Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 9. október
Söngur 11
8 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
12 mín: „Gefðu gaum að dásemdarverkum Guðs.“ Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum. Bendið á nokkrar myndir í nýju bókinni sem vekja áhuga á spádómi Jesaja.
25 mín: „Ný árþúsund — hvað ber framtíðin í skauti sínu?“ Hvetjandi umfjöllun í höndum starfshirðis. Þegar tilkynningin í bréfi Félagsins til öldunganna 3. júlí 2000 hefur verið lesin skal láta alla viðstadda fá eintak af Guðsríkisfréttum nr. 36. Farið síðan yfir greinina með spurningum og svörum. Gerið grein fyrir því hvernig ætlunin er að dreifa smáritinu á starfssvæði safnaðarins. Ræðið hvernig hjálpa megi bæði börnum og nýjum að verða óskírðir boðberar. Sviðsetjið stutta kynningu. Hvetjið alla til að taka heilshugar þátt í herferðinni.
Söngur 53 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. október
Söngur 104
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Minnið boðbera á að bjóða Varðturninn og Vaknið! um helgar ásamt Guðsríkisfréttum nr. 36.
15 mín: „Fræðslugögn sem hvetja og styrkja.“ (Aðeins 1. og 2. grein.) Ræða. Fjallið stuttlega um myndbandaútgáfu Félagsins. (Sjá Proclaimers-bókina, bls. 600-601.) Hvetjið alla til að horfa á myndbandið Jehovah’s Witnesses — The Organization Behind the Name áður en fjallað verður um það á þjónustusamkomunni eftir tvær vikur. Þeir sem eiga myndbandið geta leyft öðrum að horfa á það eða horft á það saman.
20 mín: Við getum öll sýnt brautryðjandaanda. Umræður bóknámsstjóra og aðstoðarmanns hans byggðar á Varðturninum á ensku 15. október 1997, bls. 22-3. Ræðið hvers vegna þörf sé á fleiri brautryðjendum í söfnuðinum og hvernig allir geti lagt sitt af mörkum til þess að þeim fjölgi. Ræðið einnig hvernig hvetja megi brautryðjendur til að halda áfram og hvernig allir safnaðarmenn geti glætt með sér kostgæfni í boðunarstarfinu.
Söngur 131 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. október
Söngur 150
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: Staðbundnar þarfir.
20 mín: Búðu þig vel undir samkomur. Ræða með þátttöku áheyrenda. Undirbúningur ræður miklu um það gagn sem við höfum af samkomunum. Farið yfir tillögurnar í Varðturninum 1. apríl 1998, bls. 27-28, gr. 8-11. Spyrjið áheyrendur hvernig þeir finni sér tíma og hvöt til þess að undirbúa sig vel.
Söngur 211 og lokabæn.
Vikan sem hefst 30. október
Söngur 167
8 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn starfsskýrslum fyrir október.
12 mín: Frásagnir af dreifingu Guðsríkisfrétta nr. 36. Biðjið ýmsa boðbera að segja frá því hvernig hafi gengið að dreifa Guðsríkisfréttum nr. 36. Fáið reglulega brautryðjendur og aðstoðarbrautryðjendur til að tjá sig um hina auknu starfsemi meðan á starfsátakinu hefur staðið, og þakka fyrir að geta starfað með svo mörgum mismunandi boðberum.
25 mín: Vottar Jehóva — skipulagið að baki nafninu. Umræður við áheyrendur. Farið yfir spurningarnar í tölugrein 3 í greininni „Fræðslugögn sem hvetja og styrkja.“ Komið með tillögur um hvernig nota megi myndbandið til að kynna skipulagið betur fyrir áhugasömum. Takið með eina eða tvær stuttar frásagnir. — Sjá Varðturninn á ensku 1. október 1992, bls. 30-1.
Söngur 15 og lokabæn.
Vikan sem hefst 6. nóvember
Söngur 198
15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Greinið frá hvernig gengur að dreifa Guðsríkisfréttum nr. 36, hve mikið svæði búið er fara yfir og hvað þurfi til að ljúka dreifingunni fyrir 17. nóvember.
20 mín: Hverju trúum við? Bróðir fer í endurheimsókn til húsráðanda sem vill vita hvað aðgreinir votta Jehóva frá öðrum trúarbrögðum. Ræðið efnið í rammagreininni á bls. 6 í Varðturninum á ensku 1. október 1998. Útskýrið hvernig önnur trúarbrögð ýmist hunsa eða hafna þessum grundvallarsannindum Biblíunnar og aðhyllast þess í stað mannasetningar.
10 mín: Söngur — mikilvægur þáttur í tilbeiðslu okkar. Bóknámsstjóri ræðir við tvo boðbera um söng þeirra á safnaðarsamkomum. Hann hefur tekið eftir að því að þeir syngja frekar lágt. Hann ræðir við þá um efni í Varðturninum á ensku 1. febrúar 1997, bls. 27-8. (Sjá kennsluræðudrög fyrir vikuna sem hófst 15. mars 1999.) Þeir fylgja tillögunni í Varðturninum 1. ágúst 1999, bls. 21, gr. 12, og skoða einn af söngtextunum sem syngja á í Varðturnsnáminu næstu helgi. Með því að syngja af hjartans lyst gerum við lofsönginn til Jehóva lifandi.
Söngur 223 og lokabæn.