FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | TÍTUSARBRÉFIÐ 1 – FÍLEMONSBRÉFIÐ
Öldungar skipaðir
Títus fékk það verkefni að ,skipa öldunga í hverri borg‘. Þessu biblíulega fordæmi er fylgt nú á dögum þegar farandhirðar heimsækja söfnuðina.
STJÓRNANDI RÁÐ
Hið stjórnandi ráð notar sömu aðferð og var notuð á fyrstu öld og felur farandhirðum þá miklu ábyrgð að skipa öldunga og safnaðarþjóna.
FARANDHIRÐAR
Hver og einn farandhirðir verður að hugleiða vandlega í bænarhug þau meðmæli sem öldungarnir gefa og skipa menn sem uppfylla hæfniskröfurnar.
SKIPAÐIR ÖLDUNGAR
Öldungar verða að halda áfram að uppfylla hæfniskröfur Biblíunnar eftir að þeir eru skipaðir.