Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 22. september
VIKAN SEM HEFST 22. SEPTEMBER
Söngur 9 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 13 gr. 11-18 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 4. Mósebók 30-32 (10 mín.)
Nr. 1: 4. Mósebók 32:16-30 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Guð lætur í ljós mikla miskunn sína – td 21C (5 mín.)
Nr. 3: Hvers vegna þurfum við að vanda valið þegar við veljum okkur vini? – 1. Kor. 15:33; lv kafli 3 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
15 mín.: Það auðgar lífið að vera trúboði. (Orðskv. 10:22) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á árbókinni 2014 bls. 123, gr. 2 að bls. 127, gr. 4; og bls. 169. Bjóddu áheyrendum að benda á hvaða lærdóm megi draga af frásögunum.
15 mín.: „Notaðu jw.org í boðunarstarfinu.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Sviðsettu kynninguna í grein 2. Spyrðu síðan áheyrendur eftirfarandi spurninga: Hvaða kosti hefur það að vera búinn að hlaða niður myndskeiðinu í snjallsímann okkar eða spjaldtölvuna? Hvers vegna er oft best að spila myndskeiðið fyrir húsráðanda án þess að hafa langa kynningu eða biðja um leyfi? Hver er reynsla þín af því að nota þetta myndskeið í boðunarstarfinu? Í lokin skaltu hvetja boðbera til að kynna sér vel efni jw.org og nýta sér vefsíðuna í boðunarstarfinu.
Söngur 84 og bæn