Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 9. mars
VIKAN SEM HEFST 9. MARS
Söngur 44 og bæn
Safnaðarbiblíunám:
cl kafli 21 gr. 9-15 (30 mín.)
Boðunarskóli:
Biblíulestur: 1. Samúelsbók 1-4 (8 mín.)
Nr. 1: 1. Samúelsbók 2:30-36 (3 mín. eða skemur)
Nr. 2: Hverju er spáð í Biblíunni um Messías? – igw bls. 10 (5 mín.)
Nr. 3: Asa – sýnum sannri tilbeiðslu brennandi áhuga – w12 15.8. bls. 8-10; w14 15.8. bls. 16-20 (5 mín.)
Þjónustusamkoma:
Þema mánaðrins: Verum „hlýðin og reiðubúin til sérhvers góðs verks“. – Tít. 3:1.
10 mín.: „Verum ,hlýðin og reiðubúin til sérhvers góðs verks‘.“ Ræða byggð á þema mánaðarins. Lestu og ræddu um Orðskviðina 21:5, Títusarbréfið 3:1 og 1. Pétursbréf 3:15. Útskýrðu hvernig góður undirbúningur kemur þjónum Guðs að gagni. Tíundaðu nokkra dagskrárliði á þjónustusamkomum í mánuðinum og ræddu hvernig þeir tengjast þema mánaðarins.
10 mín.: Viðtal við umsjónarmann Boðunarskólans. Í hverju felst verkefni þitt? Hvernig undirbýrðu þig til að hafa umsjón með skólanum í hverri viku? Hvers vegna ættu nemendur að undirbúa verkefnin sín vel? Hvaða gagn hafa áheyrendur af því að lesa yfir efnið áður en þeir koma á samkomuna?
10 mín.: „Undirbúningur fyrir minningarhátíðina.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Rifjið stuttlega upp upplýsingar á blaðsíðu 2 í Ríkisþjónustu okkar í mars 2013. Hafðu sýnikennslu þar sem boðberi býður gest velkominn á minningarhátíðina.
Söngur 8 og bæn