Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb19 janúar bls. 7
  • Páll þakkaði Guði og hresstist við

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Páll þakkaði Guði og hresstist við
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2019
  • Svipað efni
  • Allir uppörvast saman
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Þeir leggja hart að sér til að þjóna okkur
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
  • Farandumsjónarmenn – samverkamenn í sannleikanum
    Vottar Jehóva — sameinaðir í að gera vilja Guðs um allan heim
  • Farandumsjónarmenn — gjafir í mönnum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2019
mwb19 janúar bls. 7
Páll þakkar Guði þegar hópur bræðra kemur til móts við hann.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Páll þakkaði Guði og hresstist við

Þegar söfnuðurinn í Róm frétti að Páll væri á leiðinni fór hópur bræðra um 64 km til móts við hann. Hvaða áhrif hafði fórnfýsi þeirra á Pál? Þegar Páll sá þá þakkaði hann Guði og hresstist við. (Post 28:15) Þótt Páll væri þekktur fyrir að uppörva söfnuðina sem hann heimsótti, var hann á þessum tíma fangi og kunni að meta að fá uppörvun. – 2Kor 13:10.

Nú á tímum ferðast farandhirðar frá einum söfnuði til annars til að uppörva bræður og systur. Eins og allir þjónar Guðs geta þeir af og til orðið þreyttir, kvíðafullir eða niðurdregnir. Hvað gætir þú gert til að hvetja farandhirðinn og eiginkonu hans næst þegar þau heimsækja söfnuðinn þinn svo þið getið „uppörvast saman“? – Róm 1:11, 12.

  • Farandhirðir stýrir samkomu fyrir boðunina.

    Sæktu samansafnanir. Það er hvetjandi fyrir farandhirðinn þegar boðberar eru tilbúnir að fórna einhverju til að hafa sem mest gagn af þessari sérstöku starfsviku. (1Þess 1:2, 3; 2:20) Hugleiddu hvort þú gætir gerst aðstoðarbrautryðjandi í mánuðinum sem hann heimsækir söfnuðinn. Gætirðu boðist til að fara í boðunina með honum eða eiginkonu hans eða tekið annað þeirra með þér til biblíunemanda? Þeim finnst gaman að boða trúna með mismunandi boðberum, þar á meðal nýjum og þeim sem hafa ekki öðlast færni í boðuninni.

  • Fjölskylda sýnir farandhirði og eiginkonu hans gestrisni.

    Sýndu gestrisni. Gætirðu boðið þeim gistingu eða í mat? Það sýnir farandhirðinum og konu hans að þér sé annt um þau. Þau gera ekki ráð fyrir neinum lúxus. – Lúk 10:38-42.

  • Farandhirðir stýrir öldungafundi.

    Hlustaðu á leiðbeiningar hans og ráð. Farandhirðirinn hjálpar okkur á kærleiksríkan hátt að sjá hvernig við getum tekið framförum í þjónustunni við Jehóva. Af og til þarf hann að veita alvarlegar áminningar. (1Kor 5:1-5) Það gleður hann þegar við hlýðum og erum auðmjúk. – Heb 13:17.

  • Trúsystkini tjá farandhirðinum og eiginkonu hans þakklæti sitt.

    Sýndu þakklæti. Segðu farandhirðinum og eiginkonu hans hvernig starf þeirra hefur komið þér að gagni. Þú getur gert það augliti til auglitis eða með því að senda skilaboð eða kort. – Kól 3:15.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila