Þjónustusamkomur fyrir nóvember
Vikan sem hefst 6. nóvember
Söngur 4
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Tvær stuttar sýnikennslur um hvernig bjóða megi nýjustu blöðin.
15 mín: „Öll Ritningin er nytsöm til fræðslu.“ Ræðið um ýmsar leiðir til að kynna og nota bæklingana tvo Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? og Hver er tilgangur lífsins? og látið tvær af tillögunum koma fram í vel undirbúnum sýnikennslum. Bendið á hvernig megi bregðast við ef húsráðandinn segist þegar hafa fengið bæklingana. Leggið áherslu á mikilvægi þess að leggja drög að endurheimsókn.
20 mín: „Styðjið við bakið á brautryðjendunum!“ Tveir öldungar ræða saman um tölugreinar 1-10 í viðaukanum. Látið aðalatriðin koma skýrt fram og leggið áherslu á nauðsyn þess að uppörva brautryðjendur og styðja þá með ráðum og dáð.
Söngur 64 og lokabæn.
Vikan sem hefst 13. nóvember
Söngur 13
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín: „Regluleg samkomusókn — nauðsynleg til að geta staðið stöðug.“ Ræða og umræður við áheyrendur. Bjóðið áheyrendum, eftir því sem tíminn leyfir, að segja frá því hvernig samkomurnar hafa hjálpað þeim að vera staðfastir í trúnni.
20 mín: „Styðjið við bakið á brautryðjendunum!“ Ræða öldungs út frá tölugrein 11-17 í viðaukanum með einhverri þátttöku áheyrenda. Undirstrikið nauðsyn þess að leggja raunhæft mat á aðstæður og hæfni umsækjenda um brautryðjandastarf og hjálpa þeim sem áhuga hafa á brautryðjandastarfinu að verða hæfir til þess að gegna því. Bendið á hina miklu þörf á brautryðjendum hér á landi og hvetjið alla til að hugleiða í alvöru hvort þeir geti tekið upp þetta starf.
Söngur 109 og lokabæn.
Vikan sem hefst 20. nóvember
Söngur 35
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Nýja bókin leggur áherslu á þekkinguna á Guði.“ Spurningar og svör. Hvetjið alla til að kynna sér bókina rækilega um leið og þeir fá hana í hendur til þess að geta notað hana á áhrifaríkan hátt í boðunarstarfinu.
20 mín: „Hjálpum öðrum að meta gildi Biblíunnar.“ Öldungur ræðir við tvo eða þrjá boðbera um hvers vegna við ættum að fara í endurheimsóknir með það markmið í huga að koma af stað biblíunámum. Rennið yfir tillögurnar um hvernig fara megi að í endurheimsóknum og notið þær síðan í sýnikennslum þar sem boðberarnir eru að æfa sig áður en þeir fara í endurheimsóknir.
Söngur 20 og lokabæn.
Vikan sem hefst 27. nóvember
Söngur 30
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Haltu áfram að hugsa um það sem er hið efra.“ Spurningar og svör. Undirstrikið að eðli boðunarstarfs okkar er að kenna ‚góðu kenninguna,‘ þann boðskap sem Biblían inniheldur, og hvetja fólk til að leggja traust sitt á vonina sem fagnaðarerindið um Guðsríki veitir.
20 mín: „Hegðum okkur eins og samboðið er fagnaðarerindinu.“ Spurningar og svör. Komið, eftir því sem tíminn leyfir, með viðbótarathugasemdir sem byggðar eru á Varðturninum 1. desember 1989, blaðsíðu 13-15, greinunum 5-9.
Söngur 8 og lokabæn.