Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í janúar og febrúar: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum eða Nafn Guðs sem vara mun að eilífu. Bjóðið bókina Hvað kennir Biblían? í endurheimsóknum og reynið að hefja biblíunámskeið. Mars: Varðturninn og Vaknið! Bjóða má bókina Hvað kennir Biblían? í endurheimsóknum. Ef það á betur við er hægt að bjóða bæklingana Biblían – hver er boðskapur hennar? eða Var lífið skapað? og reyna að hefja biblíunámskeið.
◼ Opinberi fyrirlesturinn, sem farandhirðirinn mun flytja seinni hluta þjónustuársins 2013, ber heitið: „Fagnaðarboðskapur handa sérhverri þjóð, kynkvísl og tungu.“
◼ Í greininni „Þú gætir þurft að leita að fólki til að boða því fagnaðarerindið“ í Ríkisþjónustu okkar í júlí 2012 segir í grein 5: „Síðan ættum við að láta starfshirðinn eða aðstoðarmann hans vita við fyrsta tækifæri svo að hann geti uppfært svæðisskrár safnaðarins. Þetta ætti að gera hvort sem einstaklingurinn sýnir áhuga eða ekki.” Þessar leiðbeiningar eiga ekki við á Íslandi. Söfnuðir mega ekki halda skrá yfir þá sem tala erlend tungumál eða heimilisföng þeirra. Boðberar verða sjálfir að finna þá sem tala erlend tungumál á því svæði sem þeim er úthlutað í söfnuðinum.
◼ Deildarskrifstofan í Skandinavíu tók formlega til starfa mánudaginn 3. september. Nýja betelfjölskyldan kom saman í matsalnum í Holbæk til að fara yfir dagstextann – einnig betelítar komnir frá Noregi og Svíþjóð – en þýðingarskrifstofurnar í Noregi og Svíþjóð voru einnig tengdar í gegnum fjarfundarbúnað. Fyrstu þrjá daga vikunnar verður sá háttur hafður á. Einnig var Varðturnsnámið sama kvöld áhugavert. Það fór fram á dönsku, greinarnar voru lesnar á sænsku, svarað var á dönsku, norsku og sænsku og lokabænin flutt á norsku. Við erum vissulega sameinað fólk og tölum öll sama málið, hið hreina tungumál sannleikans. (Sef. 3:9; NW) Hvorki landamæri, menning né nokkuð annað sundrar okkur. Þetta sýnir greinilega að andi Jehóva sameinar fólk hans. Við erum honum þakklát og njótum þess að fá að vera samverkamenn hans í alheimssöfnuði hans. – Gal. 5:22,23.