Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 8. desember
VIKAN SEM HEFST 8. DESEMBER
Söngur 6 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 17 gr. 1-8 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: Jósúabók 1-5 (10 mín.)
Nr. 1: Jósúabók 1:1-18 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Er Pétur „kletturinn“ sem kirkjan er byggð á? – td 25B (5 mín.)
Nr. 3: Af hverju þurfti Jesús að þjást og deyja? – Mark. 10:33; cf kafli 17 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
Þema mánaðarins: Berum „gott fram“ úr þeim góða sjóði sem okkur hefur verið falinn. – Matt. 12:35a.
10 mín.: Margt gott í vændum í þessum mánuði. Ræða. Beindu athygli safnaðarins að þema mánaðarins. (Matt. 12:35a) Sá sem kenndi okkur sannleikann gaf okkur andlega fjársjóði. (Sjá Varðturninn 1. maí 2002 bls. 26 gr. 5-7.) Eins ættum við að gefa öðrum af okkar sjóði. (Gal. 6:6) Vektu áhuga á því góða sem við munum fara yfir á þjónustusamkomum í þessum mánuði. Við fáum hjálp til að verða færari kennarar auk þess sem við lærum að syngja nýja söngva.
20 mín.: „Tökum framförum í boðunarstarfinu – notum bókina Hvað kennir Biblían? til að sýna hvernig biblíunámskeið fer fram.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Fáðu góðan boðbera eða brautryðjanda til að sýna hvernig nota má bókina Hvað kennir Biblían? til að halda biblíunámskeið.
Söngur 96 og bæn