Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.02 bls. 1
  • Sameinuð Jehóva og syni hans

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sameinuð Jehóva og syni hans
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Hvers vegna sækjum við minningarhátíðina?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Minnumst lausnargjaldsins með þakklátum huga
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Jehóva blessar viðleitni okkar til að halda minningarhátíðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • „Gjörið þetta í mína minningu“
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 3.02 bls. 1

Sameinuð Jehóva og syni hans

Minningarhátíðin 28. mars — mikilvægasti atburður ársins

1 Með því að halda kvöldmáltíð Drottins eftir sólsetur 28. mars sýnum við að við erum sameinuð Jehóva Guði og Jesú Kristi og höfum yndi af því. Við þetta sérstaka tilefni munu leifar smurðra kristinna manna njóta hins sérstaka ‚samfélags‘ sem þær eiga við aðra ríkisarfa og við föðurinn og son hans. (1. Jóh. 1:3; Ef. 1:11, 12) Milljónir ‚annarra sauða‘ munu íhuga hve mikill heiður það er að vera sameinaðir Jehóva og syni hans, að vera eitt með þeim í huga og hjarta við að fullna verk Jehóva. — Jóh. 10:16.

2 Vinna náið saman: Jehóva og Jesús hafa alltaf notið þess að vinna saman. Þeir áttu náin samskipti um óratíma fyrir sköpun mannsins. (Mík. 5:2) Þeir tveir tengdust því sterkum kærleiksböndum. Sem persónugervingur viskunnar gat þessi fumgetni sonur sagt áður en hann varð maður: „Ég var yndi [Jehóva] dag hvern, leikandi mér fyrir augliti hans alla tíma.“ (Orðskv. 8:30) Náið samband við uppsprettu kærleikans í ótal aldir hafði djúp áhrif á son Guðs. — 1 Jóh. 4:8.

3 Jehóva vissi að mannkynið þyrfti endurlausn og valdi eingetinn son sinn, er hafði sérstakt yndi af mönnunum, til að veita lausnarfórnina, sem er eina von okkar. (Orðskv. 8:31) Jehóva og sonur hans vinna sameinaðir að einum tilgangi. Á svipaðan hátt erum við sameinuð þeim og bræðrafélaginu, tengd kærleiksböndum og gerum vilja Guðs með gleði.

4 Látum í ljós innilegt þakklæti: Við getum sýnt innilegt þakklæti fyrir kærleika Jehóva og fórn sonar hans í okkar þágu með því að vera viðstödd minningarhátíðina og hlusta á ræðuna með athygli og virðingu. Lögð verður áhersla á kærleiksfordæmi Jesú, trúfesti hans allt til dauða er hann greiddi lausnargjaldið og embætti hans sem konungur stofnsetts ríkis Guðs. Að auki verður bent á þá blessun sem þetta ríki leiðir yfir mannfólkið. Við verðum einnig minnt á hve mikilvægt er að halda áfram að sýna trú, með því að vinna af kappi í samræmi við vilja Jehóva sem „samverkamenn sannleikans.“ — 3. Jóh. 8; Jak. 2:17.

5 Hvetjum aðra til að koma: Öldungaráðið ætti að gera sér far um að hvetja alla óvirka votta á svæðinu til að sækja minningarhátíðina um dauða Krists. (Matt. 18:12, 13) Takið saman lista yfir þá sem á að heimsækja til að enginn verði útundan og allir fái persónulegt boð um að mæta.

6 Veistu um einhverja aðra sem gætu komið á minningarhátíðina? Hjálpaðu þeim að fyrra bragði að læra að meta þennan atburð mikils. Bjóddu þeim hlýlega að koma og láttu þá finna að þeir séu hjartanlega velkomnir. Við skulum gera okkar besta til að bjóða öllum biblíunemendum okkar og öðru áhugasömu fólki, fjölskyldu, ættingjum og kunningjum að vera viðstödd þennan þýðingarmesta atburð ársins. Lausnarfórnin er til góðs öllum þeim sem viðurkenna ‚yfirburði þess að þekkja Krist Jesú.‘ (Fil. 3:8) Þeir sem iðka trú á fórn Krists geta öðlast hina öruggu von um eilíft líf. — Jóh. 3:16.

7 Vanmettu aldrei þau áhrif sem minningarhátíðin getur haft á einlægt fólk. Ellefu áhugasamir einstaklingar á Papúa lögðu á sig 17 klukkustunda ferð í lítilli bátskel í ólgusjó til að sækja minningarhátíðina. Hvers vegna? „Við vildum halda minningarhátíðina með trúsystkinum okkar, svo að ferðin var alveg þess virði,“ sögðu þeir. Hugsaðu um ákafann sem þetta áhugasama fólk sýndi, gleði þess og hvernig það kunni að meta að vera sameinað Jehóva, syni hans og kristna bræðrafélaginu.

8 Bjóddu öllum áhugasömum biblíunámskeið. Hvettu þá til að sækja safnaðarsamkomur reglulega og segja öðrum frá því sem þeir læra. Hjálpaðu þeim að ‚ganga í ljósinu‘ og ‚iðka sannleikann‘ með því að fara eftir meginreglum Biblíunnar. (1 Jóh. 1:6, 7) Aðstoðaðu þá við að mynda náið samband við Jehóva og læra að skilja gildi þess að gera vilja hans í sameiningu.

9 Það er mikill heiður og mjög gleðilegt að vera sameinuð ‚í einum anda og berjast saman með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið.‘ (Fil. 1:27, 28) Við skulum horfa fram til ánægjulegrar samveru okkar á minningarhátíðinni hinn 28. mars, og vera Jehóva og syni hans ævinlega þakklát! — Lúk. 22:19.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila