Spurningakassinn
◼ Hvernig geta allir lagt sitt af mörkum til að auðvelt sé að læra á samkomunum? (5. Mós. 31:12)
Við berum djúpa virðingu fyrir Jehóva og samkomunum sem hann hefur látið okkur í té. Þess vegna viljum við mæta snemma og vera undir það búin að þiggja kennslu frá Jehóva. Það er gott að velja sér sæti framarlega í salnum svo að fólk með ungbörn eða fólk, sem kemur stundum seint, geti fundið sæti aftarlega. Áður en samkoman hefst ætti að stilla farsíma og önnur raftæki þannig að þau valdi ekki truflun. Ef allir viðstaddir gæta þess að sýna viðeigandi virðingu alla samkomuna verða truflanir fáar og smávægilegar. — Préd. 4:17; Fil. 2:4.
Þegar áhugasamir byrja að koma á samkomur gæti sá sem þau þekkja í söfnuðinum boðist til að sitja hjá þeim. Það er sérstaklega gagnlegt ef hinir áhugasömu eiga börn sem þarf að sinna. Fjölskyldan er líklega óvön því að sækja samkomur og yrði eflaust þakklát fyrir að fá sæti aftarlega í salnum. Þar skapast minni truflun fyrir aðra ef foreldrarnir þyrftu að bregða sér úr aðalsalnum um stundarsakir til að sinna börnunum. (Orðskv. 22:6, 15) Ungbarnafjölskyldur ættu ekki að koma sér fyrir í aðskildum sal þar sem börnunum gæti fundist allt í lagi að vera með læti. Það er yfirleitt best að foreldrar fari með börnin úr aðalsalnum til að aga þau eða sinna öðrum þörfum þeirra og komi síðan aftur með börnin í salinn.
Salarverðir gæta þess að andrúmsloftið í salnum hæfi tilbeiðsluhúsi. Þeir aðstoða fjölskyldur og þá sem koma stundum seint við að finna hentug sæti. Salarverðirnir sýna nærgætni og tillitssemi og gæta þess að valda ekki óþarfa ónæði þegar þeir hjálpa öðrum að finna sæti. Þeir beita góðri dómgreind þegar þeir taka á óvæntum truflunum. Þegar hegðun barns truflar aðra bjóða salarverðirnir vingjarnlega fram aðstoð sína.
Allir sem eru viðstaddir samkomurnar geta stuðlað að góðu andrúmslofti þar sem auðvelt er að fræðast um Jehóva og fyrirætlun hans um friðsælan og réttlátan nýjan heim. — Hebr. 10:24, 25.