Ill meðferð
Hvernig gæti okkur liðið ef aðrir fara illa með okkur?
Sl 69:20; Okv 18:14; Pré 4:1–3; Mal 2:13–16; Kól 3:21
Dæmi úr Biblíunni:
2Sa 10:1–5 – Óvinir niðurlægja gróflega suma af hermönnum Davíðs konungs. Davíð tekur sérstakt tillit til þessara manna sinna.
2Sa 13:6–19 – Tamar grætur og rífur fötin sín eftir að Amnon nauðgar henni og niðurlægir hana enn frekar.
Hvernig vitum við að Jehóva tekur vel eftir því þegar einhver sætir illri meðferð og hvað mun hann gera í málinu?
Job 34:21, 22; Sl 37:8, 9; Jes 29:15, 19–21; Róm 12:17–21
Sjá einnig Sl 63:6, 7.
Dæmi úr Biblíunni:
1Sa 25:3, 14–17, 21, 32–38 – Nabal setur allt heimilisfólk sitt í hættu með því að vera mjög ruddalegur við Davíð konung. Jehóva refsar Nabal og hann deyr.
Jer 20:1–6, 9, 11–13 – Jeremía spámaður missir kjarkinn þegar Pashúr prestur slær hann og setur hann í gapastokk. Jehóva hughreystir spámann sinn og bjargar honum.