Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í janúar: Hvað kennir Biblían? Ef húsráðandi á bókina fyrir má bjóða bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? eða Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Febrúar: Er til skapari sem er annt um okkur? eða Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn? Mars: Hvað kennir Biblían? Leggið áherslu á að hefja biblíunámskeið. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið!
◼ Ritin okkar á kínversku eru gefin út með tvenns konar leturgerð. Fólk frá Hong Kong og Taívan les hefðbundna kínverska letrið (CH). Flestir aðrir kínverskumælandi lesa einfaldað kínverskt letur (CHS). Leturgerðin, sem viðkomandi les, er óháð því hvort hann talar kantonsku, mandarín eða aðra mállýsku. Þess vegna er mikilvægt að ganga úr skugga um hvaða leturgerð hann kýs að lesa. Það má nota bæklinginn Good News for People of All Nations, bls. 16-17, til að gera samanburð. Þá er hægt að fullvissa sig um að verið sé að panta réttu ritin.
◼ Fjallað verður um mynddiskinn Jehovah’s Witnesses — Organized to Share the Good News á þjónustusamkomu í ágúst. Þeir boðberar, sem eiga ekki diskinn, ættu að panta hann í ritaafgreiðslu safnaðarins sem fyrst.