Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 17. mars
VIKAN SEM HEFST 17. MARS
Söngur 113 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 4 gr. 10-18 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 1. Mósebók 43-46 (10 mín.)
Nr. 1: 1. Mósebók 44:18-34 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Manninum eru ekki ákveðin forlög – td 12A (5 mín.)
Nr. 3: Hvaða gjöf Guðs er sérstaklega verðmæt og hvers vegna? – Sálm. 36:10; lv kafli 7 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
15 mín.: Sýnum nærgætni í boðunarstarfinu. Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á Boðunarskólabókinni bls. 197 gr. 1 til bls. 199 gr. 4. Hafðu raunsæja sýnikennslu þar sem boðberi svarar mótbáru án þess að sýna nærgætni. Hafðu svo aðra sýnikennslu þar sem boðberi svarar sömu mótbárunni en sýnir nærgætni.
15 mín.: „Ætlar þú að nota tækifærið?“ Spurningar og svör. Fáðu viðstadda til að segja frá hvernig þeir ætla að skipuleggja lestur á biblíuversunum fyrir minningarhátíðina. Segðu frá ráðstöfunum safnaðarins varðandi minningarhátíðina.
Söngur 8 og bæn