Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.11. bls. 32
  • Bardaginn um Jeríkó — sönn saga eða skáldskapur?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bardaginn um Jeríkó — sönn saga eða skáldskapur?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Svipað efni
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Hversu dýrlegt er nafn Jehóva!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Höfuðþættir Jósúabókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
  • Treystum á Krist – öflugan leiðtoga okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.11. bls. 32

Bardaginn um Jeríkó — sönn saga eða skáldskapur?

UM áratuga skeið hafa fornleifafræðingar reynt að gera frásögu Biblíunnar af Jósúa og bardaganum um Jeríkó tortryggilega. Biblían greinir svo frá að Jósúa og Ísraelsher hafi gengið fylktu liði kringum Jeríkó í sjö daga uns Jehóva lét hina óárennilegu múra borgarinnar hrynja. Ísraelsmenn áttu þá greiða leið inn í borgina og ‚brenndu hana í eldi og allt, sem í henni var.‘ — Jósúa 6:1-24.

Margir fornleifafræðingar hafa hins vegar talið að Jeríkó hafi ekki verið til á þeim tíma er Ísraelsmenn réðust inn í landið, og hafa byggt þá skoðun sína á rannsóknum Kathleen Kenyon frá sjötta áratug aldarinnar sem hafa verið í miklu áliti. Þeir hafa haldið því fram að borgin hafi verið lögð í rúst ríflega einni öld fyrr! Því hafa þeir talið frásögn Biblíunnar af Jósúa og Ísraelsmönnum skáldsögu eina. Fornleifafræðingur við University of Toronto í Kanada, dr. Bryant G. Wood að nafni, tók nýlega að skoða fornleifafundina í Jeríkó á nýjan leik. Að því er segir í The New York Times hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að dr. Kenyon „hafi ekki verið að leita að réttri tegund leirmuna og ekki á réttum stöðum,“ og að fornleifafundirnir séu í reyndinni „ótrúlega samkvæmir“ Biblíunni.

Dr. Wood nefnir sem dæmi eins metra þykkt öskulag þar sem mikið er af leirmunabrotum, tígulsteinsbrotum úr hrundum múr og timbri sem er allt sviðið eins og eldur hafi geisað um alla borgina. Leirbrotin hafa verið aldursgreind (með þeim ónákvæmu aðferðum sem völ er á) frá árinu 1410 fyrir okkar tímatal plús/mínus 40 ár — alls ekki svo fjarri árinu 1473 f.o.t. er bardaginn um Jeríkó átti sér stað samkvæmt Biblíunni.

Fornleifafræðingar hafa líka uppgötvað að verulegar kornbirgðir voru geymdar í húsum Forn-Jeríkó. Það er athyglisvert því að Biblían gefur til kynna að Jeríkó hafi fallið skömmu eftir að voruppskerunni lauk og að umsátrið hafi verið skammvinnt, þannig að ekki þurfti að ganga á matarbirgðir borgarbúa. (Jósúa 3:14-16) Hvort tveggja skýrir það að Jeríkóbúar hafi átt umtalsverðar kornbirgðir um þær mundir er borgin var lögð í rúst.

Vísindamenn eru frekar tregir til að viðurkenna nákvæmni Biblíunnar. Times vitnar þannig í viðbrögð þekkts fræðimanns við uppgötvunum Woods: „Það leikur enginn vafi á að það er sannleikskorn að finna víða í Biblíunni.“ En eftir því sem vísindi og fornleifafræði staðfesta fleiri frásögur Ritningarinnar hlýtur fordómalausum mönnum að verða ljóst að Biblían er alls ekki samsafn lygasagna með örfáum sannleikskornum inn á milli. Eins og Biblían sjálf segir: „Guð skal reynast sannorður, þótt hver maður reyndist lygari.“ — Rómverjabréfið 3:4.

Þótt þessi nýja túlkun á fornleifafundum í Jeríkó sé athyglisverð framganga sannkristnir menn í trú en ekki eftir því sem þeir sjá. (2. Korintubréf 5:7) Trú þeirra er ekki háð fornleifafræði. Biblían sýnir sig aftur og aftur veita áreiðanlegar upplýsingar um fortíð, nútíð og framtíð, óháð því hvort fornleifafræðin staðfestir orð hennar eða ekki. — Sálmur 119:105; 2. Pétursbréf 1:19-21.

[Mynd á blaðsíðu 32]

Rústir Jeríkó þar sem Jehóva veitti Ísraelsmönnum sigur.

[Rétthafi]

Pictorial archive (Near Eastern History) Est.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila