LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hvað getum við lært af sköpunarverkinu um hugrekki?
Jehóva kennir okkur að líkja eftir eiginleikum sínum með því að benda á fordæmi karla og kvenna í Biblíunni. Við getum líka lært margt af sköpunarverkinu. (Job 12:7, 8) Hvað getum við lært um hugrekki af ljóninu, hestinum, mongúsinum, kólibrífuglinum og fílnum?
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ SKÖPUNARVERKIÐ KENNIR OKKUR AÐ VERA HUGRÖKK OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig sýna ljónynjur hugrekki þegar þær verja hvolpana sína?
Hvernig eru hestar þjálfaðir til að sýna hugrekki í bardaga?
Hvers vegna er mongúsinn ekki hræddur við eiturslöngur?
Hvernig sýna örsmáir kólibrífuglar hugrekki?
Hvernig sýna fílar hugrekki þegar þeir koma öðrum fílum í hjörðinni til varnar?
Hvað lærir þú af þessum dýrum um hugrekki?