Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 8. september
VIKAN SEM HEFST 8. SEPTEMBER
Söngur 133 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 12 gr. 16-21, rammi á bls. 127 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 4. Mósebók 22-25 (10 mín.)
Nr. 1: 4. Mósebók 22:36-23:10 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Guð ber ekki ábyrgð á erfiðleikum heimsins – td 21A (5 mín.)
Nr. 3: Hvað má læra af því hvernig Jesús leit á hlýðni við Guð? – 1. Jóh. 5:3; lv kafli 1 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
15 mín.: Sýndu kurteisi í boðunarstarfinu. (2. Kor. 6:3) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á eftirfarandi spurningum: (1) Hvers vegna er mikilvægt að sýna kurteisi í boðunarstarfinu? (2) Hvernig sýnum við kurteisi þegar (a) hópurinn okkar kemur á starfssvæðið? (b) við göngum á milli húsa í íbúðarhverfi eða keyrum milli húsa í dreifbýli? (c) við stöndum við dyr? (d) starfsfélagi okkar er að segja frá fagnaðarerindinu? (e) húsráðandinn er að tala? (f) húsráðandinn er upptekinn eða veðrið vont? (g) húsráðandinn er ókurteis?
15 mín.: „Tökum framförum í boðunarstarfinu – leggjum grunn að endurheimsókn.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Sviðsettu eintal sem sýnir boðbera undirbúa sig fyrir boðunarstarfið og semja spurningu til að leggja grunn að endurheimsókn þegar húsráðandinn þiggur blöðin.
Söngur 68 og bæn