Hvernig á að nota þetta hefti?
Í þessu hefti er að finna biblíuvers ásamt skýringum við versið fyrir hvern dag. Að sjálfsögðu má lesa dagstextann hvenær sem er, en mörgum finnst hentugt að lesa hann að morgni til því að þá er hægt að íhuga efnið yfir daginn. Fjölskyldur hafa mikið gagn af því að fara saman yfir dagstextann. Það gera Betelfjölskyldur um heim allan að morgni dags.
Skýringarnar eru teknar úr Varðturninum (w) frá apríl 2023 til mars 2024. Á eftir dagsetningu Varðturnsins er tala sem segir til um á hvaða blaðsíðu skýringarnar hefjast. Síðan er vísað í tölugreinarnar sem efnið er sótt í. (Sjá skýringarmyndina að neðan.) Viðbótarupplýsingar um efnið má sækja í námsgreinina sjálfa.