Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 26. mars
VIKAN SEM HEFST 26. MARS
Söngur 92 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
cl 19. kafli gr. 18-23, rammi á bls. 198 (25 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Jeremía 12-16 (10 mín.)
Nr. 1: Jeremía 13:1-14 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Kristnir menn eiga aðeins að giftast „í Drottni“ – td 19D (5 mín.)
Nr. 3: Sannkristnir menn stunda ekki fjölkvæni – td 19E (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Tilkynningar. Skýrið söfnuðinum frá hversu mörg svæði hefur ekki verið farið yfir með boðsmiðann fyrir minningarhátíðina.
10 mín.: Gleymið ekki gestrisninni. (Hebr. 13:1, 2) Ræða öldungs. Farið yfir ráðstafanir safnaðarins fyrir minningarhátíðina. Komið með tillögur að því hvernig allir geta sýnt þeim sem koma á minningarhátíðina gestrisni, bæði gestum og óvirkum boðberum. Sýnið stuttlega hvernig boðberi býður gest, sem fékk boðsmiða, velkominn á minningarhátíðina og síðan hvernig hann gerir ráðstafanir eftir dagskrána til að hitta hann aftur.
20 mín.: „Undur sköpunarverksins opinbera dýrð Guðs.“ Spurningar og svör. Notið efnið í fyrstu og síðustu grein fyrir stuttan inngang og niðurlag. Spyrjið áheyrendur hvernig þessi mynddiskur hefur nýst þeim. Ræðið hvernig megi nota hann í boðunarstarfinu.
Söngur 110 og bæn