Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • scl bls. 28-30
  • Börn; ungmenni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Börn; ungmenni
  • Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
Biblíuleiðarvísir fyrir daglegt líf
scl bls. 28-30

Börn; ungmenni

Viðhorf Guðs til barna

Hvernig sýnir Jehóva að börn og ungmenni eru dýrmæt í augum hans?

5Mó 6:6, 7; 14:28, 29; Sl 110:3; 127:3–5; 128:3, 4; Jak 1:27

Sjá einnig Job 29:12; Sl 27:10; Okv 17:6.

Sjá einnig „Fjölskylda“.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 1:27, 28 – Jehóva segir mönnum að eignast börn og fylla jörðina.

    • 1Mó 9:1 – Eftir flóðið segir Guð Nóa og sonum hans að eignast börn og fylla jörðina.

    • 1Mó 33:5 – Ættfaðirinn Jakob lítur á börnin sín sem gjafir frá Guði.

    • Mr 10:13–16 – Jesús elskar börn rétt eins og faðir hans gerir.

Hvernig lítur Jehóva á þá sem fara illa með börn eða beita þau ofbeldi?

2Mó 22:22–24; 5Mó 10:17, 18; Sl 10:14, 15

Hvað sýnir að Jehóva ætlast ekki til þess að börn taki að sér hlutverk fullorðinna?

4Mó 1:3; 1Kor 13:11

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 33:12–14 – Jakob gerir sér grein fyrir að hann þurfi að ferðast á hraða sem börnin ráða við.

Er það Guði að kenna þegar börn þjást?

Job 34:10; Jak 1:13; 1Jó 5:19

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Lúk 5:18, 20, 23–25 – Jesús útskýrir að við veikjumst vegna syndarinnar.

    • Róm 5:12 – Páll postuli útskýrir af hverju við syndgum og deyjum.

Hvernig fullvissar Jehóva okkur um að allar þjáningar muni taka enda?

Jes 11:6–9; Jóh 3:16; Pos 24:15; Op 21:4

Er maður lítils virði eða dæmdur til að gera sömu mistök og foreldrarnir ef þeir fóru illa með mann sem barn?

5Mó 24:16; Esk 18:1–3, 14–18

Sjá einnig 5Mó 30:15, 16.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 2Kon 18:1–7; 2Kr 28:1–4 – Hiskía verður góður og trúfastur konungur þrátt fyrir að faðir hans hafi verið ofbeldisfullur og myrt nokkur af sínum eigin börnum.

    • 2Kon 21:19–26; 22:1, 2 – Jósía verður framúrskarandi konungur þrátt fyrir að Amón faðir hans hafi verið mjög vondur.

    • 1Kor 10:11, 12 – Páll postuli segir að við getum lært af mistökum annara og valið að gera ekki sömu mistökin sjálf.

    • Fil 2:12, 13 – Páll postuli minnir okkur á að hver og einn þarf að vera trúfastur til að bjargast.

Ábyrgð barna og ungmenna

Hvernig lítur Jehóva á börn sem búa enn heima hjá foreldri sem þjónar honum?

1Kor 7:14

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 19:12, 15 – Ein ástæða þess að dætur Lots eru verndaðar af englum er vegna þess að faðir þeirra er trúfastur.

Eignast börn sjálfkrafa náið samband við Guð vegna þess að foreldrar þeirra eiga það?

Okv 20:11; Esk 18:5, 10–13

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 3Mó 10:1–3, 8, 9 – Synir Arons æðstaprests eru teknir af lífi, hugsanlega vegna drykkjuskapar.

    • 1Sa 8:1–5 – Synir Samúels spámanns eru óheiðarlegir þó að hann sé trúfastur.

Hvernig geta börn glatt Jehóva?

Okv 1:8; 27:11; Ef 6:1–3

Af hverju ættu börn og ungmenni að sækja safnaðarsamkomur?

5Mó 31:12, 13; Heb 10:24, 25

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Mt 15:32–38 – Jesús talar bæði við börn og fullorðna.

Hvernig vitum við að Jehóva vill að börn þjóni sér?

Sl 8:2; 148:12, 13

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 17:4, 8–10, 41, 42, 45–51 – Davíð er ungur þegar Jehóva lætur hann verja nafn sitt með því sigra grimman risa.

    • 2Kon 5:1–15 – Jehóva lætur litla ísraelska stúlku hjálpa sýrlenskum herforingja að kynnast hinum sanna Guði.

    • Mt 21:15, 16 – Jesús kann að meta börn sem láta í ljós trú sína.

Hvernig lítur Guð á börn sem eiga foreldra sem þjóna ekki Guði?

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 4Mó 16:25, 26, 32, 33 – Dómur Jehóva gegn mönnum sem snerust gegn Móse og Aroni fellur líka á fjölskyldur þeirra.

    • 4Mó 26:10, 11 – Kóra gerði uppreisn og var tekinn af lífi en ekki synir hans, greinilega vegna þess að þeir eru trúir Guði.

Af hverju ættu börn og ungmenni að vanda valið á vinum?

Okv 13:20; 1Kor 15:33

Sjá einnig 2Tí 3:1–5.

Hvers konar vini ættu ungmenni að velja sér?

2Tí 2:22

Sjá einnig „Félagsskapur“.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila