Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w06 1.1. bls. 3-4
  • Hið góða og hið illa

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hið góða og hið illa
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Illskan magnast
  • Hin aldalanga barátta góðs og ills
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Mun hið góða nokkurn tíma sigra hið illa?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Hvernig mun hið góða sigra hið illa?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Ráðgátan um þjáningar mannkyns
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
w06 1.1. bls. 3-4

Hið góða og hið illa

Í HEIMI nútímans virðast sífellt færri vera tilbúnir til að gefa af sér. Sumir vilja samt enn þá leggja sitt af mörkum til að hjálpa öðrum á einhvern hátt. Á hverju ári gefur fjöldi fólks milljarða króna til að styrkja það sem það telur gott málefni. Árið 2002 náðu framlög Breta til góðgerðamála nýju hámarki — 800 milljörðum króna. Síðan 1999 hafa tíu örlátir mannvinir gefið eða lofað að gefa meira en 2300 milljarða króna til að hjálpa nauðstöddu fólki.

Framlög til góðgerðarmála eru meðal annars notuð til að standa undir lækniskostnaði hjá lágtekjufjölskyldum, aðstoða börn einstæðra foreldra, fjármagna ónæmisaðgerðir í þróunarlöndum, gefa börnum fyrstu bókina sína, sjá bændum í fátækum löndum fyrir búfé og veita fórnarlömbum náttúruhamfara hjálpargögn.

Af þessari upptalningu er því augljóst að mennirnir geta svo sannarlega gert öðrum gott. En því miður er líka til fólk sem fremur óhugnanleg illskuverk.

Illskan magnast

Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa verið skráð um 50 þjóðarmorð og pólitísk fjöldamorð. Tímaritið American Political Science Review segir: „Að minnsta kosti 12 milljónir hermanna og 22 milljónir óbreyttra borgara hafa týnt lífi í þessum átökum. Það er meira en öll fórnarlömb styrjalda sem háðar hafa verið innan þjóða og milli þjóða síðan 1945.“

Á síðari hluta 20. aldar voru allt að 2,2 milljónir manna drepnar af pólitískum ástæðum í Kambódíu. Hatrið á milli ættflokka í Rúanda leiddi til dauða meira en 800.000 karla, kvenna og barna. Yfir 200.000 manns voru myrtir í Bosníu af trúarlegum og pólitískum ástæðum.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna benti á nýleg dæmi um illskuverk þegar hann sagði árið 2004: „Í Írak hafa óbreyttir borgarar verið brytjaðir niður með köldu blóði og fréttamenn, hjálparstarfsmenn og aðrir aðkomumenn verið teknir í gíslingu og myrtir á hrottafenginn hátt. Á sama tíma hafa írakskir fangar fengið hræðilega meðferð. Í Darfur hafa íbúar þurft að flýja heimili sín í stórum hópum og heimili þeirra síðan verið eyðilögð. Þar er nauðgun einnig notuð sem úthugsað herbragð. Í norðurhluta Úganda eru börn limlest og neydd til að taka þátt í ólýsanlegum grimmdarverkum. Í Beslan voru börn tekin í gíslingu og síðan strádrepin á skelfilegan hátt.“

Jafnvel í hinum svokölluðu iðnríkjum virðast hatursglæpir vera að aukast. Til dæmis var skýrt frá því í fréttablaðinu Independent News árið 2004 að í Bretlandi hafi „þeim sem verða fyrir árásum eða misþyrmingum vegna kynþáttahaturs fjölgað ellefufalt“ á síðasta áratug.

Hvers vegna fremja mennirnir svona hræðilega glæpi þegar þeir eru færir um að gera svo margt gott? Verðum við einhvern tíma laus við illskuna? Eins og kemur fram í næstu grein gefur Biblían okkur raunsönn svör við þessum áríðandi spurningum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila