Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 15. desember
VIKAN SEM HEFST 15. DESEMBER
Söngur 1 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 17 gr. 9-16 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: Jósúabók 6-8 (10 mín.)
Nr. 1: Jósúabók 8:18-29 (4 mín. eða skemur)
Nr. 2: Dó Jesús á krossi? – td 26A (5 mín.)
Nr. 3: Hvað hefur Jesús gert síðan hann fór frá jörðinni? – Matt. 28:18; cf kafli 18 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
Þema mánaðarins: Berum „gott fram“ úr þeim góða sjóði sem okkur hefur verið falinn. – Matt. 12:35a.
15 mín.: „Að halda árangursrík biblíunámskeið.“ Spurningar og svör. Þegar búið er að fara yfir 3. grein skaltu hafa sýnikennslu í tveimur þáttum sem sýnir boðbera og biblíunemanda ræða um 8. grein í 15. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Í fyrri sýnikennslunni talar boðberinn of mikið. Í þeirri síðari spyr boðberinn viðhorfsspurninga til að átta sig á því hvað nemandinn er að hugsa.
15 mín.: Verkfæri til að hjálpa okkur að útskýra trú okkar í sambandi við ártalið 1914. Byrjaðu á 7 mínútna sýnikennslu þar sem boðberi notar skýringarmynd í Varðturninum janúar – febrúar 2015 á bls. 11, til að sýna biblíunemanda sínum yfirlit um spádóminn í 4. kafla Daníelsbókar og hvernig hann tengist Guðsríki. Bjóddu áheyrendum að útskýra hvers vegna þeim fannst sýnikennslan áhrifarík. Í lokin skaltu lesa Opinberunarbókina 12:10, 12 og bjóða áheyrendum að segja hvernig vitneskjan um að Guðsríki tók til starfa árið 1914 hvetur okkur til að boða fagnaðarerindið af kappi.
Söngur 99 og bæn