Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.04 bls. 3-6
  • Námsskrá Boðunarskólans árið 2005

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá Boðunarskólans árið 2005
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 10.04 bls. 3-6

Námsskrá Boðunarskólans árið 2005

Leiðbeiningar

Boðunarskólinn verður með eftirfarandi sniði árið 2005.

KENNSLURIT: Biblían 1981, Varðturninn [w], Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum [be], „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“ („Öll Ritningin er innblásin af Guði og nytsöm“) (útgáfan frá 1990) [si], og Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókin) (útgáfan frá 1989) [rs]. Þegar vísað er í wE er átt við Varðturninn á ensku en w er vísun í íslenska útgáfu blaðsins.

Skólinn á að hefjast Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn. Síðan eru allir boðnir velkomnir. Skólinn fer svo fram sem hér segir:

ÞJÁLFUNARLIÐUR: 5 mínútur. Umsjónarmaður skólans, aðstoðarleiðbeinandi eða annar hæfur öldungur fjallar um ákveðið þjálfunarstig samkvæmt Boðunarskólabókinni. (Í söfnuðum þar sem öldungar eru fáir má hæfur safnaðarþjónn sjá um þjálfunarliðinn.) Einnig ætti að fjalla um efnið í rammagreinunum á þeim blaðsíðum sem úthlutað er nema annað sé tekið fram. Ekki skal fara yfir æfingarnar. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar nemendunum, og leiðbeiningar þar að lútandi eru gefnar einslega.

1. VERKEFNI: 10 mínútur. Þetta er kennsluræða hæfs öldungs eða safnaðarþjóns byggð á Varðturninum, Boðunarskólabókinni eða „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“. Engar upprifjunarspurningar skulu fylgja ræðunni. Markmiðið á ekki aðeins að vera það að fara yfir efnið heldur einnig að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess. Draga skal fram það sem söfnuðurinn hefur mest gagn af. Nota skal uppgefið stef. Bræðurnir, sem sjá um þetta verkefni, eiga að gæta þess að halda sig innan tímamarka. Það má leiðbeina þeim einslega eftir því sem þörf er á.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 10 mínútur. Hæfur öldungur eða safnaðarþjónn notar fyrst sex mínútur til að heimfæra efnið á staðbundnar þarfir. Hann getur fjallað um hvaða hluta af biblíulesefni vikunnar sem er. Þetta á ekki aðeins að vera samantekt efnisins heldur er meginmarkmiðið að sýna áheyrendum fram á hvernig og hvers vegna efnið er verðmætt. Ræðumaðurinn á ekki að vera lengur en sex mínútur með fyrri hluta höfuðþáttanna. Hann skal gæta þess að áheyrendur fái fjórar mínútur til að gefa stuttar athugasemdir (30 sekúndur eða styttri) um það sem þeim þótti athyglisvert í biblíulesefni vikunnar eða þeir telja geta komið sér að gagni. Umsjónarmaður skólans biður síðan nemendur að ganga til skólastofu sinnar.

2. VERKEFNI: 4 mínútur. Þetta er upplestur í umsjá bróður. Lesefnið er að jafnaði sótt í Biblíuna en einu sinni í mánuði er lesið upp úr Varðturninum. Nemandinn á aðeins að lesa efnið en ekki koma með inngangs- og niðurlagsorð. Efnislengdin er eilítið breytileg milli vikna en lesturinn ætti að taka fjórar mínútur eða skemur. Umsjónarmaður skólans ætti að renna yfir efnið áður en hann úthlutar verkefnum og taka mið af aldri og getu nemenda. Hann hefur mikinn áhuga á að hjálpa nemendum að lesa eðlilega og lipurlega, og með skilningi, réttum merkingaráherslum, raddbrigðum og þögnum.

3. VERKEFNI: 5 mínútur. Þetta verkefni er í umsjá systur. Nemendur, sem fá þetta verkefni, velja annaðhvort sviðsetningu sjálfir af listanum á blaðsíðu 82 í Boðunarskólabókinni eða þeim er úthlutuð sviðsetning. Nemandinn ætti að nota stefið, sem honum er úthlutað, og vinna úr því á raunhæfan hátt miðað við aðstæður á boðunarsvæði safnaðarins. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn hefur látið í té. Úthluta ætti nýjum nemendum ræðum þar sem vísað er í heimildarefni. Umsjónarmaður skólans hefur sérstakan áhuga á því hvernig nemandinn vinnur úr efninu og hvernig hann hjálpar viðmælanda sínum að rökhugsa með hliðsjón af Biblíunni og skilja aðalatriði efnisins. Nemendur, sem fá þetta verkefni, ættu að vera læsir. Umsjónarmaður skólans velur einn aðstoðarmann handa nemandanum.

4. VERKEFNI: 5 mínútur. Nemandinn ætti að vinna úr stefinu sem honum er úthlutað. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn lætur í té. Þegar bróður er falið þetta verkefni ætti að flytja það sem ræðu og miða við áheyrendur í ríkissalnum. Þegar systir sér um verkefnið ætti alltaf að flytja það í samræmi við leiðbeiningarnar fyrir 3. verkefni. Umsjónarmaður skólans getur falið bróður verkefnið hvenær sem hann telur það vera viðeigandi. Sé verkefnið stjörnumerkt ætti alltaf að úthluta því bræðrum og þeir ættu að flytja það sem ræðu.

TÍMAVARSLA: Hvorki ræðurnar né ábendingar leiðbeinandans ættu að fara yfir tímamörkin. Annað til fjórða verkefni skulu stöðvuð kurteislega þegar tíminn er útrunninn. Ef bræður, sem sjá um inngangsræðuna um þjálfunarliðinn, 1. verkefni eða höfuðþætti biblíulesefnisins, fara yfir tímann ætti að leiðbeina þeim einslega. Allir ættu að fylgjast vel með tímanum. Skóladagskráin í heild á að taka 45 mínútur fyrir utan söng og bæn.

LEIÐBEININGAR: 1 mínúta. Umsjónarmaður skólans tekur í mesta lagi eina mínútu eftir hverja nemendaræðu til að koma með jákvæðar athugasemdir um einhvern þátt ræðunnar sem ástæða er til að hrósa fyrir. Hann á ekki aðeins að hrósa ræðunni almennt heldur benda á hvers vegna ákveðinn þáttur ræðunnar var áhrifaríkur. Veita má aðrar uppbyggjandi leiðbeiningar einslega eftir samkomuna eða við annað tækifæri eftir því sem þörf er á.

AÐSTOÐARLEIÐBEINANDI: Öldungaráðið getur valið annan hæfan öldung, ef kostur er, sem aðstoðarleiðbeinanda. Ef allmargir öldungar eru í söfnuðinum geta þeir skipst á að sinna þessu verkefni frá ári til árs. Aðstoðarleiðbeinandinn hefur það verkefni að veita leiðbeiningar einslega ef bræðurnir, sem sjá um 1. verkefni og höfuðþætti biblíulesefnisins, þurfa á því að halda. Hann þarf ekki að gefa öðrum öldungum eða safnaðarþjónum leiðbeiningar eftir hverja einustu ræðu. Þetta fyrirkomulag verður í gildi árið 2005 en það kann að breytast síðar.

RÁÐLEGGINGABLAÐIÐ er í kennslubókinni.

UPPRIFJUN: 30 mínútur. Umsjónarmaður skólans stjórnar upprifjun á tveggja mánaða fresti. Fyrst er fjallað um þjálfunarstig og höfuðþætti biblíulesefnisins í samræmi við leiðbeiningarnar að ofan. Upprifjunin byggist á því efni sem farið hefur verið yfir í skólanum undanfarna tvo mánuði, þar á meðal í yfirstandandi viku. Ef upprifjun ber upp á farandhirðisviku eða viku, sem svæðismót er haldið, skal fylgja leiðbeiningunum í Ríkisþjónustu okkar fyrir desember 2003, bls. 4.

NÁMSSKRÁ

3. jan. Biblíulestur: Jósúabók 16–20 Söngur 6

Þjálfunarliður: Skýrt og auðskilið (be bls. 226 gr. 1–bls. 227 gr. 1)

Nr. 1: Óttastu Guð (be bls. 272 gr. 1–bls. 273 gr. 1)

Nr. 2: Jósúabók 16:1–17:4

Nr. 3: Hvers vegna er ekki nóg að lesa bara Biblíuna? (rs bls. 328 gr. 2-3)

Nr. 4: Er það merki um sanna guðhræðslu að vera ríkur eða að vera fátækur?

10. jan. Biblíulestur: Jósúabók 21–24 Söngur 100

Þjálfunarliður: Að skýra framandi hugtök (be bls. 227 gr. 2-5)

Nr. 1: Kunngerðu nafn Guðs (be bls. 273 gr. 2–bls. 274 gr. 1)

Nr. 2: Jósúabók 23:1-13

Nr. 3: Sannkristnir menn byggja trú sína á Biblíunni og kunngera nafn Guðs (rs bls. 328 gr. 4-5)

Nr. 4: Er viðeigandi að tilbiðja Jesú?

17. jan. Biblíulestur: Dómarabókin 1–4 Söngur 97

Þjálfunarliður: Að gefa fullnægjandi skýringar (be bls. 228 gr. 1-2)

Nr. 1: Persónan sem ber nafnið (be bls. 274 gr. 2-5)

Nr. 2: Dómarabókin 2:1-10

Nr. 3: Sannkristnir menn sýna sanna trú á Jesú Krist (rs bls. 329 gr. 1)

Nr. 4: Hvernig geturðu forðast skaðleg tónlistarmyndbönd?

24. jan. Biblíulestur: Dómarabókin 5–7 Söngur 47

Þjálfunarliður: Hjartað á hlut að máli (be bls. 228 gr. 3-5)

Nr. 1: Nafn Guðs er „sterkur turn“ (be bls. 274 gr. 6–bls. 275 millifyrirsögn)

Nr. 2: Dómarabókin 6:25-35

Nr. 3: Hvaða áhrif ætti Biblían að hafa á það hvernig við notum valfrelsi okkar?

Nr. 4: Sönn trú er ekki bara ytra form heldur lífsstefna (rs bls. 329 gr. 2)

31. jan. Biblíulestur: Dómarabókin 8–10 Söngur 174

Þjálfunarliður: Fræðandi fyrir áheyrendur (be bls. 230 gr. 1-6)

Nr. 1: Að vitna um Jesú (be bls. 275 millifyrirsögn–bls. 276 gr. 1)

Nr. 2: w03 1.3. bls. 17-18 gr. 16-18

Nr. 3: Sannkristnir menn elska hver annan og halda sér aðgreindum frá heiminum (rs bls. 329 gr. 3-4)

Nr. 4: Efnishyggja er ekki aðeins það að afla sér auðs

7. feb. Biblíulestur: Dómarabókin 11–14 Söngur 209

Þjálfunarliður: Að búa til fræðandi ræðu með því að rannsaka efnið vel (be bls. 231 gr. 1-3)

Nr. 1: Að leggja áherslu á lausnarhlutverk Jesú (be bls. 276 gr. 2-3)

Nr. 2: Dómarabókin 12:1-15

Nr. 3: Hvers vegna ríkir eining meðal votta Jehóva?

Nr. 4: Sannkristnir menn eru ötulir boðberar Guðsríkis (rs bls. 330 gr. 1)

14. feb. Biblíulestur: Dómarabókin 15–18 Söngur 105

Þjálfunarliður: Að útskýra ritningarstaði (be bls. 231 gr. 4-5)

Nr. 1: Að leggja áherslu á hlutverk Jesú sem æðsti prestur og höfuð safnaðarins (be bls. 277 gr. 1-2)

Nr. 2: Dómarabókin 15:9-20

Nr. 3: # Ef einhver segir: „Ef maður trúir á Jesú skiptir engu máli hvaða kirkju maður tilheyrir.“ (rs bls. 332 gr. 2)

Nr. 4: Hvers vegna er dáleiðsla ekki fyrir kristna menn?

21. feb. Biblíulestur: Dómarabókin 19–21 Söngur 53

Þjálfunarliður: Að skilgreina hugtök (be bls. 232 gr. 1)

Nr. 1: Að leggja áherslu á hlutverk Jesú sem ríkjandi konungur (be bls. 277 gr. 3-4)

Nr. 2: w03 1.4. bls. 26 gr. 18-21

Nr. 3: # Ef einhver segir: „Hvers vegna segirðu að það sé aðeins til ein sönn trú?“ (rs bls. 332 gr. 3)

Nr. 4: Hvað eru „djúp Guðs“? (1. Kor. 2:10)

28. feb. Biblíulestur: Rutarbók 1–4 Söngur 120

Þjálfunarliður: Að rökræða út frá ritningarstöðum (be bls. 232 gr. 2-4)

Upprifjun

7. mars Biblíulestur: 1. Samúelsbók 1–4 Söngur 221

Þjálfunarliður: Að velja efni sem er gagnlegt fyrir áheyrendur (be bls. 232 gr. 5–bls. 233 gr. 4)

Nr. 1: Að leggja Krist sem grundvöll (be bls. 278 gr. 1-4)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 2:1-11

Nr. 3: Jesús reis ekki upp til himna í holdlegum líkama (rs bls. 334 gr. 1-3)

Nr. 4: Hvers vegna leita kristnir menn ekki í stjörnuspár?

14. mars Biblíulestur: 1. Samúelsbók 5–9 Söngur 151

Þjálfunarliður: Notaðu úthlutað efni (be bls. 234 gr. 1–bls. 235 gr. 3)

Nr. 1: Þetta fagnaðarerindi um ríkið (be bls. 279 gr. 1-4)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 5:1-12

Nr. 3: Hvers vegna birtist Jesús í holdlegum líkama? (rs bls. 334 gr. 4–bls. 335 gr. 2)

Nr. 4: Hvernig getum við styrkt vináttuböndin við Jehóva?

21. mars Biblíulestur: 1. Samúelsbók 10–13 Söngur 166

Þjálfunarliður: Að beita spurningum (be bls. 236 gr. 1-5)

Nr. 1: Skýrðu hvað Guðsríki er (be bls. 280 gr. 1-5)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 10:1-12

Nr. 3: Hvernig ættu kristnir menn að koma fram við ástvini sem eru ekki sömu trúar og þeir?

Nr. 4: Þeir sem reistir eru upp til að ríkja með Kristi verða eins og hann (rs bls. 335 gr. 4–bls. 336 gr. 2)

28. mars Biblíulestur: 1. Samúelsbók 14–15 Söngur 172

Þjálfunarliður: Spurningar til að koma mikilvægum hugmyndum á framfæri (be bls. 237 gr. 1-2)

Nr. 1: Að útskýra hvaða áhrif ríki Guðs hefur á okkur (be bls. 281 gr. 1-4)

Nr. 2: w03 1.5. bls. 15-16 gr. 17-21

Nr. 3: Hvers vegna borga kristnir menn skatta samviskusamlega?

Nr. 4: Hvaða þýðingu hefur upprisan fyrir mannkynið í heild? (rs bls. 336 gr. 3–bls. 337 gr. 3)

4. apríl Biblíulestur: 1. Samúelsbók 16–18 Söngur 27

Þjálfunarliður: Spurningar til að rökræða málin (be bls. 237 gr. 3–bls. 238 gr. 2)

Nr. 1: Hvers vegna er menntun mikilvæg kristnum mönnum? (wE03 15.3. bls. 10 gr. 1–bls. 11 gr. 5)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 17:41-51

Nr. 3: Þeir sem eru reistir upp verða ekki dæmdir eftir fyrri verkum (rs bls. 338 gr. 1)

Nr. 4: Með því að hugleiða afleiðingar lærum við að elska hið góða og hata hið illa

11. apríl Biblíulestur: 1. Samúelsbók 19–22 Söngur 73

Þjálfunarliður: Spurningar til að draga fram tilfinningar (be bls. 238 gr. 3-5)

Nr. 1: Hvernig geta unglingar tekið framförum í trúnni? (w03 1.5. bls. 8-10)

Nr. 2: 1. Samúelsbók 20:24-34

Nr. 3: Hvers vegna er hógværð aðlaðandi?

Nr. 4: Hvernig lifna „aðrir dauðir“ á jörðinni? (rs bls. 338 gr. 2–bls. 339 gr. 2)

18. apríl Biblíulestur: 1. Samúelsbók 23–25 Söngur 61

Þjálfunarliður: Spurningar til áhersluauka (be bls. 239 gr. 1-2)

Nr. 1: Treystu Jehóva af öllu hjarta (wE03 1.11. bls. 4-7)

Nr. 2: w03 1.6. bls. 15-16 gr. 11-14

Nr. 3: Þeir sem verða reistir upp hér á jörð (rs bls. 339 gr. 3–bls. 340 gr. 3)

Nr. 4: Hvers vegna gerði Jehóva sáttmála við Abraham?

25. apríl Biblíulestur: 1. Samúelsbók 26–31 Söngur 217

Þjálfunarliður: Spurningar til að afhjúpa rangan hugsunarhátt (be bls. 239 gr. 3-5)

Upprifjun

2. maí Biblíulestur: 2. Samúelsbók 1–3 Söngur 91

Þjálfunarliður: Áhrifaríkar samlíkingar og myndhvörf (be bls. 240 gr. 1–bls. 241 gr. 1)

Nr. 1: Menntun er ekki aðeins til þess að verða sér úti um vinnu (wE03 15.3. bls. 11 gr. 6–bls. 14 gr. 5)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 2:1-11

Nr. 3: Atburðirnir sem tengjast nærveru Krists gerast á löngu tímabili (rs bls. 341 gr. 1-2)

Nr. 4: Kostir þess að vera heiðarlegur

9. maí Biblíulestur: 2. Samúelsbók 4–8 Söngur 183

Þjálfunarliður: Notaðu dæmi (be bls. 241 gr. 2-4)

Nr. 1: Jehóva hefur einlægan áhuga á unglingum (wE03 15.4. bls. 29 gr. 4–bls. 31 gr. 4)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 5:1-12

Nr. 3: Hverju kom lögmálið til leiðar?

Nr. 4: Koma Krists er hulin sjónum manna (rs bls. 341 gr. 3–bls. 342 gr. 2)

16. maí Biblíulestur: 2. Samúelsbók 9–12 Söngur 66

Þjálfunarliður: Dæmi úr Biblíunni (be bls. 242 gr. 1-2)

Nr. 1: Tekur Jehóva eftir því sem þú gerir? (wE03 1.5. bls. 28-31)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 9:1-13

Nr. 3: Hvernig verður endurkoma Jesú og hvernig mun hvert auga sjá hann? (rs bls. 342 gr. 4–bls. 343 gr. 5)

Nr. 4: Á hvaða hátt er orð Guðs lifandi? (Hebr. 4:12)

23. maí Biblíulestur: 2. Samúelsbók 13–15 Söngur 103

Þjálfunarliður: Skilst samlíkingin eða dæmið? (be bls. 242 gr. 3–bls. 243 gr. 1)

Nr. 1: Leiðarbók Nóa — hefur hún einhverja þýðingu fyrir okkur? (w03 1.7. bls. 4-7)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 13:10-22

Nr. 3: Hvað merkja orðin í Jóhannesi 11:25, 26?

Nr. 4: Atburðir sem tengjast nærveru Krists (rs bls. 344 gr. 1-5)

30. maí Biblíulestur: 2. Samúelsbók 16–18 Söngur 132

Þjálfunarliður: Líkingar sóttar í þekktar aðstæður (be bls. 244 gr. 1-2)

Nr. 1: Hugsaðu skýrt og breyttu viturlega (w03 1.8. bls. 29-31)

Nr. 2: w03 1.7. bls. 16-17 gr. 8-11

Nr. 3: Kristnir menn þurfa ekki að halda hvíldardaginn heilagan (rs bls. 345 gr. 2-bls. 346 gr. 3)

Nr. 4: Hvers vegna er auðmýkt ekki veikleiki?

6. júní Biblíulestur: 2. Samúelsbók 19–21 Söngur 224

Þjálfunarliður: Líkingar sniðnar að áheyrendahópnum (be bls. 244 gr. 3–bls. 245 gr. 4)

Nr. 1: Lærum að meta aga (wE03 1.10. bls. 20 gr. 1–bls. 21 gr. 5)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 19:1-10

Nr. 3: Hvernig getur kristinn maður gengið inn til hvíldar Guðs?

Nr. 4: Hvergi í Biblíunni er minnst á að Adam hafi haldið hvíldardaginn (rs bls. 346 gr. 4–bls. 347 gr. 2)

13. júní Biblíulestur: 2. Samúelsbók 22–24 Söngur 74

Þjálfunarliður: Nýsitækni (be bls. 247 gr. 1-2)

Nr. 1: Vertu fús til að taka við leiðbeiningum og gættu tungunnar (wE03 15.9. bls. 21 gr. 1–bls. 22 gr. 3)

Nr. 2: 2. Samúelsbók 24:10-17

Nr. 3: Jesús skipti ekki lögmálinu í „trúarlög“ og „siðferðislög“ (rs bls. 347 gr. 3–bls. 348 gr. 1)

Nr. 4: Á hvaða hátt verður kristinn maður að aðgreina sig frá heiminum?

20. júní Biblíulestur: 1. Konungabók 1–2 Söngur 2

Þjálfunarliður: Hvernig beitti Jesús nýsitækni? (be bls. 247 gr. 3)

Nr. 1: Hvað felst í nægjusemi? (wE03 1.6. bls. 8-11)

Nr. 2: w03 1.7. bls. 21-22 gr. 1-4

Nr. 3: Hvers vegna var tíunda boðorðið sérstaklega mikilvægt?

Nr. 4: Boðorðin tíu liðu undir lok með Móselögunum (rs bls. 348 gr. 2-3)

27. júní Biblíulestur: 1. Konungabók 3–6 Söngur 167

Þjálfunarliður: Að beita nýsitækni (be bls. 248 gr. 1-3)

Upprifjun

4. júlí Biblíulestur: 1. Konungabók 7–8 Söngur 194

Þjálfunarliður: Að nota landakort, prentaða mótsdagskrá og myndbönd (be bls. 248 gr. 4–bls. 249 gr. 2)

Nr. 1: Metum öldruð trúsystkini okkar mikils (wE03 1.9. bls. 30-1)

Nr. 2: 1. Konungabók 8:1-13

Nr. 3: Hvernig sigraði Jesús heiminn?

Nr. 4: Hvers vegna var siðferðilegum hömlum ekki aflétt þegar boðorðin tíu féllu úr gildi? (rs bls. 349 gr. 1-2)

11. júlí Biblíulestur: 1. Konungabók 9–11 Söngur 191

Þjálfunarliður: Að beita nýsitækni þegar stór hópur á í hlut (be bls. 249 gr. 3–bls. 250 gr. 1)

Nr. 1: Sannanir fyrir tilvist Jesú Krists (w03 1.7. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Konungabók 9:1-9

Nr. 3: Hvaða þýðingu hefur hvíldardagurinn fyrir kristna menn? (rs bls. 349 gr. 3–bls. 351 gr. 2)

Nr. 4: Hægt er að vinna bug á fíkniávana með því að fara eftir meginreglum Biblíunnar

18. júlí Biblíulestur: 1. Konungabók 12–14 Söngur 162

Þjálfunarliður: Hvers vegna er mikilvægt að rökræða við fólk? (be bls. 251 gr. 1-3)

Nr. 1: Hugsun, verk og afleiðing (wE03 15.1. bls. 30 gr. 1-3)

Nr. 2: 1. Konungabók 12:1-11

Nr. 3: Hvernig hjálpar trúin okkur að standast prófraunir?

Nr. 4: Hverjir eru dýrlingar samkvæmt Biblíunni? (rs bls. 352 gr. 1–bls. 353 gr. 1)

25. júlí Biblíulestur: 1. Konungabók 15–17 Söngur 158

Þjálfunarliður: Hvar áttu að byrja? (be bls. 251 gr. 4–bls. 252 gr. 3)

Nr. 1: Hvernig getum við skilið hver er vilji Jehóva? (wE03 1.12. bls. 21 gr. 3–bls. 23 gr. 3)

Nr. 2: w03 1.8. bls. 27 gr. 15-17

Nr. 3: Hvers vegna biðjum við ekki til „dýrlinga“? (rs bls. 353 gr. 2-4)

Nr. 4: Hvernig hughreystir heilagur andi kristna menn?

1. ágúst Biblíulestur: 1. Konungabók 18–20 Söngur 207

Þjálfunarliður: Hvenær á maður að láta undan? (be bls. 252 gr. 4–bls. 253 gr. 2)

Nr. 1: Unglingar, breytið eins og Jehóva er samboðið (wE03 15.10. bls. 23 gr. 1–bls. 24 gr. 1)

Nr. 2: 1. Konungabók 18:1-15

Nr. 3: Allir kristnir menn geta borið mikinn ávöxt

Nr. 4: Sannleikurinn um lotningu fyrir jarðneskum leifum helgra manna og myndum af „dýrlingum“ (rs bls. 354 gr. 1–bls. 355 gr. 1)

8. ágúst Biblíulestur: 1. Konungabók 21–22 Söngur 92

Þjálfunarliður: Spyrðu spurninga og tilgreindu rök og ástæður (be bls. 253 gr. 3–bls. 254 gr. 2)

Nr. 1: Varanleg lausn á fátækt (wE03 1.8. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Konungabók 21:15-26

Nr. 3: Heilagir menn kristninnar eru ekki syndlausir (rs bls. 355 gr. 2)

Nr. 4: Hvers vegna verðum við að vera hugrökk og hvernig getum við verið það?

15. ágúst Biblíulestur: 2. Konungabók 1–4 Söngur 16

Þjálfunarliður: Haldgóðar röksemdir byggðar tryggilega á orði Guðs (be bls. 255 gr. 1–bls. 256 gr. 2)

Nr. 1: Gefins hafið þið fengið, gefins skuluð þið láta í té (wE03 1.8. bls. 20-2)

Nr. 2: 2. Konungabók 3:1-12

Nr. 3: Hvers vegna var fólk fyrir flóðið svona langlíft?

Nr. 4: Biblían kennir ekki að allir hljóti hjálpræði (rs bls. 356 gr. 3)

22. ágúst Biblíulestur: 2. Konungabók 5–8 Söngur 193

Þjálfunarliður: Viðbótarrök til frekari sönnunar (be bls. 256 gr. 3-5)

Nr. 1: Vertu háttvís og nærgætinn (wE03 1.8. bls. 29-31)

Nr. 2: w03 1.9. bls. 30 gr. 18-22

Nr. 3: Hljóta allir menn hjálpræði að lokum? (rs bls. 357 gr. 1)

Nr. 4: Hvaða góðu eiginleikum Jónasar ættum við að líkja eftir?

29. ágúst Biblíulestur: 2. Konungabók 9–11 Söngur 129

Þjálfunarliður: Leggðu fram fullnægjandi sannanir (be bls. 256 gr. 6–bls. 257 gr. 3)

Upprifjun

5. sept. Biblíulestur: 2. Konungabók 12–15 Söngur 175

Þjálfunarliður: Náðu til hjartans (be bls. 258 gr. 1–bls. 259 gr. 1)

Nr. 1: Leitarðu Jehóva í einlægni? (wE03 15.8. bls. 25-8)

Nr. 2: 2. Konungabók 12:1-12

Nr. 3: Hvers vegna ættum við að vera hógvær?

Nr. 4: Alls konar menn hljóta hjálpræði (rs bls. 357 gr. 2)

12. sept. Biblíulestur: 2. Konungabók 16–18 Söngur 203

Þjálfunarliður: Fáðu fólk til að tjá sig (be bls. 259 gr. 2-4)

Nr. 1: Hvernig var Jesú minnst? (w03 1.10. bls. 6 gr. 6–bls. 8 gr. 6)

Nr. 2: 2. Konungabók 16:10-20

Nr. 3: Biblían segir að sumir hljóti aldrei hjálpræði (rs bls. 358 gr. 1-3)

Nr. 4: Hvernig getum við metið rétt það sem Drottni þóknast?

19. sept. Biblíulestur: 2. Konungabók 19–22 Söngur 89

Þjálfunarliður: Að skapa jákvæða afstöðu (be bls. 259 gr. 5–bls. 260 gr. 1)

Nr. 1: „Haf þér til fyrirmyndar heilnæmu orðin“ (wE03 1.1. bls. 29 gr. 3–bls. 30 gr. 4)

Nr. 2: 2. Konungabók 19:20-28

Nr. 3: Er hægt að vera frelsaður í eitt skipti fyrir öll? (rs bls. 358 gr. 4–bls. 359 gr. 1)

Nr. 4: Hvað getum við lært af trúbræðrum okkar í Smýrnu til forna?

26. sept. Biblíulestur: 2. Konungabók 23–25 Söngur 84

Þjálfunarliður: Kenndu öðrum að óttast Guð (be bls. 260 gr. 2-3)

Nr. 1: Biblían og helgiritasafn hennar — 1. hluti (si bls. 299 gr. 1-6)

Nr. 2: w03 1.10. bls. 18-19 gr. 6-10

Nr. 3: Við erum bjartsýn á framtíðina

Nr. 4: Hvers vegna verður að sýna trú í verki? (rs bls. 359 gr. 2-5)

3. okt. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 1–4 Söngur 51

Þjálfunarliður: Breytni okkar skiptir Guð máli (be bls. 260 gr. 4–bls. 261 gr. 1)

Nr. 1: Biblían og helgiritasafn hennar — 2. hluti (si bls. 300-2 gr. 7-16)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 4:24-43

Nr. 3: Hvernig vitum við að Satan djöfullinn er til? (rs bls. 361 gr. 2–bls. 362 gr. 2)

Nr. 4: Jehóva elskar hvert og eitt okkar

10. okt. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 5–7 Söngur 195

Þjálfunarliður: Hjálpaðu öðrum að líta í eigin barm (be bls. 261 gr. 2-4)

Nr. 1: Biblían og helgiritasafn hennar — 3. hluti (si bls. 302-5 gr. 17-26)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 5:18-26

Nr. 3: Hvað vitum við um dag Jehóva?

Nr. 4: Satan er ekki aðeins það illa í fólki (rs bls. 362 gr. 3–bls. 363 gr. 1)

17. okt. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 8–11 Söngur 201

Þjálfunarliður: Hvettu til einlægrar hlýðni (be bls. 261 gr. 5–bls. 262 gr. 3)

Nr. 1: Hebreskur texti Heilagrar ritningar — 1. hluti (si bls. 305-6 gr. 1-5)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 10:1-14

Nr. 3: Guð skapaði ekki djöfulinn (rs bls. 363 gr. 2)

Nr. 4: Hverjum ættum við að sýna háttvísi og nærgætni?

24. okt. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 12–15 Söngur 80

Þjálfunarliður: Vinnum með Jehóva að því að ná til hjartna annarra (be bls. 262 gr. 4)

Nr. 1: Hebreskur texti Heilagrar ritningar — 2. hluti (si bls. 306-7 gr. 6-9)

Nr. 2: w04 1.1. bls. 20 gr. 10-13

Nr. 3: Hvað merkir það að ganga í nafni Jehóva?

Nr. 4: Hvers vegna eyddi Guð ekki Satan strax eftir uppreisnina? (rs bls. 363 gr. 3–bls. 364 gr. 1)

31. okt. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 16–20 Söngur 129

Þjálfunarliður: Lærðu að halda þig við tímamörkin (be bls. 263 gr. 1–bls. 264 gr. 4)

Upprifjun

7. nóv. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 21–25 Söngur 215

Þjálfunarliður: Einlæg áminning (be bls. 265 gr. 1-3)

Nr. 1: Hebreskur texti Heilagrar ritningar — 3. hluti (si bls. 307-10 gr. 10-16)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 22:1-10

Nr. 3: Vanmettu ekki mátt Satans (rs bls. 364 gr. 2–bls. 365 gr. 2)

Nr. 4: * Hvernig er hægt að styrkja hjónabandið?

14. nóv. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 26–29 Söngur 35

Þjálfunarliður: Áminning veitt vegna kærleika (be bls. 266 gr. 1-4)

Nr. 1: Hebreskur texti Heilagrar ritningar — 4. hluti (si bls. 310-12 gr. 17-25)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 29:1-9

Nr. 3: Hvers vegna eru þjónar Jehóva ofsóttir?

Nr. 4: Við losnum bráðum undan illum áhrifum Satans (rs bls. 365 gr. 4–bls. 366 gr. 3)

21. nóv. Biblíulestur: 2. Kroníkubók 1–5 Söngur 46

Þjálfunarliður: Áminning byggð á Ritningunni (be bls. 266 gr. 5–bls. 267 gr. 1)

Nr. 1: Hebreskur texti Heilagrar ritningar — 5. hluti (si bls. 312-14 gr. 26-31)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 2:1-10

Nr. 3: Reynum að skilja til hvers agi er

Nr. 4: * Er syndsamlegt að hafa kynmök? (rs bls. 367 gr. 1–bls. 368 gr. 2)

28. nóv. Biblíulestur: 2. Kroníkubók 6–9 Söngur 106

Þjálfunarliður: Sýndu „djörfung“ (be bls. 267 gr. 2-3)

Nr. 1: Grískur texti Heilagrar ritningar — 1. hluti (si bls. 315-16 gr. 1-7)

Nr. 2: w04 1.2. bls. 13-14 gr. 3-6

Nr. 3: Hvernig sýnum við að við gleðjumst yfir Jehóva?

Nr. 4: * Hvað segir Biblían um samkynhneigð? (rs bls. 368 gr. 4–bls. 369 gr. 2)

5. des. Biblíulestur: 2. Kroníkubók 10–14 Söngur 116

Þjálfunarliður: Hvers vegna er mikilvægt að vera hvetjandi? (be bls. 268 gr. 1-3)

Nr. 1: Grískur texti Heilagrar ritningar — 2. hluti (si bls. 316-17 gr. 8-16)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 12:1-12

Nr. 3: Hvers vegna þörfnumst við náðar Guðs?

Nr. 4: Breytingar sem við þurfum að gera til að þóknast Guði (rs bls. 369 gr. 3–bls. 370 gr. 1)

12. des. Biblíulestur: 2. Kroníkubók 15–19 Söngur 182

Þjálfunarliður: Minntu á hvað Jehóva hefur gert (be bls. 268 gr. 4–bls. 269 gr. 2)

Nr. 1: Grískur texti Heilagrar ritningar — 3. hluti (si bls. 317-19 gr. 17-25)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 19:1-11

Nr. 3: Hvernig gat fullkominn maður syndgað? (rs bls. 371 gr. 2–bls. 372 gr. 3)

Nr. 4: Hvað getum við lært af fjölskyldu Jesú?

19. des. Biblíulestur: 2. Kroníkubók 20–24 Söngur 186

Þjálfunarliður: Bentu á hvernig Jehóva hefur hjálpað þjónum sínum (be bls. 269 gr. 3-5)

Nr. 1: Grískur texti Heilagrar ritningar — 4. hluti (si bls. 319-20 gr. 26-32)

Nr. 2: w03 1.12. bls. 23-4 gr. 13-15

Nr. 3: Kostir þess að vera nægjusamur

Nr. 4: Hvers vegna verðum við að skilja hversu alvarlegt það er að syndga? (rs bls. 373 gr. 1–bls. 374 gr. 1)

26. des. Biblíulestur: 2. Kroníkubók 25–28 Söngur 137

Þjálfunarliður: Sýndu að þú hafir yndi af því sem Guð er að gera núna (be bls. 270 gr. 1–bls. 271 gr. 1)

Upprifjun

* Skal aðeins fela bræðrum.

# Veldu, eftir því sem tími leyfir, svör við mótbárum, fullyrðingum og svo framvegis sem koma að bestum notum á starfssvæðinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila