Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w89 1.1. bls. 3-4
  • Fer allt gott fólk til himna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fer allt gott fólk til himna?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers konar staður er himinninn?
  • Hverjir fara til himna og hvers vegna?
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Hvar eru látnir ástvinir okkar núna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Eilíf hamingja — á himni eða jörð?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Hverjir fara til himna og hvers vegna?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
w89 1.1. bls. 3-4

Fer allt gott fólk til himna?

„Útförin var hjá en ekki hið nístandi áfall. . . . Það virtist ótrúlegt að litli drengurinn minn hafi verið að stíga fyrstu skrefin fyrir fáeinum vikum, ljómandi af ánægju og brosandi út að eyrum yfir afreki sínu. En núna var Andrew dáinn! . . .

Ég stóð löngum stundum við gluggann, horfði út í nóttina og skimaði til himins. ‚Hvar er litli drengurinn núna,‘ hugsaði ég. ‚Er hann einhvers staðar þarna uppi á himnum meðal stjarnanna?‘“

TRÚLEGA er það að missa barn mesta áfall sem foreldrar geta orðið fyrir. ‚Hvar er barnið okkar núna,‘ hugsa þeir kannski með sér. ‚Er það á himni eða einhverjum öðrum stað?‘ Flest trúarbrögð kenna að börn fari til himna þegar þau deyja. Í Jóhannesarborg í Suður-Afríku er að finna þessa áletrun á legsteini: „Guð langaði í blóm sem var að springa út, engill hans tók blóm sem við áttum.“ En eðlilegt er að sumir spyrji hvers vegna Guð ætti að langa í ‚blóm sem er að springa út‘ úr því að hann á nú þegar svo mörg, að því er menn trúa. Og óteljandi menn velta fyrir sér . . .

Hvers konar staður er himinninn?

Flestir gera sér aðeins óljósa hugmynd um himininn. Hvað segir Biblían? Í fyrsta versi Biblíunnar stendur: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ (1. Mósebók 1:1) Hér er átt við hinn bókstaflega himin með tindrandi stjörnum og vetrarbrautum. (5. Mósebók 4:19) En það eru líka til andlegir himnar. Þess vegna segir Biblían um Jehóva: „Horf þú af himni ofan og lít niður frá hinum heilaga og dýrðarsamlega bústað þínum!“ — Jesaja 63:15.

Hver var fyrstur til að stíga upp til þessa ‚dýrðarsamlega bústaðar‘ okkar himneska föður? Ástkær sonur hans, Jesús Kristur. Hann sagði: „Enginn hefur stigið upp til himins, nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn.“ (Jóhannes 3:13) Af þessum orðum er ljóst að engin mannvera hafði farið upp til himna fram til þess tíma. En Jesús hét því að sumir menn myndu fara þangað. Rétt áður en hann steig upp til himna sagði hann við trúfasta lærisveina sína: ‚Ég fer burt að búa yður stað . . . og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.‘ — Jóhannes 14:2, 3.

Augljóst er því að sumir góðir menn fara til himna. En skyldi allt gott fólk fara til himna? Hvað um heimili mannsins — jörðina? Á hún eftir að eyðast í kjarnorkustríði og svífa eftir það um geiminn sem sviðin auðn? Örugglega ekki. Biblían segir: „Ein kynslóðin fer og önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu.“ (Prédikarinn 1:4) Og hví skyldi skaparinn eyðileggja þessa fallegu jörð þótt eigingjarnir menn hafi mengað suma hluta hennar? Orð Guðs lofar: „Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur.“ — Sálmur 37:29.

Ljóst er því að jörðin á sér athyglisverða framtíð. Í sinni frægu fjallræðu sagði Jesús fyrir: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ (Matteus 5:5) Síðasta bók Biblíunnar, Opinberunarbókin, gefur enn fremur til kynna að jörðin eigi að vera paradís. Hún segir um hlýðna menn: „Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ — Opinberunarbókin 21:3, 4.

Af því sem hér hefur verið nefnt má sjá að sumt gott fólk fer til himna en aðrir munu lifa á jörðinni. Þetta þýðir að um tvo hópa manna er að ræða. Hvernig getur það verið? Auk þess hafa margir af því áhyggjur hvað verði um börn þeirra sem deyja óskírð, líkt og móðir Andrews. Rómversk-kaþólskum er kennt að þau fari í forgarð helvítis sem nefndur er limbus á latínu. Er til slíkur staður? Fara óskírð börn þangað? Næsta grein veitir fullnægjandi og hughreystandi svör við þeim spurningum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila