Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 15. febrúar
VIKAN SEM HEFST 15. FEBRÚAR
Söngur 54 (144)
□ Safnaðarbiblíunám:
lv 17. kafli gr. 1-10
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Dómarabókin 15-18
Nr. 1: Dómarabókin 16:1-12
Nr. 2: Það þjóna ekki allir sama Guði (td 22D)
Nr. 3: Af hverju kallaði Jesús djöfulinn,lyginnar föður‘? (Jóh. 8:44)
□ Þjónustusamkoma:
Söngur 13 (45)
5 mín.: Tilkynningar.
15 mín.: Verum undirbúin þegar við bjóðum Varðturninn og Vaknið! Farið stuttlega yfir efni nýjustu blaðanna og bendið á hvaða greinar geti helst vakið áhuga fólks á safnaðarsvæðinu. Sýnið eintal þar sem boðberi býr sig undir að bjóða blaðið. Hann hugleiðir hvaða grein gæti hentað á svæðinu, undirbýr spurningu og velur ritningarstað sem hann ætlar að nota. Hann heldur síðan áfram undirbúningnum með því að æfa hvernig hann ætlar að bjóða bæði blöðin.
15 mín.: „Komið og fylgið mér.“ Farið yfir greinina með spurningum og svörum. Eftir að farið hefur verið yfir greinina skal nota efnið á bls. 70 í Boðunarskólabókinni til að minna á hvernig svara skal á samkomum.
Söngur 21 (72)