Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 20
  • Hvernig er söfnuðurinn skipulagður?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig er söfnuðurinn skipulagður?
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Hvernig þjóna öldungar söfnuðinum?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • „Hafið slíka menn í heiðri“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Metið þá að verðleikum sem erfiða á meðal ykkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • ‚Kallið til ykkar öldungana‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 20
Kafli 20. Bróðir spyr spurningar á samkomu Votta Jehóva og nokkrir rétta upp hönd til að svara.

KAFLI 20

Hvernig er söfnuðurinn skipulagður?

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Jehóva er skipulagður Guð. (1. Korintubréf 14:33) Við megum því búast við að þjónar hans séu skipulagðir. Hvernig er kristni söfnuðurinn skipulagður? Hvernig getum við stuðlað að velgengni hans?

1. Hver er höfuð safnaðarins?

„Kristur er höfuð safnaðarins.“ (Efesusbréfið 5:23) Frá himni hefur hann umsjón með starfsemi þjóna Jehóva um allan heim. Jesús útnefndi ‚hinn trúa og skynsama þjón‘ – lítinn hóp reyndra öldunga sem er einnig þekktur sem stjórnandi ráð. (Lestu Matteus 24:45–47.) Stjórnandi ráð gefur söfnuðinum um allan heim leiðbeiningar líkt og postularnir og öldungarnir í Jerúsalem á fyrstu öld. (Postulasagan 15:2) En þessir menn eru ekki leiðtogar safnaðarins. Þeir leita leiðsagnar hjá Jehóva og í orði hans og lúta forystu Jesú.

2. Hvert er hlutverk öldunganna?

Öldungar eru þroskaðir kristnir menn sem kenna út frá Biblíunni og gæta þjóna Jehóva með því að hjálpa þeim og hvetja þá. Þeir fá ekki borgað fyrir það sem þeir gera heldur þjóna þeir „af fúsu geði frammi fyrir Guði, ekki af gróðafíkn heldur af áhuga“. (1. Pétursbréf 5:1, 2) Öldungar fá aðstoð frá safnaðarþjónum, en þeir geta með tímanum sjálfir orðið hæfir til að þjóna sem öldungar.

Stjórnandi ráð útnefnir suma öldunga sem farandhirða. Þeir heimsækja söfnuði til að leiðbeina þeim og hvetja. Farandhirðar útnefna bræður sem uppfylla hæfniskröfur Biblíunnar öldunga og safnaðarþjóna. – 1. Tímóteusarbréf 3:1–10, 12; Títusarbréfið 1:5–9.

3. Hvaða hlutverk hefur hver og einn vottur?

Allir í söfnuðinum ‚lofa nafn Jehóva‘ með því að taka þátt í safnaðarsamkomum og boða trúna eftir bestu getu. – Lestu Sálm 148:12, 13.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér hvers konar leiðtogi Jesús er, hvernig öldungarnir reyna að fylgja fordæmi hans og hvernig við getum unnið með Jesú og öldungunum.

4. Jesús er ljúfur leiðtogi

Jesús gefur okkur hlýlegt boð. Lesið Matteus 11:28–30 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig vill Jesús að okkur líði undir forystu hans?

Hvernig fylgja öldungar fordæmi Jesú? Spilið MYNDBANDIÐ.

MYNDBAND: Öldungar bregðast við jarðskjálfta í Nepal (4:56)

Í Biblíunni eru skýrar leiðbeiningar um hvernig öldungar ættu að sinna hlutverki sínu.

Lesið Jesaja 32:2 og 1. Pétursbréf 5:1–3 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað finnst þér um að öldungarnir leitast við að endurnæra aðra eins og Jesús gerði?

  • Á hvaða fleiri vegu líkja öldungarnir eftir Jesú?

5. Öldungar kenna með fordæmi sínu

Hvernig vill Jesús að öldungar líti á hlutverk sitt? Spilið MYNDBANDIÐ.

MYNDBAND: Öldungar, farið með forystuna (7:39)

Jesús segir þeim sem fara með forystuna í söfnuðinum hvernig þeir eiga að gera það. Lesið Matteus 23:8–12 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað finnst þér áhugavert við muninn á þeim kröfum sem Biblían gerir til öldunga og því sem þú hefur tekið eftir í fari presta og annarra trúarleiðtoga?

A. Myndir: Öldungur sinnir andlegri þörf sinni og fjölskyldu sinnar. 1. Hann fer með bæn áður en hann rannsakar Biblíuna. 2. Hann kennir ungri dóttur sinni út frá Biblíunni með aðstoð eiginkonu sinnar. B. Sami öldungurinn fer ásamt eiginkonu sinni í heimsókn til systur úr söfnuðinum sem liggur á spítala. C. Sami öldungurinn boðar manni trúna heima hjá honum. D. Myndir: 1. Sami öldungurinn flytur ræðu á safnaðarsamkomu. 2. Hann skúrar gólfið í ríkissalnum.
  1. Öldungar halda sambandi sínu við Jehóva sterku og hjálpa fjölskyldum sínum að gera það líka.

  2. Öldungar láta sér annt um alla í söfnuðinum.

  3. Öldungar taka reglulega þátt í boðuninni.

  4. Öldungar eru kennarar. En þeir hjálpa einnig til við þrif og önnur verkefni.

6. Við getum unnið með öldungunum

Biblían bendir á mikilvæga ástæðu fyrir því að vinna með öldungunum. Lesið Hebreabréfið 13:17 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Er sanngjarnt að Biblían skuli hvetja okkur til að vera hlýðin og undirgefin þeim sem fara með forystuna? Hvers vegna?

Lesið Lúkas 16:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvers vegna er mikilvægt að vinna með öldungunum, jafnvel í málum sem virðast smávægileg?

SUMIR SEGJA: „Maður þarf ekki að tilheyra ákveðnum trúarsöfnuði.“

  • Hvaða gagn sérð þú af því að tilbiðja Guð með söfnuði hans?

SAMANTEKT

Jesús er höfuð safnaðarins. Við erum fús til að vinna með öldungunum, sem eru honum undirgefnir, vegna þess að þeir endurnæra okkur og kenna okkur með fordæmi sínu.

Upprifjun

  • Hver er höfuð safnaðarins?

  • Hvernig hjálpa öldungarnir söfnuðinum?

  • Hvert er hlutverk hvers og eins tilbiðjanda Jehóva?

Markmið

KANNAÐU

Sjáðu hve mikla umhyggju bræðurnir í stjórnandi ráði og aðrir öldungar bera fyrir trúsystkinum nú á dögum.

Að styrkja trúsystkini á bannárum (4:22)

Kynnstu störfum farandhirða.

Líf farandhirðis á afskekktu svæði (4:51)

Lestu um hlutverk kvenna í söfnuðinum.

„Taka konur sem eru vottar Jehóva þátt í að kenna?“ (Grein úr Varðturninum)

Kynntu þér hvernig öldungar leggja sig fram um að uppörva trúsystkini sín.

„Safnaðaröldungar – samverkamenn að gleði okkar“ (Varðturninn 15. janúar 2013)

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila