Breytingar á samkomum í miðri viku
Frá og með 3. september verður safnaðarbiblíunámið lengt í 30 mínútur. Í inngangsorðum sínum ætti stjórnandi námsins að nota eina mínútu til að rifja upp efni síðustu viku. Þjónustusamkoman verður jafnframt stytt í 30 mínútur. Dagskrárliðurinn „Tilkynningar“ verður felldur niður. Í staðinn ætti að flytja nauðsynlegar tilkynningar í byrjun fyrsta dagskrárliðar. Það ætti sjaldan að vera þörf á mörgum tilkynningum, ef nokkrum. Ekki þarf að útlista dagskrá kvöldsins eða tilkynna hverjir sjá um ræstingu. Það ætti heldur ekki að flytja kveðjur eða tilkynna samansafnanir. (km 10.08 bls. 1 gr. 4) Ef flytja á langa tilkynningu væri gott að þeir sem sjá um atriði á þjónustusamkomunni fái að vita af því tímanlega svo að þeir geti stytt þau.