Hví gera þeir það?
1 Spáð var um Krist að ‚vandlæti vegna húss Guðs myndi uppeta hann.‘ (Sálm. 69:10) Vandlæti eða kostgæfni Jesú gagnvart hinni sönnu tilbeiðslu á Jehóva knúði hann til að láta boðunarstarfið skipa fyrsta sætið. (Lúk. 4:43; Jóh. 18:37) Þessi sama kostgæfni gagnvart því að bera sannleikanum vitni endurspeglast núna í starfi votta Jehóva. Síðastliðið þjónustuár tóku 645.509 að meðaltali þátt í eihverri mynd brautryðjandastarfsins í hverjum mánuði. Í ljósi vígsluheits okkar til Guðs ætti hvert okkar að hugleiða í einlægni hvort við getum skapað okkur svigrúm til að vera reglulegir brautryðjendur eða aðstoðarbrautryðjendur. — Sálm. 110:3; Préd. 12:1; Rómv. 12:1.
2 Fólk býr í efnishyggjufullum og eigingjörnum heimi og finnst mörgu erfitt að skilja hvers vegna nokkur skyldi leggja svona mikið á sig í boðunarstarfinu sem hvorki færir fjárhagslegan hagnað eða vegsemd. Hví gera brautryðjendurnir það? Þeir vita að þeir taka þátt í starfi sem bjargar mannslífum. Djúpur kærleikur til Jehóva og náungans knýr þá áfram og þeim finnst á sér hvíla skylda til að legga sitt af mörkum til að bjarga fólki. (Rómv. 1:14-16; 1. Tím. 2:4; 4:16) Brautryðjendahjón orðuðu það stutt og laggott: „Hvers vegna erum við brautryðjendur? Gætum við nokkurn tíma réttlætt það fyrir Jehóva að vera það ekki?“
3 Önnur systir skrifaði um ákvörðun sína að gerast brautryðjandi: „Maðurinn minn og ég ásettum okkur að lifa aðeins á launum einnar fyrirvinnu sem þýddi að sleppa öllu nema því bráðnauðsynlega. Enn sem áður blessaði Jehóva okkur ríkulega, skildi okkur aldrei eftir í fátækt eða í nauð. . . . Ég hef fundið raunverulegan tilgang í lífinu — þann að hjálfa þurfandi fólki að læra að Jehóva, hinn sanni Guð, er ekki langt frá þeim sem leita hans.“ Brautryðjendur sjá hve brýnt er að prédika núna og láta sér nægja það sem þarf til að framfleyta sér um leið og þeir leitast einlæglega við að afla sér óforgengilegra, andlegra fjársjóða. — 1. Tím. 6:8, 18, 19.
4 Ef aðstæður þínar leyfa væri þá ekki heillaráð að slást í hóp þeirra hundruð þúsunda bræðra þinna og systra um allan heim sem eru brautryðjendur. Á þann hátt getur þú kynnst gleðinni sem þeir njóta?