Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w11 1.10. bls. 20-21
  • Hvers vegna Dorkas var elskuð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers vegna Dorkas var elskuð
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Svipað efni
  • Ég fann öryggi í að treysta Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Kristnir menn þarfnast hver annars
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Hvernig er hægt að nýta sér einhleypi sem best?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Vertu örlátur og gerðu gott
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
w11 1.10. bls. 20-21

Kenndu börnunum

Hvers vegna Dorkas var elskuð

OKKUR langar öll til þess að fólki þyki vænt um okkur. Langar þig ekki til þess? –a Í Biblíunni er sagt frá konu sem hét Dorkas en mörgum þótti mjög vænt um hana.

Dorkas átti heima í borginni Joppe sem stóð við Miðjarðarhafið. Jerúsalem var innar í landinu, aðeins 56 kílómetra frá Joppe. Dorkas var lærisveinn Jesú á fyrstu öld.

Hvers vegna heldurðu að öðrum hafi þótt svona vænt um Dorkas? – Í Biblíunni er sagt að hún hafi verið gjafmild og gert öðrum gott. Hún saumaði falleg föt handa ekkjum, það er að segja konum sem höfðu misst eiginmenn sína. Hún talaði einnig við marga um Jehóva, hinn eina sanna Guð, alveg eins og Jesús hafði gert.

Veistu hvaða sorglegi atburður átti sér stað? – Dorkas verður mjög veik og deyr. Allir vinir hennar syrgja hana. Þeir senda því nokkra menn þangað sem Pétur postuli er staddur, um 16 kílómetra vegalengd. Mennirnir biðja hann um að koma undireins. Þegar Pétur kemur fer hann upp á loft þar sem Dorkas liggur. Konurnar eru allar grátandi og þær sýna honum fötin sem Dorkas hafði saumað handa þeim.

Pétur segir þá öllum að fara út úr herberginu. Hann og aðrir postular hafa gert kraftaverk áður en aldrei fyrr hefur nokkur þeirra vakið dána manneskju til lífs. Hvað heldurðu að Pétur geri? –

Hann krýpur á kné hjá líkinu og biður til Jehóva. Síðan segir hann Dorkas að rísa á fætur. Og hún sest upp! Pétur réttir henni höndina og reisir hana á fætur. Síðan kallar hann á ekkjurnar og aðra viðstadda og leiðir hana fram. Geturðu ímyndað þér hvað þau verða glöð? –

Nú skulum við athuga hvað hægt er að læra af frásögunni um upprisu Dorkasar. Eitt af því sem hún leiðir í ljós er að þegar við hjálpum öðrum mun þeim þykja vænt um okkur. En mikilvægara er að Guð mun þá minnast okkar og elska. Hann gleymir aldrei því góða sem við gerum fyrir aðra. Og hann umbunar okkur með því að gefa okkur eilíft líf og hamingju í réttlátum nýjum heimi.

Lestu í biblíunni

  • Postulasöguna 9:36-43

  • Opinberunarbókina 21:3-5

a Ef þú ert að lesa með barni á þankastrikið að minna þig á að gera hlé og hvetja barnið til að tjá sig.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila