Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í október: Varðturninn og Vaknið! Þar sem áhuga er að finna má bjóða smáritið Langar þig að vita meira um Biblíuna? með það í huga að hefja biblíunámskeið. Nóvember: Lærum af kennaranum mikla. Ef húsráðandi á engin börn má bjóða Haltu vöku þinni! Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Janúar: Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Einnig má bjóða Þekkingarbókina og Haltu vöku þinni!
◼ Þar sem fimm helgar eru í desember væri kjörið að nota mánuðinn til aðstoðarbrautryðjandastarfs.
◼ Farið verður yfir myndina Transfusion-Alternative Health Care — Meeting Patient Needs and Rights (Læknismeðferð án blóðgjafar — þarfir og réttindi sjúklinga) á þjónustusamkomu í janúar. Ef einhverja vantar þessa mynd er þeim bent á að panta hana í ritadeild safnaðarins eins fljótt og hægt er.
◼ Með þessu tölublaði Ríkisþjónustunnar fylgir „Námsskrá Boðunarskólans árið 2008“ sem halda á til haga fyrir næsta ár.
◼ Athugið að bróðirinn, sem sér um síðasta verkefnið á þjónustusamkomunni, á að kynna lokasönginn. Að honum loknum á hann eða annar hæfur bróðir, sem hefur verið talað við fyrir fram, að ljúka samkomunni með bæn.