Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w98 1.3. bls. 32
  • Himinninn ber Skapara sínum þögult vitni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Himinninn ber Skapara sínum þögult vitni
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
w98 1.3. bls. 32

Himinninn ber Skapara sínum þögult vitni

SÓLSETUR er tilkomumikil sjón. En að sjá sólina hníga til viðar bak við þetta sérstaka fjall í Apuane-ölpunum í Toscana á Ítalíu er engu líkt.

Séð úr fjarlægð er einna líkast því að sólin sígi ofan í fjallið en ekki bak við það. Af hverju? Af því að á fjallstindinum er steinbogi sem er eins og meitlaður út úr fjallinu. Fyrir vikið hefur hann hlotið sérstakt nafn, Monte Forato eða Stungnafjall. Vegna snúnings jarðar um sólu er það aðeins tvisvar á ári sem sólin virðist síga ofan í Monte Forato þegar horft er gegnum bogann.

Líkt og önnur undur sköpunarverksins vitnar himinninn um skapara sinn. Hvernig? Á sama hátt og fagurt málverk lofar listamanninn sem málaði það. Það er eins og himintunglin tali um mátt Jehóva, visku og hátign. Eins og sálmaritarinn orðaði það: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa.“ (Sálmur 19:2; 69:35) Fyrst sólin og önnur lífvana himintungl lofa skapara sinn ættum við sannarlega að gera það. — Sálmur 148:1, 3, 12, 13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila