalda svo framarlega sem þau stangast ekki á við mælikvarða hans. (Rómv. 13:1–4) En við vitum líka að við verðum að vera hlutlaus. Við megum aldrei taka afstöðu með ákveðnum stjórnmálaflokki eða leiðtoga. (Jóh. 17:15, 16; 18:36) Við vitum að Satan reynir að fela nafn Jehóva og koma óorði á hann og það er okkur sterk hvöt til að kenna fólki sannleikann um Jehóva. Við erum stolt að mega bera nafn hans og nota það, og við vitum að það er miklu meiri umbun fólgin í því að elska hann en að elska peninga eða efnislega hluti. – Jes. 43:10; 1. Tím. 6:6–10. w18.05 24 gr. 8–9

Miðvikudagur 26. ágúst

„Konan skuli ekki skilja við mann sinn.“ – 1. Kor. 7:10.

Er réttlætanlegt að slíta samvistum ef vandamál koma upp? Biblían nefnir ekki ástæður fyrir því að hjón geti slitið samvistum. Páll skrifaði: „Kona, sem á vantrúaðan mann, og hann lætur sér vel líka að búa saman við hana, láti ekki manninn frá sér fara.“ (1. Kor. 7:12, 13, Biblían 1912) Þessar leiðbeiningar eru enn í fullu gildi. Dæmi eru um að ,vantrúaður maður‘ sýni fram á að hann lætur sér það ekki „vel líka að búa saman við“ eiginkonu sína. Vera má að hann beiti hana alvarlegu ofbeldi, jafnvel svo að henni finnist heilsu sinni eða lífi stofnað í hættu. Kannski neitar hann að sjá henni og fjölskyldunni farborða eða gerir henni verulega erfitt fyrir að þjóna Jehóva og vera honum trú. Í slíkum tilfellum gæti eiginkonan metið það svo að maðurinn láti sér það ekki „vel líka að búa saman við hana“, þótt hann kunni að halda öðru fram, og ákveðið að nauðsynlegt sé að slíta samvistum við hann. En sumir þjónar Guðs í álíka erfiðum aðstæðum hafa ákveðið að fara ekki frá maka sínum. Þeir hafa þraukað og reynt að bæta hjónabandið. w18.12 13 gr. 14, 16; 14 gr. 17

Fimmtudagur 27. ágúst

Þeir bera ávöxt með stöðuglyndi. – Lúk. 8:15.

Í dæmisögunni um sáðmanninn í Lúkasi 8:5–8, 11–15 er sáðkornið „Guðs orð“, það er að segja boðskapurinn um ríki Guðs. Jarðvegurinn táknar hjörtu manna. Kornið, sem féll í góðan jarðveg, spíraði, festi rætur og bar „hundraðfaldan ávöxt“. Við varðveittum boðskapinn rétt eins og góði jarðvegurinn í dæmisögunni varðveitti fræið. Boðskapurinn um ríki Guðs festi rætur í hjarta okkar og óx þar til hann gat borið ávöxt. Ávöxturinn, sem við berum, er fræ Guðsríkis en ekki nýir lærisveinar, rétt eins og hveitiplantan ber fræ en ekki nýjar plöntur. Hvernig berum við fræ Guðsríkis? Í hvert sinn sem við boðum ríki Guðs á einhvern hátt má segja að við myndum sams konar fræ og sáð var í hjarta okkar og dreifum því. (Lúk. 6:45; 8:1) Þessi dæmisaga kennir okkur að við ,berum ávöxt með stöðuglyndi‘ svo framarlega sem við höldum áfram að boða ríki Guðs. w18.05 14 gr. 10–11

Föstudagur 28. ágúst

„Ég tyfta og aga alla þá sem ég elska.“ – Opinb. 3:19.

Páll var ekki aðeins fús til að hvetja og uppörva heldur einnig að ,verja því sem hann átti og leggja sjálfan sig í sölurnar‘ fyrir trúsystkini sín. (2. Kor. 12:15) Öldungar ættu ekki aðeins að hvetja og uppörva með orðum heldur einnig að sýna einlægan áhuga sinn í verki. (1. Kor. 14:3) Öldungar þurfa stundum að gefa trúsystkinum ráð og leiðbeiningar til að styrkja þau. Þeir ættu að fylgja þeirri fyrirmynd sem er að finna í Biblíunni til að vera bæði hvetjandi og uppörvandi. Jesús er framúrskarandi dæmi um það. Eftir að hann var dáinn og upprisinn þurfti hann að gefa söfnuðunum í Efesus, Pergamos og Þýatíru beinskeyttar leiðbeiningar. En tökum eftir hvernig hann fór að. Hann byrjaði á því að hrósa þeim fyrir það sem þeir gerðu vel. (Opinb. 2:1–5, 12, 13, 18, 19) Öldungar ættu að líkja eftir fordæmi Krists þegar þeir þurfa að leiðbeina trúsystkinum. w18.04 22 gr. 8–9

Laugardagur 29. ágúst

Feður, alið börn ykkar upp með aga og fræðslu um Drottin. – Ef. 6:4.

Foreldrar, þið gerið án efa allt sem í ykkar valdi stendur til að vernda þau gegn bókstaflegum sjúkdómum. Þið haldið heimilinu hreinu og hendið öllu sem gæti orðið til þess að þið eða börnin ykkar veikist. Á sama hátt þurfið þið að vernda börnin gegn kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum og vefsíðum sem eru líklegar til að smita þau af hugsunarhætti Satans. Jehóva hefur falið ykkur það verkefni að hjálpa börnunum að verða vinir hans. (Orðskv. 1:8) Verið því ekki smeyk við að setja reglur á heimilinu byggðar á meginreglum Biblíunnar. Segið ungum börnum ykkar hvað þau megi horfa á og hvað ekki, og hjálpið þeim að skilja ástæðurnar fyrir ákvörðunum ykkar. (Matt. 5:37) Eftir því sem börnin verða eldri skuluð þið kenna þeim að greina sjálf hvað sé rétt og hvað sé rangt miðað við mælikvarða Jehóva. (Hebr. 5:14) Og munið að börnin læra jafnvel meira af því sem þið gerið. – 5. Mós. 6:6, 7; Rómv. 2:21. w19.01 16 gr. 8

Sunnudagur 30. ágúst

Aldnir og ungir lofi nafn Jehóva. – Sálm. 148:12, 13.

Hví ekki að setja þér það markmið að vingast við eldri boðbera í söfnuðinum ef þú ert kristinn unglingur? Þú gætir beðið þá að segja frá þjónustu sinni á liðnum árum. Það er mjög uppbyggilegt fyrir þig að gera þetta og það er bæði þér og þeim hvatning til að láta ljós sannleikans lýsa. Og öll getum við sett okkur það markmið að bjóða þá sem sækja samkomur í ríkissalnum velkomna. Ef þú ert beðinn að stjórna samansöfnun geturðu lagt þitt af mörkum til að hinir eldri geti tekið þátt í boðuninni. Eru þeir með hentugt starfssvæði? Í sumum tilvikum er ágætt að biðja þá að starfa með yngri boðberum sem geta veitt þeim stuðning. Það er mikilvægt að vera skilningsríkur við þá sem geta ekki gert eins mikið og áður sökum heilsu eða annarra aðstæðna. Með því að vera tillitssamur og næmur á þarfir ungra sem aldinna, reyndra og óreyndra, er hægt að hjálpa þeim að boða fagnaðarerindið af kappi. – 3. Mós. 19:32. w18.06 23–24 gr. 10–12

Mánudagur 31. ágúst

„Notið frelsið til að þjóna Guði en ekki til að hylja vonsku.“ – 1. Pét. 2:16.

Við ættum, líkt og Páll, aldrei að líta á það sem sjálfsagðan hlut að Jehóva hefur frelsað okkur úr fjötrum syndar og dauða. Lausnargjaldið gerir okkur kleift að þjóna Guði okkar með hreinni samvisku, og það veitir okkur sanna gleði. (Sálm. 40:9) Auk þess að tjá þakklæti okkar þurfum við að gæta þess að misnota ekki dýrmætt frelsi okkar. Pétur postuli varaði við því að nota frelsið sem afsökun fyrir því að fullnægja röngum löngunum. Þessi viðvörun minnir á það sem gerðist hjá Ísraelsmönnum í eyðimörkinni. Og hún á enn við, jafnvel betur en þá. Satan og heimur hans bjóða upp á sífellt fleiri freistingar hvað varðar klæðnað og útlit, mat og drykk, skemmtun og afþreyingu og fjölmargt annað. Auglýsingastofur skáka oft fram aðlaðandi fólki til að reyna að telja okkur trú um að við þurfum að eignast alls konar hluti sem við höfum enga þörf fyrir. Það er auðvelt að misnota frelsið með því að falla fyrir slíkum brellum. w18.04 10 gr. 7–8

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila