Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Vottar Jehóva – Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir? og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Hvað kennir Biblían? og Mesta mikilmenni sem lifað hefur? Október: Varðturninn og Vaknið!
◼ Ritarar ættu að ganga úr skugga um að þeir hafi útnefningarbréf (S-202-IC) fyrir alla brautryðjendur í söfnuðinum. Ef það vantar, á að láta deildarskrifstofuna vita skriflega.
◼ Til að upplýsingar um samkomutíma safnaðarins séu réttar á vefsíðunni jw.org er mikilvægt að ritarinn sjái til þess að þær séu uppfærðar ef og þegar söfnuðurinn breytir um samkomutíma.
◼ Í lögum um meðferð persónuupplýsinga segir að ekki megi skrá viðkvæmar upplýsingar um fólk. Viðkvæmar persónuupplýsingar teljast: Upplýsingar um uppruna, litarhátt, kynþátt og stjórnmálaskoðanir, svo og trúar- eða aðrar lífsskoðanir, stéttarfélagsaðild og upplýsingar um heilsuhagi og kynhegðan. Þá má ekki skrá upplýsingar um refsiverðan verknað, upplýsingar um alvarleg félagsleg vandamál eða fjölskylduvandamál og þess háttar. Þessar reglur koma í sjálfu sér ekki í veg fyrir að við getum skráð minnispunkta í boðunarstarfinu, en það er engin ástæða að skrá meira en þurfa þykir. Það er ágæt regla að skrifa bara það sem maður gæti sýnt viðkomandi. (Matt 7:12) Til að geta komið aftur vel undirbúinn ætti að vera nóg að punkta hjá sér það sem maður hefur sjálfur sagt, hvaða ritningarstaði maður hefur lesið og hvaða rit maður hefur lofað að koma með næst. Við mælum með því að minnispunktar fyrir boðunarstarfið séu skráðir í venjulega minnisbók en ekki á forprentuð minnisblöð sem gætu ef til vill minnt á minnisblöðin fyrir boðunarstarfið sem við notuðum áður fyrr. Ef söfnuðir eða boðberar eiga enn forprentuð minnisblöð skal þeim fargað.