Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í september og október: Varðturninn og Vaknið! Nóvember og desember: Hvað kennir Biblían? eða eitt eftirtalinna smárita: Geta hinir dánu lifað á ný?, Hvernig lítur þú á Biblíuna?, Hvernig heldurðu að framtíðin verði?, Hvað gerir fjölskyldulífið hamingjuríkt?, Hvað er ríki Guðs?, Hver stjórnar heiminum? eða Taka þjáningar einhvern tíma enda?
◼ Byrjað verður að fara yfir bókina Komið og fylgið mér í safnaðarbiblíunáminu í vikunni sem hefst 19. október 2015. Þess skal gætt að nægar birgðir séu til af bókinni í söfnuðunum.
◼ Sérræðan 2016 verður flutt í vikunni sem hefst 28. mars. Tilkynnt verður síðar um heiti ræðunnar. Í þeim söfnuðum sem mót stendur yfir þessa helgi eða farandhirðisheimsókn skal sérræðan flutt viku síðar. Ræðuna á ekki að flytja neins staðar fyrir 28. mars.
◼ Byggingarstarf: Allir skírðir bræður og systur, sem eru til fyrirmyndar, með hæfni eða reynslu af byggingar- og viðhaldsvinnu geta tekið þátt í slíkum verkefnum á sínum heimaslóðum. Þeir sem vilja sækja um verða að vera að minnsta kosti 17 ára, heilsuhraustir og andlega, siðferðislega og tilfinningalega sterkir. Þó svo að mesta þörfin sé fyrir fólk sem hefur reynslu af byggingarvinnu, geta þeir sem hafa ekki mikla reynslu af því sem snýr að byggingarvinnu líka sótt um. Ef þú hefur áhuga á að sækja um að taka þátt í þessari heilögu þjónustu skaltu hafa samband við ritara safnaðarins og biðja um eyðublaðið Umsókn um hönnunar og byggingarvinnu á svæðinu (DC-50).