Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 1. október
VIKAN SEM HEFST 1. OKTÓBER
Söngur 103 og bæn
□ Safnaðarbiblíunám:
cl 30. kafli gr. 10-18 (30 mín.)
□ Boðunarskóli:
Biblíulestur: Daníel 4-6 (10 mín.)
Nr. 1: Daníel 4:18-28 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Hvers vegna ættu kristnir menn ekki að koma nálægt dulspeki? (5 mín.)
Nr. 3: Hverjir fá líf á himnum? – td 28B (5 mín.)
□ Þjónustusamkoma:
5 mín.: Hefjum biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í október. Notið tillöguna á þessari blaðsíðu og sýnið hvernig hægt væri að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í október. Hvetjið alla til að reyna að hefja biblíunámskeið.
15 mín.: Hvernig stóðum við okkur á síðasta þjónustuári? Ræða starfshirðis. Farið yfir starfsemi safnaðarins á nýliðnu þjónustuári og beinið athyglinni að því sem vel hefur tekist. Veitið viðeigandi hrós. Takið viðtal við einn eða tvo boðbera sem geta sagt hvetjandi starfsfrásögur. Nefnið eitt eða tvennt sem söfnuðurinn getur einbeitt sér að á næsta þjónustuári og hvernig hægt sé að gera það.
10 mín.: Hvernig má bjóða Varðturninn og Vaknið! fyrir október-desember. Ræða með þátttöku áheyrenda. Notið hálfa til eina mínútu til að fara yfir nokkrar greinar í blöðunum sem gætu höfðað til fólks á safnaðarsvæðinu. Notið síðan forsíðugreinar Varðturnsins og biðjið áheyrendur að stinga upp á spurningum sem vekja áhuga og ritningarstöðum sem hægt væri að lesa. Gerið það sama með forsíðugreinar Vaknið! og eina grein í viðbót í öðru hvoru blaðinu ef tími leyfir. Sviðsetjið hvernig bjóða megi bæði blöðin.
Söngur 85 og bæn