Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 31. mars
VIKAN SEM HEFST 31. MARS
Söngur 105 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 5 gr. 1-8 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 2. Mósebók 1-6 (10 mín.)
Nr. 1: 2. Mósebók 2:1-14 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Guðsríki tekur til starfa meðan óvinir Krists eru enn við lýði – td 13B (5 mín.)
Nr. 3: Hvað er „saurlifnaður“? – 1. Kor. 6:9; lv kafli 9 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
10 mín.: „Nýtum eldri tölublöð vel.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Látið boðbera vita hvaða eldri tölublöð eru til á lager sem þeir gætu notað í starfinu. Spyrjið áheyrendur hvernig þeim hefur gengið að nota eldri blöð. Í lokin skaltu fá starfshirðinn til að segja frá hvernig söfnuðinum gengur að dreifa boðsmiðum fyrir minningarhátíðina.
10 mín.: Staðbundnar þarfir.
10 mín.: Hvað lærum við? Ræða með þátttöku áheyrenda. Fáðu einhvern til að lesa Matteus 28:20 og 2. Tímóteusarbréf 4:17. Ræðið hvernig þessi biblíuvers geta hjálpað okkur í boðunarstarfinu.
Söngur 135 og bæn