Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.95 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir júlí

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir júlí
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 3. júlí
  • Vikan sem hefst 10. júlí
  • Vikan sem hefst 17. júlí
  • Vikan sem hefst 24. júlí
  • Vikan sem hefst 31. júlí
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 7.95 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir júlí

Vikan sem hefst 3. júlí

Söngur 105

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.

17 mín: „Vakið.“ Spurningar og svör.

18 mín: „Notum úrval bæklinga í boðunarstarfinu.“ Tillögurnar að kynningarorðum ræddar við áheyrendur. Komið með stuttar athugasemdir um áhugaverðar hliðar á bæklingunum. Hafið tvær eða þrjár stuttar sýnikennslur til að sýna hvernig bjóða megi bæklingana.

Söngur 80 og lokabæn.

Vikan sem hefst 10. júlí

Söngur 31

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.

15 mín: „Eru áminningar Jehóva að örva okkur andlega?“ Spurningar og svör. Bendið á nauðsyn þess að hugleiða vandlega áminningar Jehóva, jafnvel þótt við höfum heyrt þær oft áður.

20 mín: Sköpum okkur tækifæri til að bera vitni um sannleikann. Yfir sumarmánuðina höfum við mörg hver tækifæri til að ferðast í tengslum við landsmótið og sumarfrí og þá gefst oft gott tækifæri til óformlegs vitnisburðar. Farið yfir tillögurnar í Handbók Guðveldisskólans, blaðsíðu 80-2, tölugrein 11-16, um hvernig koma megi af stað samræðum við ókunnuga. Sýnið hvernig það eykur líkurnar á góðum árangri að búa sig undir að nýta slík tækifæri. Látið þrjá boðbera sýna í stuttu máli hvernig hefja megi samræður við afgreiðslumann á bensínstöð, farþega í almenningsfarartæki og einstakling sem stendur í biðröð í stórmarkaði. Minnið boðberana á að halda skrá yfir þá sem sýna áhuga og gera ráðstafanir til að einhver hafi samband við þá síðar.

Söngur 4 og lokabæn.

Vikan sem hefst 17. júlí

Söngur 93

10 mín: Staðbundnar tilkynningar.

20 mín: „Förum í endurheimsókn til allra sem þáðu bæklinga.“ Bróðirinn, sem annast þennan dagskrárlið, mun ræða við þrjá aðra boðbera um hvers vegna mikilvægt er að fara aftur til þeirra sem sýndu áhuga eða þáðu rit. Þeir skoða tillögurnar að kynningarorðum og sýna með sýnikennslum hver öðrum hvernig nota megi þær.

15 mín: Að stýra biblíunámi. Ræða öldungs sem stýrir biblíunámum þar sem nemendurnir taka góðum framförum. Hvetjið boðberana til að leggja sig enn betur fram við að stofna biblíunám. Lítið yfir tillögurnar sem settar eru fram í Þjónustubókinni blaðsíðu 89-91. Taka mætti með stutta, staðbundna reynslufrásögn.

Söngur 20 og lokabæn.

Vikan sem hefst 24. júlí

Söngur 26

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir aðalatriðin í „Spurningakassanum.“

15 mín: Staðbundnar þarfir, eða ræða byggð á greininni „Öldruðu fólki sýndur kristinn kærleikur“ í Varðturninum (á ensku) 1. ágúst 1994, blaðsíðu 27-30.

20 mín: Hvað munu nágrannarnir halda? Ræða og sýnikennsla byggð á Varðturninum (á ensku) 1. apríl 1974, blaðsíðu 201-3. Flytjið ræðu um hvers vegna við verðum oft fyrir þrýstingi frá veraldlegum nágrönnum okkar. (Efnið á blaðsíðu 21 og í fyrstu efnisgreininni á blaðsíðu 202.) Hafið síðan sýnikennslu þar sem reynd hjón eru að stýra biblíunámi með fjölskyldu sem nýlega hefur fengið áhuga en hefur núna orðið fyrir því að veraldlegir nágrannar hennar, sem eru andsnúnir biblíunámi með vottum Jehóva, eru farnir að koma með leiðinlegar athugasemdir og framkomu í tengslum við reglulegar heimsóknir vottanna til þessarar fjölskyldu. (Farið yfir aðalatriðin í því sem eftir er af greininni.) Leggið áherslu á hvers vegna fjölskyldur, sem nýlega hafa fengið áhuga á sannleiksboðskapnum, ættu ekki að láta slíka framkomu nágranna sinna draga úr sér kjarkinn eða fá sig til að hætta biblíunámi sínu.

Söngur 7 og lokabæn.

Vikan sem hefst 31. júlí

Söngur 45

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir.

15 mín: „Vertu uppbyggjandi.“ Umræður og ræða öldungs. Dragið fram mikilvægi þess að búa sig undir að vera uppbyggjandi í orðum þegar við hittum meðbræður okkar til þess að orð okkar verði þeim til góðs og vegi upp á móti niðurbrjótandi áhrifum heimsins.

20 mín: Athugun á ritatilboðinu í ágúst. Nefnið hvaða bæklingar standa okkur til boða að nota í ágústmánuði. Bjóðið boðberunum að segja frá hvernig þeim gekk í júlímánuði að kynna og dreifa þessum bæklingum. Hvers konar kynningarorð gáfu góða raun á starfssvæði safnaðarins? Hafið sýnikennslu um hvernig stofna mætti biblíunám með því að nota bæklinginn Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? Spyrjið spurningarinnar sem borin er fram í fyrstu tölugreininni í 1. hluta bæklingsins. Fáið viðbrögð húsráðandans við því sem fram kemur í tölugrein 2-4. Útskýrið að bæklingurinn sýni að Guð ber í raun og veru umhyggju fyrir okkur og að við getum fengið að njóta þess að lifa í hinum komandi nýja heimi hans laus við allar þjáningar. Bjóðist til að koma aftur til að ræða þetta efni nánar.

Söngur 32 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila