Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 10. október
Söngur 17
5 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
10 mín.: Staðbundnar þarfir.
10 mín.: „Dagskrá sérstaka mótsdagsins.“ Ræða í umsjón öldungs byggð á samnefndri grein í Ríkisþjónustu okkar í ágúst 2005, bls. 6.
20 mín.: „Höldum áfram að tala orð Guðs af djörfung.“a Biðjið áheyrendur um að segja frá aðstæðum þar sem það gæti verið þrautin þyngri að hafa þá djörfung sem þarf til að gefa vitnisburð. Hvernig hefur þeim tekist það?
Söngur 78 og lokabæn.
Vikan sem hefst 17. október
Söngur 36
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Notið þriðja hlutann í viðauka Ríkisþjónustu okkar í september 2005 og nefnið eitt eða tvö dæmi um hvernig hægt er að nota Biblíuna sem best á biblíunámskeiðum.
15 mín.: Varist hætturnar á Netinu. Ræða öldungs byggð á grein í Vaknið! á ensku, 8. desember 2004, bls. 18-21.
20 mín.: „Sýnum persónulegan áhuga — með því að vera vingjarnleg.“b Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig við getum sýnt öðrum góðvild í boðunarstarfinu. Aðrar leiðir til að sýna persónulegan áhuga verða til umfjöllunar síðar í Ríkisþjónustu okkar.
Söngur 2 og lokabæn.
Vikan sem hefst 24. október
Söngur 68
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Lesið reikningshaldsskýrsluna og staðfestingu á framlögum sem hafa verið send. Notið eina af tillögunum í viðauka Ríkisþjónustu okkar í janúar 2005 eða aðra sem hentar á svæðinu og sýnið hvernig hægt er að bjóða tilboð mánaðarins í nóvember. — Sjá Ríkisþjónustu okkar í janúar 2005, bls. 8, gr. 5.
15 mín.: Hefur þú góðar lestrarvenjur? Umræður við áheyrendur út frá völdu efni í Boðunarskólabókinni bls. 21-26. Hvað gætum við haft á lestraráætlun okkar? (Rammi á bls. 21.) Hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að lesa ritin sem við fáum? (bls. 23, gr. 2) Hvernig er hægt að viðhalda góðri lestraráætlun? (bls. 26, gr. 3-4) Hvenær gefur þú þér tíma til að lesa Varðturninn og Vaknið! Hvernig hefur það gagnast þér?
20 mín.: Fylgjum mælikvarða Guðs í klæðnaði okkar og snyrtingu. Ræða og umræður við áheyrendur í umsjón öldungs byggð á Varðturninum 1. september 2002, bls. 30-32. Spyrjið áheyrendur hvernig snyrtilegur klæðnaður geti opnað leiðir fyrir okkur að vitna um trúna.
Söngur 153 og lokabæn.
Vikan sem hefst 31. október
Söngur 209
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila skýrslum um starfið í október. Notið tillögurnar á bls. 8 eða aðrar tillögur og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. október og Vaknið! október-desember. Boðberinn, sem býður Varðturninn, leggur grunninn að endurheimsókn með því að beina athyglinni að rammanum „Í næsta blaði“. — Sjá Ríkisþjónustu okkar í október 1998, bls. 8, gr. 7-8.
15 mín.: Notum blaðaleið til að glæða áhuga fólks. Ræða og umræður við áheyrendur byggð á Ríkisþjónustu okkar í maí 2005, bls. 8. Hvernig getum við bætt fólki inn á blaðaleiðina okkar? (gr. 1) Hvernig getum við samið syrpur af stuttum umfjöllunum um einn ritningarstað? (gr. 3) Hvers vegna er ekki nóg að lesa bara valinn ritningarstað? (gr. 4) Hvernig er hægt að koma af stað biblíunámskeiði hjá þeim sem maður er með á blaðaleiðinni? (gr. 5) Hafið með sýnikennslu þar sem boðberi les og fjallar um einn valinn ritningarstað hjá húsráðanda á blaðaleið sinni.
20 mín.: Unglingar sem eru staðfastir en samt háttvísir. Ræða öldungs byggð á Varðturninum á ensku, 15. september 2002, bls. 23-24, frá millifyrirsögninni „Refrain Respectfully“. Biðjið einn eða tvo unglinga fyrir fram um að segja frá hvaða erfiðleikum þeir hafi mætt í skólanum og hvernig þeir hafi tekið á þeim með góðum árangri.
Söngur 222 og lokabæn.
Vikan sem hefst 7. nóvember
Söngur 39
5 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
20 mín.: Bætum einbeitingu okkar á samkomum. Ræða og umræður við áheyrendur byggð á Varðturninum 1. nóvember 2002, bls. 20-22, gr. 11-14. Farið yfir tillögurnar sem eru gefnar þar og spyrjið áheyrendur um hvað hafi reynst þeim best til að hafa sem mest gagn af samkomunum.
20 mín.: „Öðlumst færni í því að rökræða við aðra.“c Biðjið fáeina boðbera fyrir fram um að segja frá hvernig þeim hafi tekist að rökræða við fólk með mismunandi bakgrunn.
Söngur 50 og lokabæn.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.