Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Bók fyrir alla menn, Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið í fyrstu heimsókn. Ef húsráðandi á bókina fyrir er tilvalið að sýna hvernig hægt er að hafa gagn af henni með því að kynna biblíunámsaðferðina stuttlega. Október: Varðturninn og Vaknið! Þar sem áhuga er að finna má bjóða smáritið Langar þig að vita meira um Biblíuna? með það í huga að hefja biblíunámskeið.
◼ Þar sem fimm helgar eru í september væri kjörið að nota mánuðinn til aðstoðarbrautryðjandastarfs.
◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis eftir 1. september heitir „Hvers vegna er Biblían áreiðanleg?“
◼ Gott væri ef umsóknir um brautryðjandastarf bærust deildarskrifstofunni að minnsta kosti 30 dögum áður en útnefningin á að taka gildi. Áður en umsóknir eru sendar til deildarskrifstofunnar ætti ritari safnaðarins að fara yfir þær til að ganga úr skugga um að þær séu rétt útfylltar. Ef umsækjendur muna ekki nákvæmlega hvenær þeir létu skírast ættu þeir að reyna að áætla dagsetninguna og skrá hana hjá sér. Ritarinn skráir dagsetninguna á boðberakortið.
◼ Árleg talning allra rita og blaða á lager skal fara fram 31. ágúst 2007 eða eins nálægt þeim degi og hægt er. Þetta er sams konar talning og sú sem bókaumsjónarmaðurinn framkvæmir mánaðarlega. Niðurstöðutölur skal færa á ritatalningareyðublaðið (S-18). Upplýsingar um heildarfjölda blaða á lager má fá hjá blaðaþjónum hlutaðeigandi safnaða. Ritari umsjónarsafnaðarins á að hafa eftirlit með talningunni og undirrita eyðublaðið ásamt öldungi í forsæti í umsjónarsöfnuðinum. Hver umsjónarsöfnuður fær send þrjú eintök af ritatalningareyðublaðinu (S-18). Vinsamlegast sendið frumritið til deildarskrifstofunnar ekki síðar en 6. september. Haldið eftir afriti fyrir skjalasafnið. Þriðja eintakið má nota sem vinnublað.
◼ Í þessari Ríkisþjónustu er að finna námsáætlun fyrir yfirferð bókarinnar Mesta mikilmenni fram að áramótum. Framhald námsskrárinnar verður birt síðar.