Námsskrá Boðunarskólans árið 2008
LEIÐBEININGAR
Boðunarskólinn verður með eftirfarandi sniði árið 2008.
KENNSLURIT: Biblían 1981, Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum [be], „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“ („Öll Ritningin er innblásin af Guði og nytsöm“) (útgáfan frá 1990) [si], og Umræðuefni úr Biblíunni [td].
Skólinn á að hefjast Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn. Síðan eru allir boðnir velkomnir. Skólinn fer svo fram eins og segir hér að neðan. Eftir hvert verkefni kynnir umsjónarmaður skólans það næsta.
ÞJÁLFUNARLIÐUR: 5 mínútur. Umsjónarmaður skólans, aðstoðarleiðbeinandi eða annar hæfur öldungur fjallar um ákveðið þjálfunarstig samkvæmt Boðunarskólabókinni. (Í söfnuðum þar sem öldungar eru fáir má hæfur safnaðarþjónn sjá um þjálfunarliðinn.)
1. VERKEFNI: 10 mínútur. Þetta er kennsluræða hæfs öldungs eða safnaðarþjóns byggð á Varðturninum, Boðunarskólabókinni eða „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“. Markmiðið á ekki aðeins að vera það að fara yfir efnið heldur einnig að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess. Draga skal fram það sem söfnuðurinn hefur mest gagn af. Nota skal uppgefið stef. Bræðurnir, sem sjá um þetta verkefni, eiga að gæta þess að halda sig innan tímamarka. Það má leiðbeina þeim einslega eftir því sem þörf er á.
HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 10 mínútur. Hæfur öldungur eða safnaðarþjónn notar fyrstu fimm mínúturnar til að heimfæra efnið á staðbundnar þarfir. Hann getur fjallað um hvaða hluta af biblíulesefni vikunnar sem er. Þetta á ekki aðeins að vera samantekt efnisins heldur er meginmarkmiðið að sýna áheyrendum fram á hvernig og hvers vegna efnið er verðmætt. Ræðumaðurinn á ekki að vera lengur en fimm mínútur með fyrri hluta höfuðþáttanna. Hann skal gæta þess að áheyrendur fái fimm mínútur til að gefa stuttar athugasemdir (30 sekúndur eða styttri) um það sem þeim þótti athyglisvert í biblíulesefni vikunnar eða þeir telja geta komið sér að gagni. Umsjónarmaður skólans biður síðan nemendur að ganga til skólastofu sinnar.
2. VERKEFNI: 4 mínútur eða skemur. Þetta er upplestur í umsjá bróður. Nemandinn á aðeins að lesa efnið en ekki koma með inngangs- og niðurlagsorð. Umsjónarmaður skólans leggur áherslu á að hjálpa nemendum að lesa eðlilega og lipurlega og með skilningi, réttum merkingaráherslum, raddbrigðum og þögnum.
3. VERKEFNI: 5 mínútur. Þetta verkefni er í umsjá systur. Systur, sem fá þetta verkefni, velja annaðhvort sviðsetningu sjálfar af listanum á blaðsíðu 82 í Boðunarskólabókinni eða þeim er úthlutuð sviðsetning. Nemandinn ætti að nota stefið sem honum er úthlutað og vinna úr því á raunhæfan hátt miðað við aðstæður á boðunarsvæði safnaðarins. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum hins trúa og hyggna þjóns. Úthluta ætti nýjum nemendum verkefnum þar sem vísað er í heimildarefni. Umsjónarmaður skólans hefur sérstakan áhuga á því hvernig nemandinn vinnur úr efninu og hvernig hann hjálpar viðmælanda sínum að rökhugsa með hliðsjón af Biblíunni og skilja aðalatriði efnisins. Umsjónarmaður skólans velur aðstoðarmann handa nemandanum.
4. VERKEFNI: 5 mínútur. Nemandinn ætti að vinna úr stefinu sem honum er úthlutað. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn lætur í té. Þegar bróður er falið þetta verkefni ætti að flytja það sem ræðu og miða það við áheyrendur í ríkissalnum. Þegar systir sér um verkefnið ætti alltaf að flytja það í samræmi við leiðbeiningarnar fyrir 3. verkefni. Umsjónarmaður skólans getur falið bróður 4. verkefni hvenær sem hann telur það vera viðeigandi. Sé verkefnið stjörnumerkt ætti alltaf að úthluta því bræðrum og þeir ættu að flytja það sem ræðu. Mælt er með því að úthluta öldungum eða safnaðarþjónum stjörnumerktum verkefnum ef nógu margir öldungar og safnaðarþjónar eru í söfnuðinum til að sjá um öll verkefnin í Boðunarskólanum og á Þjónustusamkomunni.
LEIÐBEININGAR: 1 mínúta. Umsjónarmaður skólans tilkynnir ekki fyrir fram hvaða þjálfunarlið nemandinn er að vinna að. Eftir 2., 3. og 4. verkefni kemur umsjónarmaðurinn með jákvæðar athugasemdir um einhvern þátt ræðunnar sem ástæða er til að hrósa fyrir. Hann á ekki aðeins að hrósa ræðunni almennt heldur benda á hvers vegna ákveðinn þáttur ræðunnar var áhrifaríkur. Veita má aðrar uppbyggilegar leiðbeiningar einslega eftir samkomuna eða við annað tækifæri eftir því sem þörf er á.
TÍMAVARSLA: Hvorki ræðurnar né ábendingar leiðbeinandans ættu að fara yfir tímamörkin. Annað til fjórða verkefni skulu stöðvuð kurteislega þegar tíminn er útrunninn. Ef bræður, sem sjá um inngangsræðuna um þjálfunarliðinn, 1. verkefni eða höfuðþætti biblíulesefnisins, fara yfir tímann ætti að leiðbeina þeim einslega. Allir ættu að fylgjast vel með tímanum. Skóladagskráin í heild á að taka 45 mínútur fyrir utan söng og bæn.
RÁÐLEGGINGABLAÐIÐ er í kennslubókinni.
AÐSTOÐARLEIÐBEINANDI: Öldungaráðið getur valið annan hæfan öldung, ef kostur er, sem aðstoðarleiðbeinanda. Ef allmargir öldungar eru í söfnuðinum geta þeir skipst á að sinna þessu verkefni frá ári til árs. Aðstoðarleiðbeinandinn hefur það verkefni að veita leiðbeiningar einslega ef bræðurnir, sem sjá um 1. verkefni og höfuðþætti biblíulesefnisins, þurfa á því að halda. Hann þarf ekki að gefa samöldungum eða safnaðarþjónum leiðbeiningar eftir hverja einustu ræðu.
UPPRIFJUN: 30 mínútur. Umsjónarmaður skólans stjórnar upprifjun á tveggja mánaða fresti. Fyrst er fjallað um þjálfunarlið og höfuðþætti biblíulesefnisins í samræmi við leiðbeiningarnar að ofan. Upprifjunin byggist á því efni sem farið hefur verið yfir í skólanum undanfarna tvo mánuði, þar á meðal í yfirstandandi viku. Ef upprifjun ber upp á viku þegar svæðismót er haldið, skal fresta henni (og öðru sem er á dagskrá þá vikuna) um eina viku. Efni skólans í vikunni þar á eftir skal fært fram um eina viku. Ef upprifjun ber upp á farandhirðisviku eiga söngurinn, þjálfunarliðurinn og höfuðþættirnir að vera á sínum stað. Flytja skal kennsluræðuna (á eftir þjálfunarliðnum) sem er á dagskrá næstu viku. Upprifjunin verður þá í Boðunarskóla næstu viku á eftir þjálfunarliðnum og höfuðþáttum biblíulesefnisins.
Námsskrá
7. jan. Biblíulestur: Matteus 1-6 Söngur 62
Þjálfunarliður: Að gefa fullnægjandi skýringar (be bls. 228 gr. 1-2)
Nr. 1: Kynning á Matteusi (si bls. 175-77 gr. 1-10)
Nr. 2: Matteus 5:1-20
Nr. 3: Allir þjást vegna syndar Adams (td 38B)
Nr. 4: Hvernig hjálpar heilagur andi Guðs okkur?
14. jan. Biblíulestur: Matteus 7–11 Söngur 224
Þjálfunarliður: Hjartað á hlut að máli (be bls. 228 gr. 3-5)
Nr. 1: Hafðu yndi af orði Guðs (be bls. 9 gr. 1-5)
Nr. 2: Matteus 10:1-23
Nr. 3: Hvers vegna borgar það sig að vera heiðarlegur?
Nr. 4: Hver var forboðni ávöxturinn? (td 38C)
21. jan. Biblíulestur: Matteus 12–15 Söngur 133
Þjálfunarliður: Fræðandi fyrir áheyrendur (be bls. 230 gr. 1-6)
Nr. 1: Lestu daglega í Biblíunni (be bls. 10 gr. 1–bls. 12 gr. 3)
Nr. 2: Matteus 14:1-22
Nr. 3: Hvað er að syndga gegn heilögum anda? (td 38D)
Nr. 4: Hvað eða hver er andkristur?
28. jan. Biblíulestur: Matteus 16–21 Söngur 176
Þjálfunarliður: Að búa til fræðandi ræðu með því að rannsaka efnið vel (be bls. 231 gr. 1-3)
Nr. 1: ‚Gætið að hvernig þið heyrið‘ (be bls. 13 gr. 1–bls. 14 gr. 4)
Nr. 2: Matteus 17:1-20
Nr. 3: Hvenær tóku tímar heiðingjanna enda? (td 39A)
Nr. 4: Það sem er heilagt í lífi kristinna manna
4. feb. Biblíulestur: Matteus 22-25 Söngur 151
Þjálfunarliður: Að útskýra ritningarstaði (be bls. 231 gr. 4-5)
Nr. 1: Að hlusta á samkomum og mótum (be bls. 15 gr. 1–bls. 16 gr. 5)
Nr. 2: Matteus 23:1-24
Nr. 3: Eilíft líf verður ekki leiðigjarnt
Nr. 4: Hvernig getum við fundið hina einu sönnu trú? (td 40A)
11. feb. Biblíulestur: Matteus 26-28 Söngur 110
Þjálfunarliður: Að skilgreina hugtök (be bls. 232 gr. 1)
Nr. 1: Matteusarguðspjall — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 180-81 gr. 29-33)
Nr. 2: Matteus 27:1-22
Nr. 3: Hvers vegna er ekki nóg að viðurkenna tilvist Guðs?
Nr. 4: Er rangt að fordæma falskenningar? (td 40B)
18. feb. Biblíulestur: Markús 1-4 Söngur 167
Þjálfunarliður: Að rökræða út frá ritningarstöðum (be bls. 232 gr. 2-4)
Nr. 1: Kynning á Markúsi (si bls. 181-83 gr. 1-11)
Nr. 2: Markús 2:1-17
Nr. 3: Það er nauðsynlegt að skipta um trú sé trú manns röng (td 40C)
Nr. 4: Hugrekki sem er sprottið af kærleika
25. feb. Biblíulestur: Markús 5-8 Söngur 72
Þjálfunarliður: Að velja efni sem er gagnlegt fyrir áheyrendur (be bls. 232 gr. 5–bls. 233 gr. 1-4)
Upprifjun
3. mars Biblíulestur: Markús 9-12 Söngur 195
Þjálfunarliður: Notaðu úthlutað efni (be bls. 234 gr. 1–bls. 235 gr. 3)
Nr. 1: Að þjálfa minnisgáfuna (be bls. 17 gr. 1–bls. 19 gr. 1)
Nr. 2: Markús 11:1-18
Nr. 3: Hvers vegna getur Guð ekki logið?
Nr. 4: Sér Guð eitthvað gott í öllum trúarbrögðum? (td 40D)
10. mars Biblíulestur: Markús 13-16 Söngur 87
Þjálfunarliður: Að beita spurningum (be bls. 236 gr. 1-5)
Nr. 1: Markúsarguðspjall — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 186 gr. 31-33)
Nr. 2: Markús 14:1-21
Nr. 3: Hverjir verða reistir upp frá dauðum? (td 41A)
Nr. 4: Hvers vegna getur ‚reiði manns ekki áunnið það, sem rétt er fyrir Guði‘? (Jak. 1:20)
17. mars Biblíulestur: Lúkas 1-3 Söngur 13
Þjálfunarliður: Spurningar til að koma mikilvægum hugmyndum á framfæri (be bls. 237 gr. 1-2)
Nr. 1: Kynning á Lúkasi (si bls. 187-88 gr. 1-9)
Nr. 2: Lúkas 1:1-23
Nr. 3: Hvers vegna er trúin „ónýt án verkanna“? (Jak. 2:20)
Nr. 4: Hvar verða hinir dánu reistir upp? (td 41B)
24. mars Biblíulestur: Lúkas 4-6 Söngur 156
Þjálfunarliður: Spurningar til að rökræða málin (be bls. 237 gr. 3–bls. 238 gr. 2)
Nr. 1: Andi Guðs hjálpar okkur að muna (be bls. 19 gr. 2–bls. 20 gr. 3)
Nr. 2: Lúkas 4:1-21
Nr. 3: Eru Vottar Jehóva ný trúarbrögð? (td 42A)
Nr. 4: Guðsótti getur aftrað okkur frá því að syndga
31. mars Biblíulestur: Lúkas 7-9 Söngur 122
Þjálfunarliður: Spurningar til að draga fram tilfinningar (be bls. 238 gr. 3-5)
Nr. 1: Hvers vegna að vera kostgæfinn við lestur? (be bls. 21 gr. 1–bls. 23 gr. 3)
Nr. 2: Lúkas 7:1-17
Nr. 3: Hvað bendir til þess að Guð elski okkur og vilji að við séum hamingjusöm?
Nr. 4: Allir kristnir menn verða að vera þjónar orðsins (td 43A)
7. apríl Biblíulestur: Lúkas 10-12 Söngur 68
Þjálfunarliður: Spurningar til áhersluauka (be bls. 239 gr. 1-2)
Nr. 1: Að lesa af kostgæfni (be bls. 23 gr. 4–bls. 26 gr. 4)
Nr. 2: Lúkas 11:37-54
Nr. 3: Hæfniskröfur til þjóna orðsins (td 43B)
Nr. 4: Hvernig ber okkur að skilja orðin í Opinberunarbókinni 17:17?
14. apríl Biblíulestur: Lúkas 13-17 Söngur 86
Þjálfunarliður: Spurningar til að afhjúpa rangan hugsunarhátt (be bls. 239 gr. 3-5)
Nr. 1: Námsaðferðir (be bls. 27 gr. 1–bls. 31 gr. 2)
Nr. 2: Lúkas 16:1-15
Nr. 3: Hvað lærum við af lögum Guðs um eftirtíning? (3. Mós. 19:9, 10)
Nr. 4: Jehóva er ekki hluti af þrenningu (td 44A)
21. apríl Biblíulestur: Lúkas 18-21 Söngur 182
Þjálfunarliður: Áhrifaríkar samlíkingar og myndhvörf (be bls. 240 gr. 1–bls. 241 gr. 1)
Nr. 1: Lúkasarguðspjall — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 192-93 gr. 30-35)
Nr. 2: Lúkas 18:1-17
Nr. 3: Sonurinn er ekki jafn föður sínum (td 44B)
Nr. 4: Hvað felst í því að ‚gera allt án þess að mögla‘? (Fil. 2:14)
28. apríl Biblíulestur: Lúkas 22-24 Söngur 218
Þjálfunarliður: Notaðu dæmi (be bls. 241 gr. 2-4)
Upprifjun
5. maí Biblíulestur: Jóhannes 1-4 Söngur 31
Þjálfunarliður: Dæmi úr Biblíunni (be bls. 242 gr. 1-2)
Nr. 1: Kynning á Jóhannesi (si bls. 193-95 gr. 1-9)
Nr. 2: Jóhannes 3:1-21
Nr. 3: Hvað getum við lært af því að Davíð skyldi neita að láta drepa Sál?
Nr. 4: Hvernig eru Guð og Kristur eitt? (td 44C)
12. maí Biblíulestur: Jóhannes 5-7 Söngur 150
Þjálfunarliður: Skilst samlíkingin eða dæmið? (be bls. 242 gr. 3–bls. 243 gr. 1)
Nr. 1: Nám er gefandi (be bls. 31 gr. 3–bls. 32 gr. 4)
Nr. 2: Jóhannes 6:1-21
Nr. 3: Hvað lærum við af frásögunni af Ananíasi og Saffíru?
Nr. 4: Heilagur andi er ekki persóna (td 44D)
19. maí Biblíulestur: Jóhannes 8-11 Söngur 102
Þjálfunarliður: Líkingar sóttar í þekktar aðstæður (be bls. 244 gr. 1-2)
Nr. 1: Rannsóknir og efnisleit (be bls. 33 gr. 1–bls. 35 gr. 2)
Nr. 2: Jóhannes 11:38-57
Nr. 3: Hvað er heilagur andi? (td 1A)
Nr. 4: Hvers vegna var tíunda boðorðið sett fyrst ekki var hægt að refsa þeim sem braut það?
26. maí Biblíulestur: Jóhannes 12-16 Söngur 3
Þjálfunarliður: Líkingar sniðnar að áheyrendahópnum (be bls. 244 gr. 3–bls. 245 gr. 4)
Nr. 1: Lærðu að nota hjálpargögn (be bls. 35 gr. 2–bls. 38 gr. 4)
Nr. 2: Jóhannes 12:1-19
Nr. 3: Lífskraftur manna og dýra er kallaður andi (td 1B)
Nr. 4: Hvernig getum við varpað áhyggjum okkar á Jehóva? (Sálm. 55:23)
2. júní Biblíulestur: Jóhannes 17-21 Söngur 198
Þjálfunarliður: Nýsitækni (be bls. 247 gr. 1-2)
Nr. 1: Jóhannesarguðspjall — hvers vegna gagnlegt (si bls. 198-99 gr. 30-35)
Nr. 2: Jóhannes 21:1-14
Nr. 3: Hvers vegna að trúa á Guð sem við getum ekki séð?
Nr. 4: Hvers vegna ættum við að forðast andatrú? (td 1C)
9. júní Biblíulestur: Postulasagan 1-4 Söngur 92
Þjálfunarliður: Hvernig beitti Jesús nýsitækni? (be bls. 247 gr. 3)
Nr. 1: Kynning á Postulasögunni (si bls. 199-200 gr. 1-8)
Nr. 2: Postulasagan 1:1-14
Nr. 3: Hvers vegna verða kristnir menn fyrir andstöðu? (td 2A)
Nr. 4: Hvað felst í því að ‚halda djörfung‘ sinni? (Hebr. 3:6)
16. júní Biblíulestur: Postulasagan 5-7 Söngur 2
Þjálfunarliður: Að beita nýsitækni (be bls. 248 gr. 1-3)
Nr. 1: Að semja uppkast (be bls. 39-42)
Nr. 2: Postulasagan 5:1-16
Nr. 3: Kona á ekki að leyfa eiginmanni að gera sig viðskila við Guð (td 2B)
Nr. 4: Hvers vegna er guðsótti upphaf spekinnar? (Sálm. 111:10)
23. júní Biblíulestur: Postulasagan 8-10 Söngur 116
Þjálfunarliður: Að nota landakort, prentaða mótsdagskrá og myndbönd (be bls. 248 gr. 4–bls. 249 gr. 2)
Nr. 1: Að undirbúa nemendaverkefni fyrir skólann (be bls. 43 gr. 1–bls. 44 gr. 3)
Nr. 2: Postulasagan 8:1-17
Nr. 3: Hvernig mun Jesús ‚bjarga hinum snauða‘? (Sálm. 72:12)
Nr. 4: * Maður á ekki að leyfa eiginkonu sinni að hindra sig í að þjóna Guði (td 2C)
30. júní Biblíulestur: Postulasagan 11-14 Söngur 79
Þjálfunarliður: Að beita nýsitækni þegar stór hópur á í hlut (be bls. 249 gr. 3–bls. 250 gr. 1)
Upprifjun
7. júlí Biblíulestur: Postulasagan 15-17 Söngur 203
Þjálfunarliður: Hvers vegna er mikilvægt að rökræða við fólk? (be bls. 251 gr. 1-3)
Nr. 1: Viðfangsefni og sviðsetning (be bls. 44 gr. 4–bls. 46 gr. 2)
Nr. 2: Postulasagan 16:1-15
Nr. 3: Hvers vegna getum við þjónað Jehóva óttalaust?
Nr. 4: Biblían er innblásið orð Guðs (td 3A)
14. júlí Biblíulestur: Postulasagan 18-21 Söngur 32
Þjálfunarliður: Hvar áttu að byrja? (be bls. 251 gr. 4–bls. 252 gr. 3)
Nr. 1: Að semja ræður ætlaðar söfnuðinum (be bls. 47 gr. 1–bls. 49 gr. 1)
Nr. 2: Postulasagan 20:1-16
Nr. 3: Biblían er hagnýtur leiðarvísir á okkar dögum (td 3B)
Nr. 4: Hvað getum við lært af banninu í 2. Mósebók 23:19b?
21. júlí Biblíulestur: Postulasagan 22-25 Söngur 200
Þjálfunarliður: Hvenær á maður að láta undan? (be bls. 252 gr. 4–bls. 253 gr. 2)
Nr. 1: Að semja ræður fyrir þjónustusamkomuna eða aðrar samkomur (be bls. 49 gr. 2–bls. 51 gr. 1)
Nr. 2: Postulasagan 22:1-16
Nr. 3: Hvernig uppfylla vottar Jehóva orðin í Jóhannesi 13:34, 35?
Nr. 4: Biblían er bók fyrir allar þjóðir og kynkvíslir (td 3C)
28. júlí Biblíulestur: Postulasagan 26-28 Söngur 29
Þjálfunarliður: Spyrðu spurninga og tilgreindu rök og ástæður (be bls. 253 gr. 3–bls. 254 gr. 2)
Nr. 1: Postulasagan — hvers vegna gagnleg? (si bls. 204-5 gr. 32-40)
Nr. 2: Postulasagan 26:1-18
Nr. 3: Blóðgjafir stríða gegn heilagleika blóðsins (td 4A)
Nr. 4: Hvers vegna er Jehóva þolinmóður?
4. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 1-4 Söngur 170
Þjálfunarliður: Haldgóðar röksemdir byggðar tryggilega á orði Guðs (be bls. 255 gr. 1–bls. 256 gr. 2)
Nr. 1: Kynning á Rómverjabréfinu (si bls. 205-6 gr. 1-7)
Nr. 2: Rómverjabréfið 3:1-20
Nr. 3: Hvernig styrkja englarnir og vernda þjóna Guðs?
Nr. 4: Á maður að bjarga lífi sínu sama hvað það kostar? (td 4B)
11. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 5-8 Söngur 207
Þjálfunarliður: Viðbótarrök til frekari sönnunar (be bls. 256 gr. 3-5)
Nr. 1: Að semja ræður ætlaðar almenningi (be bls. 52 gr. 1–bls. 54 gr. 1)
Nr. 2: Rómverjabréfið 6:1-20
Nr. 3: Allir kristnir menn verða að boða fagnaðarerindið (td 5A)
Nr. 4: Ráðvendni getur verndað okkur
18. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 9-12 Söngur 152
Þjálfunarliður: Leggðu fram fullnægjandi sannanir (be bls. 256 gr. 6–bls. 257 gr. 3)
Nr. 1: Rómverjabréfið — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 208-9 gr. 20-25)
Nr. 2: Rómverjabréfið 9:1-18
Nr. 3: Hvers vegna er varasamt að slúðra og breiða út hviksögur?
Nr. 4: Hvers vegna heimsækjum við fólk aftur og aftur? (td 5B)
25. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 13-16 Söngur 16
Þjálfunarliður: Náðu til hjartans (be bls. 258 gr. 1–bls. 259 gr. 1)
Upprifjun
1. sept. Biblíulestur: 1. Korintubréf 1-9 Söngur 199
Þjálfunarliður: Fáðu fólk til að tjá sig (be bls. 259 gr. 2-4)
Nr. 1: Kynning á 1. Korintubréfi (si bls. 210-11 gr. 1-7)
Nr. 2: 1. Korintubréf 4:1-17
Nr. 3: Boðunarstarfið leysir okkur undan blóðskuld (td 5C)
Nr. 4: Eru efnislegar eigur merki um blessun Guðs?
8. sept. Biblíulestur: 1. Korintubréf 10-16 Söngur 35
Þjálfunarliður: Að skapa jákvæða afstöðu (be bls. 259 gr. 5–bls. 260 gr. 1)
Nr. 1: 1. Korintubréf — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 213-14 gr. 23-6)
Nr. 2: 1. Korintubréf 13:1–14:6
Nr. 3: Af hverju eru gerendur orðsins hamingjusamir?
Nr. 4: Bænir sem Guð heyrir (td 6A)
15. sept. Biblíulestur: 2. Korintubréf 1-7 Söngur 58
Þjálfunarliður: Kenndu öðrum að óttast Guð (be bls. 260 gr. 2-3)
Nr. 1: Kynning á 2. Korintubréfi (si bls. 214 gr. 1-4)
Nr. 2: 2. Korintubréf 1:1-14
Nr. 3: Sumar bænir eru til einskis (td 6B)
Nr. 4: Af hverju gleðjast sannkristnir menn þegar þeir eru ofsóttir?
22. sept. Biblíulestur: 2. Korintubréf 8-13 Söngur 12
Þjálfunarliður: Breytni okkar skiptir Guð máli (be bls. 260 gr. 4–bls. 261 gr. 1)
Nr. 1: 2. Korintubréf — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 216-17 gr. 18-20)
Nr. 2: 2. Korintubréf 9:1-15
Nr. 3: Af hverju eru sannkristnir menn ekki hluti af þessum heimi?
Nr. 4: Hver eru orsök dauðans (td 7A)
29. sept. Biblíulestur: Galatabréfið 1-6 Söngur 163
Þjálfunarliður: Hjálpaðu öðrum að líta í eigin barm (be bls. 261 gr. 2-4)
Nr. 1: Kynning á Galatabréfinu og hvers vegna gagnlegt (si bls. 217-20 gr. 1-6, 14-18)
Nr. 2: Galatabréfið 1:1-17
Nr. 3: Geta hinir dánu skaða okkur? (td 7B)
Nr. 4: Kærleikurinn getur unnið bug á óttanum við menn
6. okt. Biblíulestur: Efesusbréfið 1-6 Söngur 99
Þjálfunarliður: Hvettu til einlægrar hlýðni (be bls. 261 gr. 5–bls. 262 gr. 3)
Nr. 1: Kynning á Efesusbréfinu og hvers vegna gagnlegt (si bls. 220-23 gr. 1-8, 16-19)
Nr. 2: Efesusbréfið 3:1-19
Nr. 3: Það er ekki veikleikamerki að biðjast afsökunar
Nr. 4: Geta menn talað við dána ættingja (td 7C)
13. okt. Biblíulestur: Filippíbréfið 1-Kólossubréfið 4 Söngur 123
Þjálfunarliður: Vinnum með Jehóva að því að ná til hjartna annarra (be bls. 262 gr. 4)
Nr. 1: Kynning á Filippíbréfinu og hvers vegna gagnlegt (si bls. 223-25 gr. 1-7, 12-14)
Nr. 2: Filippíbréfið 3:1-16
Nr. 3: Er djöfullinn persóna? (td 8A)
Nr. 4: * Kólossubréfið — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 228 gr. 12-14)
20. okt. Biblíulestur: 1. Þessaloníkubréf 1–2. Þessaloníkubréf 3 Söngur 161
Þjálfunarliður: Lærðu að halda þig við tímamörkin (be bls. 263 gr. 1–bls. 264 gr. 4)
Nr. 1: Kynning á 1. og 2. Þessaloníkubréfi og hvers vegna gagnleg (si bls. 229-31 gr. 1-5, 13-15; bls. 232-3 gr. 1-4, 10-11)
Nr. 2: 1. Þessaloníkubréf 1:1–2:8
Nr. 3: Djöfullinn er ósýnilegur stjórnandi heimsins (td 8B)
Nr. 4: * 1. og 2. Tímóteusarbréf — hvers vegna gagnleg? (si bls. 236-37 gr. 15-19; bls. 238-39 gr. 10-12)
27. okt. Biblíulestur: 1. Tímóteusarbréf 1–2. Tímóteusarbréf 4 Söngur 69
Þjálfunarliður: Einlæg áminning (be bls. 265 gr. 1-3)
Upprifjun
3. nóv. Biblíulestur: Títusarbréf 1-Fílemonsbréf Söngur 149
Þjálfunarliður: Áminning er veitt vegna kærleika (be bls. 266 gr. 1-4)
Nr. 1: Kynning á Títusarbréfi og hvers vegna gagnlegt (si bls. 239-41 gr. 1-4, 8-10)
Nr. 2: Títusarbréf 1:1-16
Nr. 3: Hvað segir Biblían um fallna engla? (td 8C)
Nr. 4: * Fílemonsbréfið — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 242-43 gr. 7-10)
10. nóv. Biblíulestur: Hebreabréfið 1-8 Söngur 144
Þjálfunarliður: Áminning byggð á Ritningunni (be bls. 266 gr. 5–bls. 267 gr. 1)
Nr. 1: Kynning á Hebreabréfinu (si bls. 243-44 gr. 1-9)
Nr. 2: Hebreabréfið 3:1-19
Nr. 3: Endurkoma Krists er ósýnileg (td 9A)
Nr. 4: Munurinn á sannri og falskri auðmýkt
17. nóv. Biblíulestur: Hebreabréfið 9-13 Söngur 28
Þjálfunarliður: Sýndu djörfung (be bls. 267 gr. 2-3)
Nr. 1: Hebreabréfið — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 247 gr. 23-27)
Nr. 2: Hebreabréfið 10:1-17
Nr. 3: Endurkoma Krists þekkist á áþreifanlegum staðreyndum (td 9B)
Nr. 4: Hvernig stuðlar fyrirgefning að einingu?
24. nóv. Biblíulestur: Jakobsbréf 1-5 Söngur 88
Þjálfunarliður: Hvers vegna er mikilvægt að vera hvetjandi? (be bls. 268 gr. 1-3)
Nr. 1: Kynning á Jakobsbréfi og hvers vegna gagnlegt (si bls. 248-50 gr. 1-7, 15-17)
Nr. 2: Jakobsbréfið 1:1-21
Nr. 3: Getur þú borið kennsl á falsspámenn? (td 10A)
Nr. 4: Hvernig ‚gengur miskunnsemin sigri hrósandi að dómi‘? (Jak. 2:13)
1. des. Biblíulestur: 1. Pétursbréf 1–2. Pétursbréf 3 Söngur 18
Þjálfunarliður: Minntu á hvað Jehóva hefur gert (be bls. 268 gr. 4–bls. 269 gr. 2)
Nr. 1: Kynning á 1. Pétursbréfi og hvers vegna gagnlegt (si bls. 251-53 gr. 1-5, 11-13)
Nr. 2: 1. Pétursbréf 2:1-17
Nr. 3: Hvers vegna samþykkir Guð ekki forfeðradýrkun? (td 11A)
Nr. 4: * 2. Pétursbréf — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 255 gr. 8-10)
8. des. Biblíulestur: 1. Jóhannesarbréf 1–Júdasarbréf Söngur 50
Þjálfunarliður: Bentu á hvernig Jehóva hefur hjálpað þjónum sínum (be bls. 269 gr. 3-5)
Nr. 1: Kynning á 1., 2. og 3. Jóhannesarbréfi og hvers vegna gagnleg (si bls. 256-58 gr. 1-5, 11-13; bls. 259 gr. 1-3, 5; bls. 260-61 gr. 1-3, 5)
Nr. 2: 1. Jóhannesarbréf 4:1-16
Nr. 3: Heiðra má menn en Guð einan tilbiðja (td 11B)
Nr. 4: * Júdasarbréfið — hvers vegna gagnlegt? (si bls. 262-63 gr. 8-10)
15. des. Biblíulestur: Opinberunarbókin 1-6 Söngur 219
Þjálfunarliður: Sýndu að þú hafir yndi af því sem Guð er að gera núna (be bls. 270 gr. 1–bls. 271 gr. 1)
Nr. 1: Kynning á Opinberunarbókinni (si bls. 263-64 gr. 1-6)
Nr. 2: Opinberunarbókin 3:1-13
Nr. 3: Manninum eru ekki ákveðin forlög (td 12A)
Nr. 4: Langlyndi og miskunnsemi Jehóva er ekki takmarkalaus
22. des. Biblíulestur: Opinberunarbókin 7-14 Söngur 21
Þjálfunarliður: Nýtum okkur boðunarskólann til fullnustu (be bls. 5 gr. 1–bls. 8 gr. 1)
Nr. 1: Opinberunarbókin — hvers vegna gagnleg (si bls. 268-69 gr. 28-34)
Nr. 2: Opinberunarbókin 8:1-13
Nr. 3: Hvað gerir Guðsríki fyrir mannkynið? (td 13A)
Nr. 4: Hvað er átt við með orðunum „Guð er meiri en hjarta vort“? (1. Jóh. 3:20)
29. des. Biblíulestur: Opinberunarbókin 15-22 Söngur 60
Þjálfunarliður: Nákvæmni í lestri (be bls. 83 gr. 1–bls. 84 gr. 1)
Upprifjun
* Skal aðeins fela bræðrum, helst öldungum eða safnaðarþjónum.